Ómega 3 enn og aftur talið hafa áhrif á frjósemi karla

Grein þýdd frá www.nutri-online1.co.uk

Nýleg rannsókn sýnir fram á að karlmenn sem eiga við ófrjósemi að stríða hafi minna magn ómega 3 fitusýra í sæði en þeir karlmenn sem eru frjóir. Enn fremur sýnir önnur nýleg dýrarannsókn fram á að inntaka bætiefna í formi DHA ómega 3 fitusýra geti snúið við göllum í sæði tengt ófrjósemi.

Inntaka ómega 3 fitusýra, bæði EPA og DHA, hefur þegar verið tengt við langan lista heilsufarsbætandi áhrifa, m.a. á hjarta- og æðakerfi, hugarástand, hegðun, liðamót og minni líkur á krabbameini. Og nú bætist bætt frjósemi núna á listann.

Þeir sem stóðu að rannsókninni munu rannsaka frekar áhrif ómega 3 á frjósemi.

Heimild

Omega 3s Once Again Linked to Male Fertility

Athugasemd höfundar

Þegar ég tek fólk að mér í ráðgjöf þá mæli ég nánast undantekningalaust með fiskiolíum þar sem þær ekki einungis auka frjósemi heldur einnig minnka líkur á fósturláti og svo auðvitað er vitað að fitusýrurnar í fiskiolíu (DHA / EPA) eru nauðsynlegar fyrir fóstur. Einnig er inntaka móðurs á fiskiolíum á meðgöngu tengd bættum heilsuþáttum í börnum seinna meir í lífi þeirra.

Önnur fita sem vert er að tala um, fyrst að við erum að tala um fitur, er transfita. Eins mikið og ég ráðlegg öllum, og sérstaklega verðandi foreldrum að taka fiskiolíur þá mæli ég eindregið með því að taka út ALLA transfitu í fæði. Transfita, öfugt við fiskiolíur, getur haft fjölda neikvæðra áhrifa á meðgöngu og fóstur, þ.á.m. minnkað frjósemi.