Grein þýdd og stytt frá truestarhealth.com
MSG er umdeilt efni og er talið af mörgum hafa skaðsamleg áhrif á líkama okkar. Hvort það er rétt eða rangt er enginn vafi á því að sumir einstaklingar eru viðkvæmari fyrir MSG en aðrir og geta fengið eftirfarandi einkenni við að borða mat sem inniheldur MSG, höfuðverk, sjóntruflanir, ógleði, uppköst, niðurgang, þrengsli yfir brjóstið, húðútbrot, roða og viðkvæmni fyrir ljósi, lyktum og hávaða.
Fyrir nokkru síðan komust vísindamenn að því að tilraunadýr sem skorti B6 (pýridoxín) vítamín gátu ekki unnið úr MSG og í framhaldi af því sýndi tilraun fram á að fólk sem var viðkvæmt fyrir MSG varð betra af því að taka B6. Átta af níu manneskjum hættu að bregðast við MSG eftir að taka 50 mg. á dag í 12 vikur.
Ekki er vitað hversu stór hópur manna sem hefur viðkvæmni gagnvart MSG skortir B6 eða hverjir muni verða betri af því að taka B6.
En þar sem inntaka á B6 í þessari skammtastærð er hættulaus þá er mælt með því að prufa 3 mánaða kúr til að athuga hvort það geti haft áhrif á MSG viðkvæmnina.
Heimild
Þetta eru góðar fréttir þar sem ég þekki fólk sem getur ekki komið nálægt þessu efni án þess að fá dúndrandi höfuðverk og roðna allt upp, ég mun áframsenda þetta á þau pronto.
Þó svo að B6 getur virkað til að koma í veg fyrir viðkvæmni fyrir MSG þá er réttlætir það ekki að borða MSG á dagsdaglegum basa. MSG er enn jafn slæmt fyrir viðkomandi þrátt fyrir að hann/hún fái ekki bráðaeinkenni. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að ófrískar konur og börn láti MSG í friði og við hin takmörkum inntöku á því í algjört lágmark án þess að vera með einhverja gríðarlega öfga.