8000 IU af D vítamíni er nauðsynlegt samkvæmt nýrri rannsókn

Grein þýdd og umorðuð frá www.naturalnews.com

Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Anticancer Research kom í ljós að dagleg inntaka af 4.000-8.000 IU af D vítamíni er nauðsynleg til að viðhalda nægu magni af D vítamíni í blóði til að minnka líkur um helming á sjúkdómum eins og krabbameini, MS og sykursýki týpu 1. Þessar tölur eru langt frá þeim 400 IU sem opinberlega er mælt með sem augljóslega þarf að endurskoða.

Þessi nýja rannsókn var framkvæmd af vísindamönum við University of California, San Diego School of Medicine og Creighton University School of Medicine og er einstök þar sem hún sýnir fram á sambandið milli inntöku á D vítamíni og magni D vítamíns í blóði.

“Við fundum að dagleg inntaka af 4.000-8.000 IU af D vítamíni fyrir fullorðna er nauðsynleg til að viðhalda nægu magni í blóði til að minnka líkur um helming á fjölda sjúkdóma eins og brjóstakrabbameini, ristilkrabbameini, MS og sykursýki týpu 1” segir Dr. Cedric Garland sem er prófessor við fjölskyldu- og forvarnarlækningar við San Diego Moores krabbameinsspítalann. Hann heldur áfram og segir “Það kom okkur á óvart hversu mikið magn er nauðsynlegt til að fyrirbyggja sjúkdóma, miklu meira en þær 400 IU á dag sem fyrirbyggði beinkröm á seinustu öld.”

Skortur á D vítamíni í yfir 90% af fólki

Í þessari rannsókn var tekið blóðsýni úr yfir 3 þúsund sjálfboðaliðum sem voru að taka D vítamín fæðubótaefni. Rannsakendurnir mældu magn D vítamíns í blóði og niðurstöðurnar voru sláandi, jafnvel fyrir höfunda skýrslunnar. Niðurstöðurnar sýndu að 90% þeirra sem voru rannsökuð voru fyrir neðan 40-60 ng/ml af D vítamíni í blóði sem telst vera nauðsynlegt fyrir heilbrigði (þó flestir sérfræðingar í náttúrulækningageiranum telja að 60-70 ng/ml sé betra). Opinberlega í bandaríkjunum gefur Institute of Medicine út að 20 ng/ml sé eðlilegt viðmið, en það hefur lítið forvarnargildi gagnvart sjúkdómum.

Nokkrir mikilvægir punktar úr rannsókninni

  • Rannsóknin skoðaði 3.667 manns og inntöku þeirra á D vítamíni.
  • Inntaka á 10 þúsund IU af D vítamíni á dag hefur engin eituráhrif.
  • Fyrir þá sem voru í alvarlegum D vítamín skorti þá hækkaði inntaka af 1.000 IU af D vítamíni á dag blóðmagn um 10 ng/ml.
  • Fyrir einstaklinga með 30 ng/ml af D vítamín í blóði hækkaði 1.000 IU inntaka af D vítamíni á dag gildið um 8 ng/ml.
  • Fyrir einstaklinga með 50 ng/ml af D vítamín í blóði hækkaði 1.000 IU inntaka af D vítamíni á dag gildið um 5 ng/ml.
  • Með öðrum orðum þá virkar inntaka af D vítamíni þannig að þeir sem þurfa meira á D vítamíni að halda nýta það betur en þeir sem þurfa síður á því að halda.
  • Inntaka á D vítamíni er mjög örugg. Í niðurstöðu rannsóknarinnar er þetta sagt “Inntaka á D vítamíni upp að 40.000 IU á dag er ólíklegt til að valda D vítamín eitrun.”

Heimild

8000 IUs of vitamin D daily necessary to raise blood levels of "miracle" anti-cancer nutrient, declares groundbreaking new research
Vitamin D Supplement Doses and Serum 25-Hydroxyvitamin D in the Range Associated with Cancer Prevention. CEDRIC F. GARLAND, CHRISTINE B. FRENCH, , LEO L. BAGGERLY, and ROBERT P. HEANEY,

Athugasemd höfundar

Þetta er enn eitt dæmið þegar náttúrulækningasamfélagið er mörgum skrefum á undan hefðbundnum lækningum í að upplýsa almenning um raunverulegar lausnir til að fyrirbyggja sjúkdóma.

Seinustu ár hafa rannsóknir hrannast upp sem benda á mikilvægi D vítamíns fyrir heilsu almennings og þá sérstaklega til að virkja ónæmiskerfi og fyrirbyggja marga sjúkdóma eins og krabbamein og fjölda sjálfsónæmissjúkdóma. Einnig eru kenningar um að D vítamín sé ein sterkasta leiðin til að fyrirbyggja inflúensu og hafa lönd eins og Kanada gefið út opinberlegar yfirlýsingar að almenningur eigi að auka D vítamíns inntöku af þeirri ástæðu.

En ef þetta er svona mikilvægt af hverju er þá ekki heilbrigðisgeirinn að mæla með D vítamíni? Svarið við því gæti verið af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi er það vitað að það tekur nýja vitneskju á bilinu 5 til 20 ár að verða að almennri þekkingu innann heilbrigðiskerfisins. Starfsemi heilbrigðiskerfisins er byggð á svo miklum vana hvernig hlutirnir eru gerðir að þegar rannsóknir staðfesta nýjungar eða að hefðbundnar læknisleiðir reynast rangar eða skaðsamlegar þá getur það tekið langan tíma að koma inn nýjum leiðum eða að leiðrétta rangar meðferðir.

Önnur ástæða getur verið sú að hið opinbera heilbrigðiskerfi hefur ekki verið almennt hliðhollt náttúrulegum fæðubótarefnum og það er tregt af þeirri ástæðu að mæla með aukinni notkun vítamíns þrátt fyrir augljósa kosti þess.

Þriðja ástæðan er pólítísk, en margir sérfræðingar hafa bent á að sökum þess hversu öflugt D vítamín virðist vera til að fyrirbyggja sjúkdóma, og sem dæmi þá hafa verið birtar rannsóknir sem sýna að D vítamín getur minnkað líkur á sumum krabbameinum um yfir 70%, að þá hafi hagsmunaaðilar, eins og lyfjaiðnaðurinn allan hag af því að berjast á móti aukinni notkun á D vítamíni. Það er sorglegt ef svo er rétt.

En hin raunverulega spurning ætti auðvitað að vera af hverju erum við núna í svona miklum skorti á D vítamíni? Því er auðsvarað. Svarið liggur aðalega í tveimur ástæðum. Önnur er sú að við nútímafólkið komust í svo litla snertingu við sólarljós. Ef við erum ekki inni allann liðlangan daginn þá hyljum við okkur með fötum þannig að sólin nær ekki að komast í snertingu við húðina á okkur til að mynda D vítamín. Og loksins þegar við förum í sólbað þá er búið að forrita okkur með svo mikilli sólarhræðslu að við setjum á okkur sólarvörn sem truflar framleiðslu á D vítamíni í húð. Er það ekki fyndið að við notum krem sem hefur verið sýnt fram á að mörg þeirra innihalda krabbameinsvaldandi efni til að fyrirbyggja húðkrabbamein og á sama tíma skemmir þetta krem möguleika okkar að framleiða D vítamín sem hefur líklegast mest krabbameinsverjandi áhrif af öllum efnum! Öfugsnúið er það ekki? En besta sólarvörnin er að takmarka tíma í sólbaði við ástand húðar hverju sinni og byggja upp brúnku (sem er ein vörn þín gegn sól) hægt og rólega og passa sig að brenna ekki.

Hin ástæðan fyrir því af hverju okkur skortir svona mikið D vítamín er að fæða okkar og fæðuval er orðið svo rýrt af D vítamíni. Til dæmis sýndi rannsóknir Dr. Weston A. Price að mataræði frumbyggja innihélt 10 sinnum meira af fituleysanlegum vítamínum (sem D vítamín er) heldur en mataræði Bandaríkjamanna í kringum 1930-40 sem innihélt þá líklegast mun meira af D vítamíni en núna árið 2011.

Og hversu mikið magn á þá fólk að taka af D vítamíni? Í grein sem Fríða skrifaði um mikilvægi D vítamíns á meðgöngu og segir í henni að Dr. Mercola mælir með 77IU af D vítamíni á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Hann tekur einnig fram að D vítamín þörf fari líka eftir búsetu á hnettinum, magns daglegs sólarljóss og húðlit. Með það í huga þyrfti ég sem er eitthvað rúmlega 75 kíló að taka tæplega 6000 IU á dag, og til að gera líf mitt einfalt þá myndi ég taka eina 5000 IU D vítamíns perlu á dag, sem ég reyndar geri. En mér finnst mikilvægt á sama tíma og ég reyni að gera hluti á dagsdaglegum basa fyrir heilsu mína þá má það ekki vera það flókið að líf mitt gangi út á það. Og þegar ég var mældur fyrir ekki svo löngu síðan þá var einmitt D vítamín gildið mitt í 60 og eitthvað ng/ml þannig að þessi aðferð virðist vera að virka fínt fyrir mig.