Grein þýdd og umorðuð frá www.vrp.com
Reglulega koma á markaðinn ný fæðubótarefni sem eiga að auka þann hraða sem líkaminn brennur fitu. Staðreyndin er sú að eitt besta fitubrennsluefnið hefur verið til á markaðnum í marga áratugi. Ekki nóg með það að það hjálpar líkamanum að losa sig við fitu heldur er það eitt mesta grundvallar fæðubótarefni sem til er. Nýleg rannsókn sýndi fram á árangursríka leið til að léttast sem þú munt líklegast verða hissa á.
Í þessari nýju rannsókn var skoðað hvaða áhrif fjölvítamín með steinefnum hafði á líkamsþyngd, BMI, mittisummál og fitumassa 96 of feitra kínverskra kvenna á aldrinum 18 til 55. Konunum var skipt í 3 hópa, einn hópurinn fékk daglega fjölvítamín með steinefnum, annar hópurinn fékk kalktöflu daglega á meðan síðasti hópurinn fékk lyfleysu daglega. Rannsóknin stóð yfir í 26 vikur.
Niðurstaðan í lok tilraunarinnar var sú að hópurinn sem fékk fjölvítamín með steinefnum endaði með lægri líkamsþyngd, BMI og fitumassa heldur en lyfleysuhópurinn og reyndar einnig lægra heildarkólesteról og LDL (slæma) kólesteróli. Frekari greining sýndi einnig fram á að konurnar sem tóku fjölvítamínið með steinefnum hafði hraðari grunnbrennslu en viðmiðunarhóparnir.
Þannig ekki nóg með að fjölvítamín með steinefnum getur hjálpað þér að léttast heldur styður það einnig góða “hjartaheilsu” sem sést best með minni mittisummáli sem er einn besti staki mælikvarðinn fyrir hjartasjúkdóma og sykursýki.
Heimild
Mitt persónulega álit til margra ára er að ef þú ætlar að taka einhver fæðubótaefni ætti fjölvítamín með steinefnum og ómega 3 fitusýrur að vera fyrsta val, síðan getur þú tekið sérhæfð fæðubótaefni fyrir hverju því ástandi sem þú vilt bæta.
Það er til fjölbreytt úrval fjölvítamína með steinefnum, reyndar óþægilega mikið því maður veit varla hvað maður á að velja úr þessum hafsjó fæðubótarefna. Eftir að hafa skoðað þessi mál í gegnum árin þá sem betur fer er komin rökrétt skipulag á þessi mál í mínum huga og fyrir þá sem vilja taka fjölvítamín með steinefnum með það í huga að léttast þá hef ég lengi verið aðdáandi ákveðins fjölvítamíns frá NOW sem heitir True Balance sem er sett saman af Julia Ross, höfundi bókarinnar Diet Cure. Persónulega er ég mikill aðdáandi verka Julia Ross. Kosturinn við True Balance er að auk þess að vera gott fjölvítamín með steinefnum þá inniheldur það fjölda efna til að styðja við betri blóðsykurstjórnun sem er mjög mikilvægt fyrir almennt heilbrigði og til að léttast.
Fyrir þá sem vilja léttast á skynsaman máta (og fyrir almenna heilsu) þá mæli ég einnig með lágkolvetnamataræði sem hægt er að lesa um með því að smella hér.
Skrifað síðar
Fæðubótaefnið True Balance er ekki lengur til hér á landi, en hægt er að panta það á erlendum vefsíðum