Grein þýdd og stytt frá www.vrp.com
Fæðubótaefnið SAMe hefur verið að fá undanfarið mikla athygli. Klínískar rannsóknir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa sýnt fram á að SAMe getur haft áhrif á virkni heilans og þannig haft jákvæð áhrif á þunglyndi. Einnig hefur verið sýnt fram á að SAMe getur haft jákvæð áhrif á slitgigt, vefjagigt og lifrarvandamál.
Lífefnafræði og virkni SAMe
SAMe er búið til í líkamanum frá amínósýrunni meþíónin ásamt hjálparþáttunum B12 og fólínsýru. Ef það er skortur á þessum hjálparþáttum þá getur myndun á SAMe minnkað. SAMe er mikilvægt fyrir myndun á DNA og RNA, próteinum, sumum vítamínum, taugaboðsefnum, andoxurum, hormónum og fosfórlípíðum. SAMe kemur einnig við sögu í myndun á mörgum brennisteins innihaldandi efnum eins og glutathione, amínósýrunum taurín og systein og brennisteins innihaldandi hluta bandvefs.
SAMe er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á taugaboðsefnum í heila eins og dópamín, noradrenalín, adrenalín og serótónín. SAMe greiðir fyrir bindingu taugaboðsefna á móttakara sína og eykur þannig virkni þeirra. SAMe eykur einnig fljótanleika frumuveggja og samskipti milli tauga.
Meðhöndlun á þunglyndi
Gögn sýna að þunglyndi hefur áhrif á 17 milljón Bandaríkjamanna og að 25% af fólki er líklegt að þjást af þunglyndi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ávísanaskyld þunglyndislyf er hið hefðbundna meðferðarform, með öllum þeim áhættum á aukaverkunum og ofskömmtun sem þeim fylgja.
Samanburður á SAMe og þunglyndislyfjum og lyfleysum
Yfir 100 lyfleysu, tvíblindar rannsóknir hafa sýnt fram á hversu vel SAMe virkar fyrir þunglyndi. Fjöldi þeirra sýnir að SAMe virkar jafnvel eða betur en þunglyndislyf og virkni þess kemur fyrr í ljós. Í samantekt á þessum rannsóknum kom í ljós að 92% af sjúklingum brást vel við SAMe í samanburði við 85% sem tóku lyf.
Á meðan þunglyndislyf geta valdið lifrarskaða þá hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á að SAMe verndar lifrina. Það fylgja SAMe engin fráhvarseinkenni eins og eru algeng þegar fólk hættir á þunglyndislyfjum. Einnig hefur verið sýnt fram á að SAMe hefur gjarnan jákvæð áhrif á mígreni.
SAMe fyrir liðamót og bandvef
SAMe er nauðsynlegt til að endurbyggja bandvef og til að búa til brjósk. Skortur á SAMe í liðamótavef getur tengst minnkun á mýkt og höggdeyfandi eiginleikum bandvefs. Rannsóknir á SAMe hafa sýnt að fólk með slitgigt sem fékk 1200 mg. af SAMe byrjaði að mynda brjósk á ný sem var staðfest með segulsneiðmyndun. Minni skammtastærðir eru einnig áhrifaríkir til að meðhöndla slitgigt og er meðalskammtur í kringum 400mg. á dag (sjá skammtaleiðbeiningar fyrir neðan)
Fjöldi rannsókna gefa til kynna að SAMe getur dregið úr sársauka, stífleika og bólgum sem orsakast af sliti í liðamótum, auk þess sem það getur aukið hreyfaleika í ákveðnum liðamótum. Þegar SAMe hefur verið borið saman við algeng gigtarlyf (NSAIDs) eins og íbúfen og Naproxen hefur það virkað jafnvel og þau við að minnka sársauka og bólgur á 3 mánaða tímabili, og þá án aukaverkana sem eru algeng fyrir gigtarlyf, eins og t.d. magaskemmdir.
Vefjagigt
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að SAMe virkar vel gegn þreytu, bólgum og sársauka sem fylgir vefjagigt. Sjúklingar hafa tilkynnt umtalsverða betrumbót við að taka 400 til 800mg. á dag af SAMe , sem sýnir sig sem meðal annars sem bættur svefn, minni þreytu, færri sársaukapunkta og aum svæði auk betri skap.
Stuðningur við lifrarstarfsemi
Fyrir utan nýrnahetturnar og heilaköngulinn þá inniheldur lifrin stærstu birgðirnar af SAMe af öllum líffærum. Skortur á SAMe getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir eðlilega lifrarstarfsemi. Lifrinn treystir á SAMe til að endurnýja sig, afeitra, framleiðslu á galli, metýlun og til að framleiða glutathione, sem er hið náttúrulegi andoxunarefni lifrarinnar. SAMe hjálpar lifrinni að hlutleysa eiturefni, stakeindir og krabbameinsvaldandi efni. Metýlun efnhvörf sem verða fyrir tilstilli SAMe gera líkamanum kleyft að afeitra sig og vernda lifrina. Bæting á virkni lifrarinnar, sem sést með minnkun á lifrarensímum í blóðprófum, sýnir hæfni SAMe að endurbyggja lifur og bæta andoxunarkerfi hennar.
Vegna jákvæðar virkni SAMe á lifur má vera að það geti einnig hjálpað við að skilja út ýmis lyf út úr líkamanum. Á svipaðan máta hefur verið sýnt fram á að SAMe verndar lifrina og líkamann fyrir of miklu magni og ójafnvægi á estrógeni, ástand sem er ekki óalgengt í hormónameðferðum, notkun á pillunni og fyrirtíðarspennu. Einnig er hægt að nota SAMe til að vinna á móti þunglyndi sem stafar af interferon, lyfi sem notað er til að meðhöndla lifrabólgu C. Á meðan þunglyndislyf valda auknu álagi á lifur þá er SAMe ekki eitrað og sem bónus getur hjálpað lifrinni að afeitra sig.
Í heildina er hægt að segja að SAMe sé eitt besta fæðubótaefnið fyrir starfsemi lifur vegna þess hvernig það styður uppbyggingu og virkni lifrar á fjölbreyttan máta.
Hvernig á að taka SAMe?
Best er að taka SAMe á tóman maga, og þá ekki minna en eina klukkustund fyrir eða eftir mat. Gott er að byrja á 200mg. á dag og fylgjast með breytingum. Ef árangur næst ekki á nokkrum dögum þá er hægt að auka skammtinn í þrepum á um ca. 5 daga fresti þangað til að hámarksskammt er náð, 800mg. á dag. Algengt er að 400mg. sé nægjanlega stór skammtur. Þó svo að fólk finnur oft jákvæðar breytingar á innan við viku eftir að byrja taka SAMe inn þá getur tekið allt að 4 vikur að finna breytingar. Þar sem SAMe er óstöðugt við hátt hitastig þá er best að geyma það í ísskáp ef mögulegt. Best er að nota töflur sem eru sýruhjúpaðar til að tryggja stöðuleika SAMe, hámarka uppsog og til að forðast ógleði og meltingartruflanir. Ef þú verður var við þessar aukaverkanir þá er hægt að minnka skammtastærðina eða taka SAMe með mat sem leiðréttir yfirleitt þetta vandamál, en hafa skal í huga að taka SAMe samhliða mat getur truflað hversu vel það virkar.
Í það heila þá ætti SAMe að virka betur með langtímanotkun. Það er öruggt að nota það í meðgöngu og með barn á brjósti. Þar sem SAMe dregur úr þunglyndi þá getur það ýtt fólki með bipolar geðsjúkdóminn út í oflætisfasann (manic phase). Þó svo að heimildir greina ekki frá því þá er möguleiki á að stórir skammtar af SAMe valdið kvíða, jafnvel hjá einstaklingum sem eru ekki með bipolar. Ef þetta gerist við lága skammta á að hætta notkun á fæðubótaefninu. Það eru engar skráðar milliverkanir á öðrum lyfjum eða fæðubótaefnum.
Hjálparþættir
Til að koma í veg fyrir að SAMe breytist í miklu magni í homocysteine, sem er þekkt fyrir að auka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þá ættir þú að taka aukalega inn hjálparþætti SAMe sem eru vítamín B6 (50mg.), B12 (1000µg.) og fólínsýru (800µg.) til að auka myndun á forvera SAMe, amínósýrunni meþíónin. Auðveldast er að gera þetta með því að taka inn fjölvítamín, helst með mat og það þarf ekki að taka fjölvítamínið samhliða SAMe.
Tegundir af SAMe
SAMe kemur í tveimur formum, tosylate og svo nýrra, stöðugra formið sem heitir butanedisulfonate. Bæði formin eru tiltölulega stöðug.
Niðurstaða
Notkun á SAMe er örugg og árangursrík leið til að meðhöndla fjölda ástanda, eins og þunglyndi, slitgigt og lifrarvandamál. Þar sem fólk er misjafnt má búast við mismunandi árangri milli manna.
Heimildir
SAMe: A Supplement for the 21st Century
Þunglyndi:
Baldessarini RJ, Neuropharmacology of S-adenosyl-L-methionine. Am J Med 83 (Suppl. 5A), 95-103, 1987
Reynolds E, Carney M, and 2. Toone B, Methylation and mood. Lancet ii, 196-199, 1983.
Bottiglieri T, Laundry M, Martin R, et al., S-adenosylmethionine influences monoamine metabolism. Lancet ii, 224, 1984.
Janicak PG, et al., Parenteral S-adenosylmethionine in depression: A literature review and preliminary report. Psychopharmacology Bulletin 25, 238-241, 1989.
Bell, K.M. ,et al S-adenosylmethionine treatment of depression: A clinical trial. Am J Psychiatry 1988,145:110-14
De Vanna M and Rigamonti R, Oral S-adenosyl-L-methionine in depression. Curr Ther Res 52, 478-485, 1992.
Carney MWP, Toone BK, and Reynolds EH, S-adenosylmethionine and affective disorder. Am J Med 83 Suppl. 5A), 104-106, 1987.
Salmaggi P, et al., Double-blind, placebo-controlled study of S-adenosyl-L-methionine in depressed postmenopausal women. Psychother Psychosom 59, 34-40, 1993.
Kagan FL, et al. Oral S-adenosylmethionine in depression: A randomized, double-blind placebo-controlled trial. Am J Psychiatry 147, 591-595, 1990.
Russo A, et al., Efficacy of S-adenosyl-L-methionine in relieving psychological distress associated with detoxification in opiate abusers. Curr Ther Res 55, 905-013, 1994.
Slitgigt:
Solomon L, Drug induced arthropathy and necrosis of the femoral head. J Bone Joint Surg 55B, 246-251, 1973.
Konig H, et al., Magnetic resonance tomography of finger polyarthritis: Morphology and cartilage signals after ademethionine therapy. Aktuelle Radiol 5, 36-40, 1995.
Glorioso S, et al., Double-blind multicenter study of the activity of S-adenosylmethionine in hip and knee osteoarthritis. Int J Clin Pharmacol Res 5, 39-49, 1985.
Marcolongo R, et al., Double-blind multicentre study of the activity of S-adenosyl-methionine in hip and knee osteoarthritis. Curr Ther Res 37, 82-94, 1985.
Domljan Z, et al., A double-blind trial of ademethionine vs naproxen in activated gonarthrosis. Int J. Clin Pharmacol Ther Toxicol 27, 329-333, 1989.
Muller-Fassbender H, Double-blind clinical trial of S-adenosylmethionine versus ibuprofen in the treatment of osteoarthritis. Am J Med 83 (Suppl. 5A), 81-83, 1987
Berger R and Nowak H, A new medical approach to the treatment of osteoarthritis: Report of an open phase IV study with ademethionine (Gumbaral). Am J Med 83 (Suppl. 5A), 84-88, 1987.
Vefjagigt:
Jacobsen S, et al., Oral S-adenosylmethionine in primary fibromyalgia: Double-blind clinical evaluation. Scand J Rheumatol 20, 294-302, 1991.
Tavoni A, et al., Evaluation of S-adenosylmethionine in primary fibromyalgia: A double-blind crossover study. Am J Med 83 (Suppl. 5A), 107-110, 1987.
Pascale RM, et al., Chemoprevention of rat liver carcinogenesis by S-adenosyl-L-methionine: A long-term study. Cancer Res 52, 4979-4986, 1992. Scandinavian J. of (Gastroenterology 24, 407, 1989.)
Lifur:
Mazzanti R, et al., On the antisteatosic effects of S-adenosyl-L-methionine in various chronic liver diseases: A multicenter study. Curr Ther Res 25, 25-32, 1979.
Frezza M, et al., Oral S-adenosylmethionine in the symptomatic treatment of intrahepatic cholestasis: A double-blind, placebo-controlled study. Gastroenterology 99, 211-215, 1990.
Di Benedetto P, Iona LG and Zidarich V, Clinical evaluation of S-adenosyl-L-methionine versus transcutaneous nerve stimulation in primary fibromyalgia. Curr Ther Res 53, 222-229, 1993.
Total glutathione before and after 6 months treatment with 1,200 mg oral SAMe. (Scand. J. Gastroent 24:407, 1989)
Bombarbieri G, Milani A, Bernardi L and Rossi L, Effects of S-adenosyl-L-methionine (SAMe) in the treatment of Gilbert’s syndrome. Curr Ther Res 37, 580-585, 1985.
Angelico M, et al., Oral S-adenosyl-L-methionine (SAMe) administration enhances bile salt conjugation with taurine in patients with liver cirrhosis. Scand J Clin Lab Invest 54, 459-464, 1994.