Grein þýdd frá NaturalNews.com
Við fyrstu sýn virðist rannsókn sem birt var 19. ágúst 2009 í Journal of the American Medical Association (JAMA) vera enn einn hvítþvotturinn á öryggi hins nýja bóluefnis fyrir leghálskrabbamein sem ber lyfjaheitið Gardasil. Bóluefnið sem var samþykkt af Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu í júní 2006 fyrir stelpur og ungar konur á aldrinum 9 til 26 ára. Bóluefni þessu er ætlað að koma í veg fyrir sýkingar af fjórum tegundum af human papillomavírus (HPV), tegund 16 og 18 sem valda leghálskrabbameini og tegundum 6 og 11 sem valda kynfæravörtum.
Rannsóknin í JAMA segir að aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið af Gardasil hafa verið að mestu í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir áður en bóluefnið fékk leyfi fyrir víðfeðma notkun á ungum stúlkum. En nánari lesning sýnir fram á óhugnanlegar aukastaðreyndir.
Eins og vefsíðan NaturalNews hefur ávallt sagt frá þá hefur bóluefnið valdið óeðlilegum fjölda aukaverkanna (sjá grein hér), og nú kemur í grein frá JAMA að HPV bóluefnið hafi óvænt valdið yfirliði og lífshættulegum blóðtöppum. Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla voru þessi tilfelli sögð vera í “ósamræmi”, sem þýðir að þessi tilfelli eru ekki sjaldgæf. Það sem meira er að meðal þeirra 12.424 aukaverkana sem hafa verið tilkynntar vegna HPV bólusetninga þá voru 772 þeirra (6,2%) taldar vera alvarlegar og þar af 32 dauðsföll [hafa skal í huga að almenn vitneskja segir að lítill hluti aukaverkana sé almennt tilkynntur þannig að þessar tölur eru líklegast of lágar]
Aðrar aukaverkanir af bóluefninu er roði við stungustað, útbrot, ógleði, svimi, höfuðverkir og jafnvel Guillain-Barre heilkenni (sjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á hluta af úttaugakerfinu sem getur valdið lömun) og bráðaofnæmi (ofnæmisviðbrögð sem geta valdið skyndilegum dauða). Í nýlegri frétt frá CBS fréttastöðinni segir frá unglingsdóttur læknisins Scott Ratner sem var ein af þeim ólánsömu sem varð alvarlega veik af krónískum sjálfsónæmissjúkdómi (myofasciitis) eftir fyrsta skammtinn sinn af Gardasil. Doktor Ratner sagði við CBS að dóttir sín hafi verið svo veik af taugasjúkdómnum að “….það hefði verið betra fyrir hana að fá leghálskrabbamein heldur en að fá bólusetninguna.”
Einn af aðalrannsakendunum fyrir Gardasil hefur meira að segja farið fram opinberlega og sagt við CBS að það sé ekki til nein gögn sem gefa til kynna að bóluefnið sé virkt umfram fimm ár. Þetta þýðir að 10 ára stúlka sem fær bóluefni með öllum þeim mögulegu alvarlegu og jafnvel lífshættulegu aukaverkunum sem því getur fylgt er jafnvel ekkert varin þegar hún kemst á unglingsárin.
Það sem gerir deiluna um Gardasil jafnvel enn vitlausari til að byrja með er að rannsóknir hafa sýnt að 70 til 90% af fólki með human papillomavírusinn losa sig við vírusinn náttúrulega úr líkamanum innan tveggja ára frá sýkingu, með engri hjálp frá lyfjum eða bólusetningum. Þannig að besta vörnin gegn þeim vandamálum sem HPV veldur er að forðast sýkingar af fjölda mismunandi tegunda HPV með því að stunda ekki fjöllyndi og óvarið kynlíf (vírusinn smitast með kynlífi og smokkur er ekki fullkomin 100% vörn) og með því halda ónæmiskerfinu heilbrigðu og sterku með góðri næringu, hreyfingu og útiveru í sól.
Í ritstjórnargrein sem fylgdi rannsókninni í JAMA lýsir læknirinn Charlotte Haug frá The Journal of the Norwegian Association í Osló yfir áhyggjum sínum af hinu ofmarkaðssetta Gardasil bóluefni. Í greininni segir hún “Hvort það sé þess virði að taka áhættu byggir ekki einungis á áhættunni sjálfri heldur sambandinu á milli hinni mögulegu áhættu og mögulega ávinning. Ef hinn mögulegi ávinningur er talsverður þá myndu flestir vilja sætta sig við áhættu. En heildar ávinningurinn af HPV bólusetningum fyrir konur er óþekktur. Jafnvel þótt að kona fái fjölda HPV sýkinga þá mun hún að flestum líkindum ekki þróa með sér krabbamein ef hún fer reglulega í eftirlit…”
Einhliða umræða
Ég valdi þessa grein úr mörgum varðandi þetta málefni þar sem ég hef ekki séð eina frétt hér á landi sem talar neikvætt um þessar bólusetningar gegn leghálskrabbameini. Sem sýnir hversu einhliða umræðan er hér á landi á þessu sviði. Erlendis er þetta bóluefni mikið í fréttunum fyrir þær alvarlegu aukaverkanir sem eru að koma upp á yfirborðið auk óeðlilegs fjölda minni aukaverkana. Nú þegar hafa verið skráður þónokkurn fjöldi dauðsfalla vegna þessa bóluefnis og það er einungis nýbyrjað að nota það.
Prufið að googla "Gardasil" og "side effects", veljið úr áreiðanlegar vefsíður og sjáið þann fjölda frétta og greina varðandi þetta málefni. Margar koma frá læknum og vísindamönnum sem eru að vara við þessari bólusetningu.
Við skulum ekki gleyma að auðvelt er að koma í veg fyrir smit af human papillomavírus með ábyrgri hegðun.
kv
Halli Magg