Nútíma matvælaframleiðsla notar ýmiskonar kemísk skordýra-, illgresa- og sveppaeitur í grænmetis og ávextaræktun, auk þess að nota kemíska áburði til að “næra” jörðina. Víða erlendis eru dýr alin upp á stórum búum sem hafa verið kölluð verksmiðjubú, þar sem allt að 100 þúsund dýr eru alin upp við verulega ónáttúrulegar aðstæður þar sem fóður þeirra er blandað með sementi, pappír, pappa, sagi, saur og eða plastflögum.
Við þetta eykst eiturefnaálag dýrsins verulega sem veldur mikilli fitusöfnun á dýrinu, enda er tilgangurinn að stækka dýrið eins hratt og hægt er fyrir slátrun. Einnig hefur þetta þau áhrif á dýrið að það þarf að vera á stöðugri lyfjagjöf til að halda sýkingum niðri, lyf sem enda síðan í því kjöti sem fer í stórmarkaðina. Hér á landi erum við enn svo heppinn að þessi háttur er ekki viðhafður í íslenskum landbúnaði, en á sama tíma hef ég áhyggjur af að þróunin hér á landi er frekar í átt að verksmiðjubúskapi frekar en lífrænum gildum.
Þegar búið er að rækta grænmetið og ávexti og ala upp dýrin eru þau meðal annars notuð til að búa til unnar matvörur. Í unnar matvörur er algengt að notuð sé ýmis kemísk aukaefni til að bæta bragð, lit, geymsluþol eða útlit.
Í rauninni veit engin nákvæmlega hversu mörg kemísk efni eru í notkun í heiminum, hvort sem á að nota þau í matvælaiðnaði eða öðrum iðnaði. Líklega tala er einhver staðar í kringum 100 þúsund. Við vitum þó aðeins lítið brot af þeim hefur verið rannsakað vegna áhrifa á heilsu manna og enn færri hafa verið rannsökuð vegna samvirknisáhrifa þeirra (þ.e. hvaða áhrif hefur það ef þú blandar tveimur, þremur eða fleiri efnum í mismunandi samsetningum).
Til að fá einhverja hugmynd um hversu mikið af eiturefnum við erum að setja ofan í okkur skulum við taka nokkur dæmi.
Í vísindatímaritinu Environmental Science and Technology var sagt frá tilraun þar sem farið var í stórmarkaði og ýmis matvæli (ís, egg, mjólk, smjör, ostur, kjúklingur og kalkúnn) voru efnagreind til að athuga hvort hægt væri að finna í þeim eldtefjandi efni sem ber heitið PBDE. Efni þetta er notað í teppi, rafmagnsvörum og húsgögnum. Tekin voru 32 sýnishorn og innihéltu 31 þeirra PBDE. Með einhverju móti er þetta efni að komast í fæðu dýrana sem skilar sér síðan út matvælin og í líkama okkar. Engin veit hvaða áhrif þetta hefur á okkur en dýratilraunir sýna að þessi efni eru krabbameinsvaldandi og hafa skaðvænleg áhrif á tauga-, hormóna- og æxlunarkerfi.
Í annari rannsókn fóru vísindamenn í skóla í Nýja Sjálandi og tóku sýni úr mat sem var í boði fyrir nemendur og efnagreindu hann til að finna hvort hann innihéldi einhver eiturefni. Maturinn innihélt tugi eiturefna sem er áhyggjuefni þar sem Nýja Sjáland er með ein af ströngustu lögum þegar kemur að landbúnaði. Eitt af eiturefnunum var DDE sem er niðurbrotsefni hið þekkta eiturefnis DDT sem hefur verið bannað í tugi ára, sem sýnir hvað eiturefni eru lengi að menga náttúruna okkar. Þau eiturefni sem fundust voru þekkt eiturefni sem rannsóknir sýna að séu meðal annars krabbameinsvaldandi, genaskemmandi, hormónatruflandi, fósturskemmandi, ónæmiskerfistruflandi og skemmir nýru, hvít blóðkorn og augu. Þetta er verulega stutt upptalning frá upphaflegu upptalningunni.
Í landbúnaðarræktun er grænmeti og ávextir oft sprautuð síendurtekið með mismunandi eiturefnum. Sem dæmi er getur epli verið sprautað 16 sinnum með skordýraeitri með allt að 36 mismunandi kemískum eiturefnum.
Eiturefnamælingar á grænmeti og ávöxtum hafa jafnvel sýnt svo mikla kemískar eiturefnaleyfar að jafnvel eitt sýni fer margfalt yfir leyfileg mörk. Einnig kemur það fyrir að eiturefni finnast sem eru ólögleg enda er maturinn okkar stundum ræktaður í vanþróuðum löndum sem hafa fáar reglugerðar og enn minni eftirlit með eiturefnanotkun í landbúnaði.
Sýnistökur úr ám og drykkjarvötnum eru farin að sýna mikla mengun af lyfjum svo sem þunglyndislyf, Ritalín, fúkkalyfjum og hormónalyfjum. Hvaða áhrif þetta hefur á okkur er ekki ljóst.
Að lokum er viðeigandi að segja frá frægri rannsókn sem Environmental Working Group framkvæmdi sem heitir Bodyburden – The pollution in newborns. Í henni var tekið blóð úr naflastreng á 10 nýfæddum börnum víðsvegar í Bandaríkjunum og blóðið var efnagreint fyrir mismunandi þekktum eiturefnum. Að meðaltali fundust 200 þekkt iðnaðar- og mengunarefni í hverju sýni, samtals fundust 287 eiturefni í þessari rannsókn. Af þessum 287 eiturefnum er vitað að 180 eru krabbameinsvaldandi í mönnum og dýrum, 217 eru eitruð fyrir heila og taugakerfi og 208 valda fósturgöllum og afbrigðilegum þroska í dýratilraunum. Áhrif þessa kemíska eiturefnakokteils á fóstur eða hið fædda barn er með öllu órannsakað. Og þetta eiturefnamagn er bara í byrjun ævinnar, svo á eftir að koma allt sem talið er upp hér að ofan og mikið meira!
Hér skal staðar numið í að telja upp dæmi um þá eiturefnamengun sem við því miður verðum fyrir enda væri auðveldlega hægt að skrifa marga bæklinga eins og þennan bara um þetta málefni.
Notkun á eiturefnum í landbúnaði er verulega ný þróun sem byrjaði snemma 1900. Augljóslega voru eiturefni ekki í fæðu forfeðra okkar sem má segja að hafi verið hinn fullkomni lífræni bóndi og hann var ekki í hættu af eiturefnamengun úr fæðunni eða af öðrum uppruna. Enda kannski ekki að ástæðulausu að fjöldi fræðimanna benda á þetta eiturefnaálag sem líklegan stóran þátt í aukningu á hrörnunarsjúkdómum hjá okkur nútímamanninum.