Kúrkúmín virkar betur við gigt en algengt og varasamt verkjalyf

Nýlega kom fram í fréttum að rannsóknir á hinu algenga verkjalyfi diclofenac sýndu að það væri svo varasamt að það ylli amk. 100 dauðsföllum á ári í Danmörku. Önnur nýleg rannsókn þar sem diclofenac var borið saman við kúrkúmín sýndi að hið náttúrulega lyf virkaði betur við gigtarverkjum. Er þá ekki lausnin komin?

Gunnar Gíslason, yfirlæknir á Gentofte sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og sérfræðingur í hjartasjúkdómum, telur í ljósi niðurstaða rannsókna að banna eigi diclofenac lyf, sem eru algeng gigtarlyf undir t.d. nöfnunun voltaren og vóstar. Niðurstöður rannsókna hafa bent eindregið á auknar líkur á blóðtappa og hjartarstoppi. Á Íslandi sýna tölur að yfir 30 þúsund Íslandingar noti þessi lyf á ári hverju, sem er í meira mæli en í Danmörk.

En þýðir þetta að það séu engir valmöguleikar fyrir fólk með gigt ef aðgangur að þessu lyfi verður takmarkaður? Sem betur fer eru vísbendingar að það sé til mun öruggari og ódýrari kostur.

Lengi hefur verið vitað að kúrkúmín, virka efnið í kryddinu túrmerik, hefur sterka virkni gegn bólgu og gigt. Í nýlegri rannsókn þar sem borið var saman öryggi og virkni kúrkúmíns og diclofenac gegn iktsýki (rheumatoid arthritis) í 8 vikur kom í ljós að hópurinn sem tók kúrkúmín eitt og sér skoraði mun betur í prófunum heldur en diclofenac hópurin. Það sem mikilvægara er að inntaka kúrkúmíns var örugg og engar aukaverkanir komu fram. Kúrkúmínhópurinn tók 500 milligrömm á dag.

Heimildir

Vill banna verkjalyf

Curcumin effective treatment for rheumatoid arthritis (óvirkur hlekkur)

Athugasemd höfundar

Þrátt fyrir að þetta hafi verið lítil rannsókn hefur kúrkúmín lengi verið notað af náttúrulæknum fyrir bólgusjúkdóma, eins og gigt flokkast m.a. undir. Það fólk sem hugnast ekki að taka lyf með mögulega alvarlegum aukaverkunum hefur ekki bara hér raunhæfan valmöguleika, heldur valmöguleika sem virðist virka betur en hið hefðbundna gigtarlyf.

Með því að færa fólk yfir á náttúrulegt lyf eins og kúrkúmin í þessu tilviki er hægt að bjarga fjölda lífa, auka lífsgæði og spara gríðarlega peninga.

Það sorglega það sem gerist gjarnan þegar náttúrulega lausnir sanna sig betri en varasamar og dýrar lyfjalausnir þá telst náttúrulyfið vera “lyfjavirkt” og þá má almenningur ekki fá óheftan aðgang að því. Þetta gerðist einmitt t.d. með glúkósamín sem virkar einstaklega vel gegn slitgigt. Lyfjastofnun flokkaði það undir náttúrulyf sem þýðir að allur kostnaður við að selja það ríkur upp úr öllu valdi og aðgangur að því er heftur við apótek. Hverjir græða á þessu fyrirkomulagi? Einnig mætti spyrja hvað hafa margar manneskjur sem tóku glúkósamín og færðu sig yfir á diclofenac mögulega dáið úr þeim vandamálum sem Gunnar Gíslason læknir bendir á að séu mun algengari en talist var?

Hverskonar stjórnun er þetta í heilbrigðismálum? Það er a.m.k. augljóst að ekki er verið að hugsa um hagsmuni almennings og þau sjálfsögðu mannréttindi að geta valið sér meðferð að eigin vild.

Og það allra sorglegasta er að það eru til náttúrulegar lausnir við svo mörgum algengum heilbrigðisvandamálum sem hafa komið betur út en lyfjalausnir sem eru að sliga heilbrigðiskerfið með gríðarlegum kostnaði og hræðilegum aukaverkunum. Eins og í þessu tilviki með diclofenac.