BPA sem finnst í dósamat er talið hafa heilsuspillandi áhrif á meðgöngu

Grein þýdd og umorðuð frá www.naturalnews.com

Bisphenol A eða BPA er hormónatruflandi efni sem finnst meðal annars í miklu magni í dósamat. Þetta er kemískt efni sem er notað til að herða plast og er notað mikið í plastflöskur, pela og einnig sem fóðrun inn í dósir. BPA líkir eftir kvenhormóninu estrógeni og hefur sterklega verið sýnt fram á með fjölda rannsókna að það hafi hormónatruflandi áhrif og sé sérstaklega skaðlegt fyrir æxlunarfæri og heila.

Í rannsókninni sem var samstarfsverkefni nítján umhverfishópa, þekkt undir nafninu National Workgroup for Safe Markets, og var niðurstaðan að magn BPA í dósum frá sama framleiðanda gat verið mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að í dósum með grænum ertum frá Del Monte mældist magnið allt frá 36 til 138 mg í hverjum skammti. Hátt magn BPA hefur einnig verið tengt breytingum í blöðruhálskirtli samkvæmt dýrarannsóknum.

Rannsakendur lögðu áherslu á að óléttar konur skyldu frekar neyta ferskra ávaxta og grænmetis heldur en úr dós.

Núna hafa þegar fimm fylki í Bandaríkjunum bannað notkun þess í sumar, þó ekki allar barnavörur.

Heimild

BPA found in canned foods, health risks for pregnant women

Athugasemd höfundar

Með tilliti til aukinnar ófrjósemi í heiminum í dag er þetta efni meðal margra sem pör og karlmenn sérstaklega ættu að forðast. Þá ættu óléttar konur að huga vel að því sem þær borða á meðgöngu   til að minnka notkun skaðlegra efna. En það er ekki bara í matnum okkar sem ýmis skaðleg efni leynast, heldur líka í hárvörum, snyrtivörum, baðvörum, ilmvötnum og fleira. Góð regla er að skilja innihaldslýsingar á vörum sem notaðar eru og að varan sé sem hreinust eða án aukaefna. Þá er hugsanlegt að þessa estrógen hormónatruflandi efni hafi sérstaklega slæm áhrif á frjósemi karla hjá núverandi og komandi kynslóðum. Eins er talið að plastefni geti haft slæm áhrif á ýmis konar vandamál svo sem legslímuflakk og fjölblöðrueggjastokka.

BPA er bara eitt þeirra fáu skaðlegu plastefna sem ber að varast. Plastefni er að finna í svo mörgu í umhverfi okkar án þessa að fólk geri sér grein fyrir því. Plastefni eru númeruð frá 1-7 og stendur yfirleitt í þríhyrning neðan á vörunni úr hvaða númeri plastið er framleitt. Hér fyrir neðan er tafla með yfirliti yfir merkingar á plastefnum og hverja ber að varast.

Þá má bæta við að fyrir utan að fóðrunin innan í plastdósunum sé slæm, þá er álið ekki mikið skárra, sérstaklega er varðar frjósemi.

Einfaldasta leiðin til að forðast hættuna á plastefnum er að nota glerílát eins mikið og hægt er.

Númer plasts og heiti

Dæmi um almenn not

Ráðleggingar

1 – PET

Polyethylene

Terephtalate

Plastflöskur, matarkrukkur, snyrtivöruílát

Þetta plast virðist vera OK sem EINNOTA ílát. Endurtekin notkun eykur líkur á smitun á plastefnum og bakteríuvexti í íláti

2 – HDPE

High density

polyethylene

Innkaupapokar, hreinsivöruumbúðir, mjólkur og djúsumbúðir.

Virðist vera öruggt

3 – PVC

Polyvinyl chloride

Garðslöngur, kapaleinangrun, kjötumbúðir.

Forðist.

Gjarnan kallað Eitraða plastið. Inniheldur mörg skaðsemleg eitur

4 – LPDE

Low density

polyethylene

Sterkir pokar, brauðpokar, vatnsbrúsar, matarplast.

Virðist vera öruggt

5 – PP

Polypropylene

Lyfjaumbúðir, pokar í morgunkornsumbúðum, sogrör, snakkpokar.

Virðist vera öruggt

6 –PS

Polystyrene

Umbúðir utan um geisladiska, plasthnífapör, frauðmatarumbúðir og kaffiílát.

Forðist

Getur lekið styrene sem er mögulega krabbameinsvaldandi. Er mögulega hormónatruflandi.

7 – Annað PC

Polycarbonate

Barnapelar, kælivökvaumbúðir, bílavarahlutir.

Varist

Hætta á Bisphenol A leka sem virðist valda skemmdum á litningum.