Rannsókn á genabreyttum maís hringir aðvörunarbjöllum

Grein þýdd og stytt frá www.nutraingredients-usa.com

Franskir rannsakendur frá GRIIGEN (Committee for Independent Research and Genetic Engineering) sem staðsettir eru í háskólanum í Caen tilkynntu niðurstöður sínar á 90 daga tilraun þar sem rottur urðu fyrir lifra- og nýrnaeitrunum, sem og breytingar urðu á þyngingu milli kynja eftir að borða genabreyttan maís MON863.

MON863 maísin er genabreyttur til að framleiða Bt-eitur sem gerir plöntunni kleift að gefa frá sér skordýraeitur gegn rótarormi.
Rannsóknin var styrkt af Greenpeace í Þýskalandi og birt í fræðitímaritinu Archives of Environmental Contamination and Toxicology.

Vísindamennirnir gagnrýndu einnig þær aðferðir sem Monsanto notaði í upphafi til að sýna fram á öryggi maísins og að það væri ekki eitrað.

Monsanto hefur ekki brugðist við þessum ásökunum með öðrum hætti en að með eftirfarandi yfirlýsingu “... að það sé yfirgnæfandi álit sérfræðinga að MON863 er öruggt til mann- og dýraeldis”
En álit þessara sérfræðinga var byggt á þeim gögnum sem Monsanto lagði fram til að fá maísinn samþykktan til mann- og dýraeldis í m.a. Ástralíu, Kanada, Kína, EU, Japan, Mexíkó, Nýja sjálandi, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Og þessi gögn standast ekki stranga skoðun, þar sem vafi er á tölfræðilegum aðferðum sem notaðar voru, spurningar af hverju nægilegar greiningar voru ekki framkvæmdar á þyngd tilraunadýra og af hverju mikilvæg gögn frá þvagprufum virðist hafa verið haldið undan frá lokaútgáfu af Monsanto.

Þrýstihópar í Nýja sjálandi hafa þegar farið fram á að maísinn verði tekinn af markaði og aðferðir verði endurskoðaðar hvernig genabreytt matvæli eru samþykkt.

Heimild:

Rise and shine: the GM wake-up call