5 gjörðir sem auka hamingju þína

Grein þýdd og stytt frá www.msnbc.msn.com

Menn hafa löngum deilt um hvort hamingja sé ákvörðuð af genum, heilbrigði eða öðrum þáttum sem eru utan okkar stjórnar, en nýleg rannsókn sýnir að fólk getur stjórnað og aukið eigin hamingju með ákveðnum aðgerðum.

Sonja Lyubomirsky, sálfræðingur frá Háskólanum í Riverside, Kaliforníu fór yfir 51 rannsókn ásamt samstarfólki þar sem reynt var að auka hamingju með jákvæðum hugsunum. Niðurstaðan var sú að jákvætt viðhorf getur haft veruleg áhrif á vellíðan. Niðurstöðurnar voru birtar í Journal of Clinical Psychology.

Eftirfarandi eru 5 hlutir sem samkvæmt rannsóknum hafa sannað sig að geta aukið hamingju.

  1. Vertu þakklát(ur). Í nokkrum rannsóknum voru þáttakendur beðnir um að skrifa bréf þar sem þeir tjáðu fólki þakklæti sitt sem hafði hjálpað því á einhvern máta. Rannsóknirnar sýndu að þetta fólk upplifði aukna hamingju sem varði í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði eftir skriftirnar. Það sem kemur jafnvel meira á óvart er að ekki var nauðsynlegt að senda viðkomandi bréfið, það nægði að skrifa það.
  2. Vertu bjartsýn(n). Önnur gjörð sem virðist auka hamingju er jákvæð hugsun. Rannsóknarviðfangsefni voru beðin um að ímynda sér hina fullkomnu framtíð, t.d. samband með ástkærum og skilningsríkum maka eða draumavinnuna og síðan áttu þau að skrifa sýn sína í dagbók. Eftir að gera þetta í fáar vikur skýrðu þáttakendur frá aukinni vellíðan.
  3. Vertu þakklát(ur) fyrir góða hluti. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hefur það að vana að skrifa niður 3 góða hluti sem hefur hent það í hverri viku upplifir aukningu á gleði. Svo virðist að gjörðin að einbeita sér að hinum jákvæðu hliðum hjálpar fólki að muna eftir ástæðum til að gleðjast.
  4. Notaðu styrk þinn. Önnur rannsókn bað fólk að gera sér grein fyrir styrk sínum og reyna síðan að nota þennan styrk á nýja máta. Sem dæmi gæti einhver sem segist hafa góða kímnigáfu gæti sagt brandara til að lífga upp á viðskiptafund eða gleðja vin sem er dapur. Þessi ávani virðist eins og hinir auka hamingju
  5. Gerðu góðverk. Með því að gera öðrum góðverk gerir þú sjálfum þér gott. Fólk sem gefur hluta af tíma sínum eða peningum til góðgerðamála, eða hjálpar fólki sem þarfnast hjálpar eykur eigin hamingju.

Heimildir:

5 things that will make you happierwww.msnbc.msn.com