Styrktarþjálfun er gagnleg fyrir krakka og táninga

Frétt þýdd frá www.reuters.com

Upp að þessu hefur verið talið að styrktarþjálfun væri ekki æskileg fyrir krakka en ný rannsóknarsamantekt hefur staðfest að krakkar og táningar geta aukið vöðvastyrk sinn með reglulegum æfingum.

Niðurstöðurnar styðja nýlegar ráðleggingar frá National Strength and Conditioning Association (NSCA) sem mæla með að krakkar lyfti 2-3 sinnum í viku, en þó aðeins undir eftirliti fagmanns.

Áður hefur verið talið að krakkar og unglingar myndu auka hættuna á meiðslum með því að taka þátt styrktarþjálfun, hvort sem það er með lóðum, æfingatækjum, teygjum eða með eigin líkamsþyngd. En rannsóknir seinustu ár hafa verið að sýna að áhættan af meiðslum sökum styrktarþjálfunar er ekki meiri, og reyndar oft minni, heldur en af annari íþróttaiðkun. Sérfræðingar segja nú að kostirnir við styrktarþjálfun, aukin beinþéttni, minni fita, betra form og minni meiðslahætta, séu fleiri en ókostirnir.

Þessi nýja rannsókn, sem birt var í rannsóknartímaritinu Pediatrics, horfði til aldurs og annara þátta sem gætu haft áhrif á hversu áhrifarík styrktarþjálfun er fyrir krakka.

Dr. Michael Behringer og félagar við German Sport University Cologne drógu saman niðurstöður úr 42 áður birtum rannsóknum þar sem samtals 1728 krakkar og unglingar höfðu tekið þátt í og borið var saman styrktarþjálfun undir eftirliti eða engin þjálfun.

Í flestum rannsóknunum lyftu krakkarnir lóðum eða æfðu í æfingatækjum á bilinu einum til fimm sinnum í viku að meðaltali 40 mínútur í senn. Æfingarnar stóðu frá einum mánuði til aðeins meira en eitt ár.

Í það heila var niðurstaða rannsóknarinnar að styrktarþjálfun sé vel til þess fallinn að auka styrk í þessum hópi og var meiri styrktaraukning hjá eldri krökkum en yngri sem voru ekki komin á kynþroskaaldur (ca. 10 ára og yngri). Betra var að æfa nokkrum sinnum í viku en einungis einu sinni. Styrktaraukning var mismunandi á milli rannsókna, en meirihluti krakka styrktist á bilinu 20-40% miðað við byrjunarstyrk. Venjulegar æfingar (ísótónískar) eins og bekkpressa, hnébeygja og armkreppur til dæmis virtust virka best.

“Fyrst að styrktarþjálfun er örugg og hefur fjölda heilsufarskosti í för með sér fyrir krakka og unglinga þá ætti að hvetja þennan hóp til að taka þátt í styrktarþjálfun” segir Behringer við Reuters, og bætir við “að gögnin okkar sýndu fram á að styrktarþjálfun hefur kosti með sér fyrir öll þroskastig”.

Niðurstöður Behringer er í samræmi við ráðleggingar NSCA frá 2009 sem mæla með að krakkar taki þátt í styrktarþjálfun 2-3 í viku. Krakkar sem eru nógu gömul til að taka þátt í íþróttum, í kringum 7-8 ára aldur, eru yfirleitt tilbúinn fyrir einhverja styrktarþjálfun. Á sama tíma segja ráðleggingarnar að krakkar ættu einungis að taka þátt í styrktarþjálfun undir leiðsögn fagmanns, t.d. í skóla eða sem hluti af íþróttum. “Ef fagmaður er ekki til staðar, viðeigandi tæki og tól og öruggt æfingarumhverfi þá ættu krakkar ekki að taka þátt í styrktarþjálfun sökum aukinnar hættu á meiðslum” segir í ráðleggingum NSCA (sem hægt er að finna hér)

Heimild

Kids benefit from strength training a few times a week

Athugasemd höfundar

Mitt persónulega álit er að krakkar eiga að framkvæma styrktaræfingar sem þjálfar samskipti tauga- og vöðvakerfis (neuro-muscular co-ordination/efficiency), nýtir marga vöðvahópa samtímis (compound exercises), inniheldur einhvern jafnvægisþátt og æfir snerpu og styrk í öllum hreyfisviðum (sagittal, coronal og transverse planes) og grunnhreyfingum (labb, skokk, hlaup, hnébeygja, framstig, snúa og beygja skrokk fram og aftur, ýta og toga með efri skrokk). Þetta er einmitt það sem krakkar græða á því að leika og klifra í fjölbreyttum leiktækjum.

Mér þykir það sorglegt ef þessi rannsókn er túlkuð á þann máta að krakkar verði settir í stórum stíl í æfingar sem samanstanda að miklu leyti, eða af öllu leyti af tækjaþjálfun. Ástæðan fyrir því er sú að tækjaþjálfun ein og sér, eða sem stærsti hluti þjálfunar hefur fjöldi ókosta í för með sér sem laus lóð hafa ekki.

Ég hef kennt námskeið í æfingafræðum síðan 1997 (ef ég man rétt) auk þess að vera sá sem setti saman hugmyndafræðina á bakvið ÍAK einkaþjálfaranámið og ég hef bent á ókosti (og kosti) tækjaþjálfunnar síðan þá. Hérna er tafla sem sýnir samanburð á tækjaþjálfun og þjálfun með lausum lóðum.

Samanburður: Tækjaþjálfun og laus lóð /dragvírar
Kostir Tæki Laus lóð / dragvírar
Líkamsstöðuþjálfun NEI
Jafnvægisþjálfun

NEI

Notkun stöðuleikavöðva NEI
Þjálfun í öllum hreyfisviðum NEI
Bruni hitaeininga (orku) JÁ - MEIRI

Ósamsíða þjálfun

TAKMARKAÐ

Samhæfing bolvöðva

NEI

Samhæfing fjölda liðamóta

NEI

Æfir samhæfingu

NEI

Líkir eftir vinnu/íþróttum

NEI

Fjöldi æfinga

TAKMARKAÐ MIKIL

Nýting á tíma

TAKMARKAÐ MIKIL

Aðlögun á hreyfingu

TAKMARKAÐ MIKIL

Líkamsrækt

Endurhæfingar

TAKMARKAÐ

Virknisþjálfun

NEI J

Í guðanna bænum ekki setja krakkann þinn í styrktarþjálfun sem byggir eingöngu eða af meirihluta á tækjaþjálfun, það eru til nægilega margar rannsóknir sem segja að þjálfun með lausum lóðum er betri en þjálfun í tækjum. Og á sama máta ber ekki að misskilja mig að öll þjálfun í tækjum sé slæm.