Magnesíum mikilvægt fyrir þarmaflóru og líkamsþyngd

Grein þýdd og stytt frá www.nutri-online1.co.uk

Niðurstaða nýrrar rannsóknar gefur til kynna að skortur á steinefninu magnesíum getur leitt til fækkunar á bifidobacteria (góð meltingarbaktería), valdið lekum meltingarveg, aukið bólgur og í kjölfarið stuðlað að þyngdaraukningu, sykursýki og hjartasjúkdómum.

Í tilraun þar sem mýs voru settar á fæði sem skorti magnesíum kom í ljós að magn bifidobaktería minnkaði hjá þeim, en bifidobaktería er mikilvæg fyrir þéttleika meltingavegarins og varð meltingavegur þeirra lekari fyrir vikið. Lekur meltingarvegur (enska: leaky gut) veldur aukinni tilfærslu á inneitri sem virkjar bólguferli bæði í meltingarvegi og í öðrum líffærakerfum. Lekur meltingarvegur og bólgur hafa nýlega verið tengdar við aukningu á offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum í mannfólki. Í þessari tilraun mældist aukning á bólgugildum í lifur og meltingarveg hjá músunum sem þjáðust af magnesíumskorti. Þetta gefur til kynna að skortur á magnesíum getur leitt til sjúkdóma með því að hafa áhrif á meltingarflóru og þéttleika (eða réttara sagt gljúpleika) meltingarvegarins.

Magnesíumskortur er mjög algengur og áhrif hans á væga bólgumyndun er þekkt. Almennt hefur ekki verið staðgóð þekking á hvernig magnesíumskortur veldur þessari bólgumyndun en þessi rannsókn gefur til kynna að það gæti verið vegna áhrifa þess á meltingarflóru og meltingarveg.

Heimild:

Magnesium is a Missing Link in The Gut-Obesity Connection

Athugasemd höfundar

Það er sagt að heilsan byrji í meltingunni og hér er enn eitt gott dæmi um það. Eitt það mikilvægasta sem hver manneskja getur gert varðandi heilsu sína er að huga vel að meltingu sinni. Ein fljótasta leiðin til að valda lekum meltingarvegi, eða á fræðimálinu increased intestinal permeability er að borða fæðu sem viðkomandi er með óþol fyrir, en það veldur bólguviðbrögðum í meltingarvegi sem losar um meltingarveginn. Fyrir vikið fær viðkomandi fleiri óþol upp úr því og ástandið byggir utan á sig á neikvæðan máta. Þetta er manneskjan sem segir við mann á stofunni “einu sinni gat ég borða nánast allt, en í dag er ég með óþol fyrir öllu”.

Það er gaman að vita af því að magnesíum sé gagnlegt fyrir þessu (ásamt öðrum fæðubótarefnum). Sérstaklega þegar maður veit af því að magnesíumskortur er algengasti steinefnaskorturinn og maður les að milli 60 og 80% fólki skortir magnesíum. Þetta er greinilega eitthvað vert að skoða.

Munið svo ef þið eruð að taka magnesíum að taka a.m.k seinasta skammtinn rétt fyrir svefn þar sem magnesíum bætir gæði svefns.