Rannsóknir á flensubóluefnum borgaðar af lyfjafyrirtækjum fá meiri birtingu

Grein þýdd frá www.reuters.com

Í könnun á flensubóluefnarannsóknum sem birt var í læknatímaritinu The British Medical Journal komst Tom Jefferson og félagar að því að birtar rannsóknir á flensubóluefnum sem eru borgaðar af lyfjafyrirtækjum fá jákvæðari meðhöndlun frá læknatímaritum jafnvel þegar þær eru af verri gæðum.

“þessi hlutlausa samantektarrannsókn frá Cochrane stofnuninni staðfestir það að lyfjafyrirtæki sem markaðssetja bóluefni hafa óeðlileg áhrif á birtingar í læknatímaritum um öryggi og virkni bóluefna” segir Barbara Loe Fisher, forseti The National Vaccine Information Center (NVIC), samtaka sem vernda hag neytenda bóluefna.

Jefferson og félagar fundu og gæðaskoðuðu 274 birtar rannsóknir á flensubóluefnum og niðurstaðan var sú að þeir fundu ekkert samhengi á gæði rannsóknar, birtingu í virtum læknatímaritum eða tilvitnanir í þær í öðrum greinum. Þeir fundu einnig að flestar rannsóknir á flensubóluefnum eru af lélegum gæðum en þær sem birta niðurstöður sem eru hliðhollar bóluefnum eru af verulega lélegum gæðum. Mikilvægasti þátturinn sem réð hvar rannsóknin var birt eða hversu mikið var vitnað í hana byggði á hver kostaði rannsóknina. Rannsóknir sem voru kostaðar að hluta eða öllu leyti af lyfjafyrirtækjunum fengu meiri sýnileika.

Dr. Jefferson segir í rannsókninni “Rannsóknin sýnir að einn af þeim þáttum til að fá birtingu hjá virtum læknatímaritum er fjárhagsleg stærð þess sem kostar rannsóknina. Lyfjafyrirtæki panta fjölda endurprentana af rannsóknum sem styðja vöruna þeirra, og kosta einnig þýðingar á mörgum tungumálum. Þeir kaupa einnig auglýsingapláss af læknatímaritunum. Mörg læknatímarit auglýsa jafnvel þessa þjónustu á vefsíðum sínum. Það er komin tími á að læknatímarit gefi að fullu upp hvaðan fjármögnunin þeirra kemur”.

The National Vaccine Information Center (www.nvic.org) hefur beðið ríkisstjórnina [Bandaríkjanna] og þingið að rannsaka aukaverkanir af leghálsbóluefninu Gardasil sem það hefur gagnrýnt lengi hversu áhrifamiklir framleiðendurnir voru í að koma á lögum og reglugerðum varðandi bólusetningar á leghálskrabbameini.


Heimildir:

NVIC Says BMJ Review Demonstrates Medical Journal Bias Toward Pharma-Sponsored Influenza Vaccine Studies. www.reuters.com

Niðurhala eintak af rannsókninni

Athugasemd höfundar

Þessi rannsókn dregur saman nokkur atriði sem mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar viti af áður en það tekur ákvarðanir varðandi flensubólusetningar

  1. Rannsóknir frá lyfjafyrirtækjum eru oft á tíðum svo illa gerðar og óeðlilega í hag lyfjafyrirtækja að þær geta verið hreinlega ómarktækar.
  2. Þar af leiðandi er erfitt að notast við rannsóknir úr læknatímaritum til að afla sér þekkingar sem meðhöndlun er byggð á.
  3. Fyrst gæði rannsókna á flensubóluefnum er greinilega ófullnægjandi, hver er þá raunveruleg virkni flensubóluefna og hversu góða vörn veita þau?

Fleiri heimildir af sömu frétt
http://vaccineawakening.blogspot.com/2009/02/vaccine-studies-under-influence-of.html
http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2009/03/05/Vaccine-Studies-Under-the-Influence-of-Pharma.aspx
http://avilian.co.uk/2009/03/vaccine-studies-under-the-influence-of-pharma/