10 ástæður til að segja nei við genabreyttum mat

Grein þýdd frá www.gmwatch.com

Nú þegar matarverð fer hríðhækkandi, ekki bara hjá okkur heldur einnig hjá hinum hungruðu og fátæku í vanþróuðu ríkjunum þá er enn og aftur verið að ýta áfram genabreyttum mat sem lausn á að fæða heiminn.

En áður en þú fagnar genabreyttum mat þá ættir þú að lesa eftirfarandi 10 ástæður afhverju þú ættir að segja nei við genabreyttum mat og afhverju hann ætti að vera bannaður.

1. Genabreyttur matur mun ekki leysa fæðuskorts vandamál heimsins

Skýrsla frá 2008 komst að því að aukin framleiðsla á lífeldsneyti væri ein stærsta orsökin fyrir hækkandi matvælaverði. [1] Monsanto, fyrirtæki sem er leiðandi í genabreyttum matvælum, hefur farið mikið fyrir í að tala fyrir lífeldsneyti (uppskera sem notuð er í eldsneyti frekar en að nota það sem matvæli) og á sama tíma og það hagnast gríðarlega á matvælakrísunni þá notar fyrirtækið það sem markaðssetningartækifæri fyrir genabreyttan mat.

“Ástandið með veðurfarsbreytingar var notað til að ýta undir notkun á lífeldsneytum, sem stuðlaði að matvælaskorti og núna er matvælaskorturinn notaður til að auka hagnaðinn hjá genaiðnaðinum.” – Daniel Howden, fréttaritari hjá The Independent. [2]

“Bölsýnismaðurinn í mér segir að þeir eru einungis að nota núverandi matvælaskort og eldsneytisvandamálið sem stökkbretti til að ýta genabreytingum aftur að almenningi. Ég skil vel afhverju þau eru að gera þetta, en hættan er að ef þau eru að fullyrða að genabreyttur landbúnaður mun leysa vandamálin vegna þurrka og að fæða heiminn þá er það hreint og beint kjaftæði.” – Prófessor Denis Murphy, yfirmaður líftæknideildarinnar við háskólann í Glamorgan, Wales [3].

2. Genabreyttur landbúnaður eykur ekki uppskeru

Genabreyttur landbúnaður hefur ekki aukið uppskeru af neinni tegund þrátt fyrir loforð um annað. [4] Sannleikurinn er sá að rannsóknir hafa sýnt að uppskerunýtni mest ræktaða genabreytta matvælisins, genabreytts soja, hefur minnkað [5].

Í skýrslu þar sem greindar voru ritrýndar rannsóknir sem spönnuðu yfir tvo áratugi á nýtni á helstu genabreyttu uppskerunum, soja og maís, sýndi að þrátt fyrir 20 ára rannsóknir og 13 ára notkun á genabreyttum ræktunaraðferðum þá hafði genatæknin ekki náð að auka uppskeru svo miklu nemur. Höfundurinn, fyrrum sérfræðingur á sviði líftækni hjá Umhverfismálastofnun Bandaríkjanna og einnig Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, Dr. Gurian-Sherman komst að eftirfarandi niðurstöðu “Hefðbundin ræktun virkar mun betur genatísk ræktun.” [6]

“Við skulum hafa þetta á hreinu. Hingað til [árið 2008], þá er engin genatísk ræktun sem hefur aukið nýtni. Á sama máta er engin genabreytt uppskera á markaðnum sem breytt til að standast þurrka, minnka áburðarmengun eða fara betur með jarðveginn. Ekki ein.” Dr. Doug Gurian-Sherman [7]

3. Genabreytt ræktun eykur notkun á skordýraeitri

Opinberar tölur frá Bandaríkjunum sýna að í Bandaríkjunum þá hefur genabreytt ræktun aukið notkun í það heila á skordýraeitri í samanburði við hefðbundna ræktun. [8]

“Loforðið var að þú ættir að nota minna af eiturefnum og fá meir nýtni. En ekkert af þessu hefur orðið að raunveruleika.” – Bill Christison, forseti US National Family Farm Coalition [9]

4. Það eru til betri leiðir að fæða heiminn

Umfangsmikil skýrsla sem unnin var af 400 vísindamönnum og stutt af 58 löndum komst að þeirri niðurstöðu að genabreytt ræktun hefur lítið að bjóða fyrir landbúnað á heimsvísu og sem lausn á fátækt, hungursneiðum og veðurfarsbreytingum þar sem betri lausnir eru til. Skýrslan leit sérstaklega til “agroecological “ landbúnaðar sem álitlegan kost fyrir vanþróuðu löndin. [10]

5. Aðrar ræktunaraðferðir hafa reynst betur

“Integrated pest management” og aðrar innovative low-input eða lífrænar leiðir til að sporna við pestum og auka uppskeru hafa sannað sig að virka vel, sérstaklega í vanþróuðu löndunum. [11] Áætlað er að aðrar ræktunaraðferðir fyrir plöntur, eins og “marker assisted selection” aðferðin geti aukið framleiðslugetu í landbúnaði á heimsvísu betur og með meira öryggi en genabreytt ræktun. [12][13]

6. Genabreyttur matur hefur ekki sýnt sig að vera öruggur til neyslu

Genabreyting er gróf og ónákvæm leið til að bæta framandi genaefni (t.d. frá vírusum eða bakteríum) í uppskerur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Genabreytt matvæli hafa ekki gengið í gegnum ýtarlegar rannsóknir og engar langtíma öryggisrannsóknir, en rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á neikvæð áhrif á heilsu sem ber að hafa áhyggjur af. Einungis ein rannsókn hefur verið birt þar sem skoðað var áhrif neyslu á genabreyttum mat á mannfólki. [16] Þar kom í ljós óvæn áhrif á bakteríur í meltingarvegi, en þessi áhrif hafa ekki verið skoðuð frekar. Því er haldið fram að Bandaríkjamenn hafi borðað genabreyttan mat í fjölda ára án vandræða. En þessi matvæli eru ekki sérstaklega merkt og það er engin að fylgjast með mögulegum afleiðingum þeirra. Í tilfelli t.d. transfitusýra þá tók áratugi að átta sig á að þær hefðu valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla. [17]

“Við stöndum frammi fyrir öflugustu tækni sem heimurinn hefur nokkurn tímann þekkt og án þess að hugsa um afleiðingarnar þá erum við strax farin nýta okkur hana.” – Dr. Suzanne Wuerthele, eiturefnafræðingur hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna.

7. Falin genabreytt fæða í dýrafóðri – án samþykkis neytanda

Kjöt, egg og mjólkurafurðir frá dýrum sem eru alin upp á þeim milljónum tonna af genabreyttu dýrafóðri sem flutt er til Evrópu þarf ekki merkja sérstaklega. Sumar rannsóknir hafa sýnt, öfugt við staðhæfingar genaiðnaðarins, að dýr sem eru alin upp á genabreyttu fóðri eru frábrugðin þeim sem eru alin upp á hefðbundnu fóðri. [18] Aðrar rannsóknir hafa sýnt að ef genabreyttu fóðri er gefið dýrum þá getur genabreytt efni verið til staðar í lokaafurðunum [19] og að það getur einnig haft áhrif á heilbrigði dýranna. [20] Þannig að falið genabreytt fæði getur haft áhrif á heilbrigði neytenda.

8. Langtímaáhrif af genabreyttum landbúnaði hefur haft slæm efnahagsleg áhrif á bændur

Skýrsla frá 2009 hefur sýnt að verð á genabreyttum fræjum í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega í samanburði við ógenabreytt og lífræn fræ, sem minnkar innkomu bónda í genabreyttum landbúnaði. Í niðurlagi skýrslunnar er sagt “Á þessum tíma er gríðarlegt missamræmi milli oftan dramblátu orðagjálfri frá þeim sem lofa líftækniiðnaðinn sem hina sönnu leið að fæðuöryggi á heimsvísu og þess sem er raunverulega er að gerast á búgörðum í Bandaríkjunum sem hafa stundað genabreyttan landbúnað og þurfa núna að horfast í augu við afleiðingarnar.” [21]

9. Genabreytt og hefðbundin ræktun eiga ekki samleið

Mengun af genabreyttu erfðaefni yfir í hefðbundna og lífræna ræktun fer vaxandi. Ósamþykkt genabreytt hrísgrjón sem var einungis ræktað í eitt ár í tilraunaskyni olli umtalsverði mengun á hrísgrjóna- og fræbirgðum í Bandaríkjunum. [22] Í Kanada hefur lífræni repjuolíuiðnaðurinn verið eyðilagður sökum mengunar frá genabreyttri repjurækt. [23] Ein rannsókn komst að því að genabreyttur maís “hafi valdi verulegri minnkun á lífrænni ræktun á þessu korni og að samlífi þeirra væri nánast ógerlegt.” [24]

Sá tími er kominn að það þarf að velja á milli hvort ræktun í heiminum skuli vera hefðbundin eða genabreytt.

“Ef einstaklingar fá leyfi til að rækta, selja og neyta genabreyttra matvæla þá mun ekki líða á löngu þangað til að engin getur valið mat, eða lífsvæði, sem er laus við genabreytingar. Þetta er einstefnu ákvörðun, eins og þegar ákveðið var að setja kanínur til Ástralíu, þegar sú ákvörðun hefur verið tekin er ekki hægt að draga hana til baka.” – Roger Levett, sérfræðingur í sustainable development [25]

10. Við getum ekki treyst genaiðnaðinum

Stóru líftæknifyrirtækin sem halda uppi áróðri fyrir genabreyttum mat hafa hræðilegan feril sem samanstendur af eiturefnamengunum og blekkingum. [26] Genatæknin er álitleg fyrir þau þar sem þau geta fengið einkaleyfi sem færir þeim einokunarstjórn yfir matarbirgðum heimsins. Þau hafa ofsótt og hrellt bændur fyrir “glæpinn” að safna fræjum eða “stela” genum sem eru bundin einkaleyfi, jafnvel þótt að þessi gen hafi komist á jörð bóndans með mengun eða skordýrum. [27]

“Það er verið að lögsækja bændur fyrir að hafa genabreytt korn á jörðinni sinni sem þeir keyptu ekki, vilja ekki, munu ekki nota og geta ekki selt.” – Tom Wiley, bóndi frá Norður Dakota. [28]

Heimildir

10 Reasons to Avoid Genetically Modified Foods

 

1. A Note on Rising Food Prices. Donald Mitchell, World Bank report, 2008.http://image.guardian.co.uk/sys-files/Environment/documents/2008/07/10/Biofuels.PDF

2. Hope for Africa lies in political reforms. Daniel Howden, The Independent, 8 September 2008,http://www.independent.co.uk:80/opinion/commentators/daniel-howden-hope-for-africa-lies-in-political-reforms-922487.html

3. GM: it’s safe, but it’s not a saviour. Rob Lyons, Spiked Online, 7 July 2008, http://www.spiked-online.com/index.php?/site/article/5438/

4. The adoption of bioengineered crops. Jorge Fernandez-Cornejo and William D. McBride, US Department of Agriculture Report, May 2002, http://www.ers.usda.gov/publications/aer810/aer810.pdf

5. Glyphosate-resistant soyabean cultivar yields compared with sister lines. Elmore, R.W. et al., Agronomy Journal, Vol. 93, No. 2, 2001, pp. 408–412

6. Failure to Yield: Evaluating the Performance of Genetically Engineered Crops. Doug Gurian-Sherman, Union of Concerned Scientists, 2009, http://tiny.cc/eqZST

7. Genetic engineering — a crop of hyperbole. Doug Gurian-Sherman, The San Diego Union Tribune, 18 June 2008, http://www.signonsandiego.com/uniontrib/20080618/news_lz1e18gurian.html

8. Impacts of Genetically Engineered Crops on Pesticide Use: The First Thirteen Years. Charles Benbrook, Ph.D., The Organic Center, November 2009, http://www.organic-center.org/science.pest.php?action=view&report_id=159

9. Family Farmers Warn of Dangers of Genetically Engineered Crops. Bill Christison, In Motion magazine, 29 July 1998, http://www.inmotionmagazine.com/genet1.html

10. International Assessment of Agricultural Knowledge, Science and Technology for Development: Global Summary for Decision Makers (IAASTD). Beintema, N. et al., 2008,http://www.agassessment.org/index.cfm?Page=IAASTD%20Reports&ItemID=2713

11. International Assessment of Agricultural Knowledge, Science and Technology for Development: Global Summary for Decision Makers (IAASTD). Beintema, N. et al., 2008,http://www.agassessment.org/index.cfm?Page=IAASTD%20Reports&ItemID=2713

12. Marker-assisted selection: an approach for precision plant breeding in the twenty-first century. Collard, B.C.Y. and D.J. Mackill, Phil. Trans. R. Soc. B, Vol. 363, 2008, pp. 557-572, 2008

13. Breeding for abiotic stresses for sustainable agriculture. Witcombe J.R. et al., Phil. Trans. R. Soc. B, 2008, Vol. 363, pp. 703-716

14. Gene mapping the friendly face of GM technology. Professor John Snape, Farmers Weekly, 1 March 2002, p. 54

15. Here is a small selection of such papers: Fine structural analysis of pancreatic acinar cell nuclei from mice fed on GM soybean. Malatesta, M. et al., Eur. J. Histochem., Vol. 47, 2003, pp. 385–388; Ultrastructural morphometrical and immunocytochemical analyses of hepatocyte nuclei from mice fed on genetically modified soybean. Malatesta, M. et al., Cell Struct Funct., Vol. 27, 2002, pp. 173-180; Ultrastructural analysis of testes from mice fed on genetically modified soybean. Vecchio L. et al., Eur. J. Histochem., Vol. 48, pp. 448-454, 2004; A long-term study on female mice fed on a genetically modified soybean: effects on liver ageing. Malatesta M. et al., Histochem Cell Biol., Vol. 130, 2008, pp. 967-977; Effects of diets containing genetically modified potatoes expressing Galanthus nivalis lectin on rat small intestine. Ewen S.W. and A. Pusztai, The Lancet, Vol. 354, 1999, pp. 1353–1354; New Analysis of a Rat Feeding Study with a Genetically Modified Maize Reveals Signs of Hepatorenal Toxicity. Séralini, G.-E. et al., Arch. Environ. Contam. Toxicol., Vol. 52, 2007, pp. 596-602.

16. Assessing the survival of transgenic plant DNA in the human gastrointestinal tract. Netherwood T. et al., Nature Biotechnology, Vol. 22, 2004, pp. 204–209.

17. Trans Fats: The story behind the label. Paula Hartman Cohen, Harvard Public Health Review, 2006,http://www.hsph.harvard.edu/review/rvw_spring06/rvwspr06_transfats.html

18. Report on animals exposed to GM ingredients in animal feed. Professor Jack A. Heinemann, PhD. Prepared for the Commerce Commission of New Zealand, 24 July 2009, http://bit.ly/4HcJuJ

19. Detection of Transgenic and Endogenous Plant DNA in Digesta and Tissues of Sheep and Pigs Fed Roundup Ready Canola Meal. Sharma, R. et al., J. Agric. Food Chem., Vol. 54, No. 5, 2006, pp. 1699–1709; Assessing the transfer of genetically modified DNA from feed to animal tissues. Mazza, R. et al., Transgenic Res., Vol. 14, No. 5, 2005, pp. 775–784; Detection of genetically modified DNA sequences in milk from the Italian market. Agodi, A., et al., Int. J. Hyg. Environ. Health, Vol. 209, 2006, pp. 81–88

20. Report on animals exposed to GM ingredients in animal feed. Professor Jack A. Heinemann, PhD. Prepared for the Commerce Commission of New Zealand, 24 July 2009, http://bit.ly/4HcJuJ

21. The Magnitude and Impacts of the Biotech and Organic Seed Price Premium. Dr Charles Benbrook, The Organic Center, December 2009, http://www.organic-center.org/reportfiles/Seeds_Final_11-30-09.pdf

22. Risky business: Economic and regulatory impacts from the unintended release of genetically engineered rice varieties into the rice merchandising system of the US. Blue, Dr E. Neal, report for Greenpeace, 2007, http://www.greenpeace.org/raw/content/international/press/reports/risky-business.pdf

23. Seeds of doubt: North American farmers’ experience of GM crops. Soil Association, 2002,http://www.soilassociation.org/seedsofdoubt

24. Coexistence of plants and coexistence of farmers: Is an individual choice possible? Binimelis, R., Journal of Agricultural and Environmental Ethics, Vol. 21, No. 2, April 2008

25. Choice: Less can be more. Roger Levett, Food Ethics magazine, Vol. 3, No. 3, Autumn 2008, p. 11,http://www.foodethicscouncil.org/node/384

26. See, for example, Marie-Monique Robin’s documentary film, Le Monde Selon Monsanto (The World According to Monsanto), ARTE, 2008; and the website of the NGO, Coalition Against Bayer-Dangers,www.cbgnetwork.org

27. GM company Monsanto has launched many such lawsuits against farmers. A famous example is the case of the Canadian farmer Percy Schmeiser. Just one article on this case is “GM firm sues Canadian farmer”, BBC News Online, 6 June 2000, http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/779265.stm

28. Monsanto ”Seed Police” Scrutinize Farmers. Stephen Leahy, InterPress Service, 15 January 2004,http://www.commondreams.org/headlines05/0115-04.h