Grein þýdd frá www.independent.co.uk
Lyfjafyrirtækin voru sökuð um það í dag í að blekkja almenning með því að ýkja gagnsemi lyfja sem hafa lítið nýtt upp á bjóða og á sama tíma gera lítið úr aukaverkunum þeirra. Niðurstaða nýrrar rannsóknar eru sú að áætlað sé 85% af nýjum lyfjum bjóði upp á fá ef einhverjar bætur við eldri lyf, en á sama tíma geta valdið alvarlegum skaða sökum eitrunar eða misnotkunar.
Höfundur rannsóknarinnar, prófessor Donald Light, gagnrýndi lyfjafyrirtæki fyrir að blekkja almenning og nýta sér vanþekkingu hans á lyfjum. “Lyfjafyrirtæki eiga það til að fela eða gera lítið úr alvarlegum aukaverkunum nýrra lyfja og á sama tíma ýkja kosti þess” segir Donald, sem er prófessor við heilsustefnumál við University of Medicine and Dentistry í New Jersey, USA.
“Síðan eyða þau tvisvar til þrisvar sinnum meira í að markaðsetja lyfin heldur en í rannsóknir á þeim til að sannfæra lækna um að ávísa þessum sömu lyfjum. Læknar eru að fá rangar upplýsingar sem leiðir til þess að sjúklingar eru ekki að fá réttar upplýsingar varðandi áhættur af þessum nýju lyfjum.”
Hann segir að lyfjafyrirtækin eigi fyrirtækin sem sjá um lyfjarannsóknir og á þann máta geta þau löglega falið niðurstöður um áhættur eða skort á virkni lyfja. Einnig hjálpar til að ný lyf þurfa ekki að sýna fram á mikla virkni til að lyfjafyrirtækin fái þau samþykkt.
Prófessor Light kynnti rannsókn sína “Pharmaceuticals: A Two-Tier Market for Producing 'Lemons' and Serious Harm” í dag við árlega ráðstefnu samtaka félagsfræðinga í Bandaríkjunum í Atlanta. Rannsóknin byggir á gögnum sem eru safnað saman frá sjálfstæðum rannsóknaraðilum.
Í rannsókninni, og í bók sinni “The Risk of Prescription Drugs”, segir prófessor Light frá því hvernig lyfjafyrirtæki markaðsetja lyf sín þrátt fyrir vafasamar aukaverkanir og litla virkni. Blekkingin byrjar á því að lyfjafyrirtækin setja upp rannsóknir sem eru sniðnar að því að lágmarka niðurstöður um skaðsemi og í kjölfarið eru rannsóknarniðurstöður birtar sem leggja áherslu á kosti lyfsins. Á þessum niðurstöðum byggja lyfjafyrirtækin síðan stórtækar markaðsherferðir til að selja lyfið.
Leiðandi læknar eru síðan ráðnir til að reyna lyfin gegn öðrum sjúkdómum en lyfið hefur fengið samþykki fyrir, það sem kallast “off-label” notkun, og mæla með lyfinu fyrir ósamþykktum ástöndum. Síðan þegar sjúklingar kvarta yfir aukaverkunum hafa rannsóknir sýnt að læknar eru líklegir til að gera lítið úr þeim eða hunsa þær samkvæmt niðurstöðum rannsókna.
Ein leið sem lyfjafyrirtækin nota til að fá lyf sín samþykkt, samkvæmt prófessor Light, er að þau kaffæra stofnanir sem veita lyfjaleyfi með ógrynni af ófullgerðum, pörtum af og ófullnægjandi klínískum rannsóknum. Ein rannsókn af 111 lyfjaumsóknum sýndi að 42% þeirra skorti niðurstöður frá viðeigandi slembirannsóknum, 40% innihéldu rannsóknarvillur á skammtastærðum, 39% þeirra skorti sönnunargögn eru sýndu fram á virkni lyfs og 49% þeirra reistu áhyggjur á alvarlegum aukaverkunum.
Lyfjafyrirtækin stjórna hvernig lyfjarannsóknir eru framkvæmdar og hvaða rannsóknir fara til lyfjaeftirlitisins og hverjar eru birtar segir prófessor Light. “Niðurstaðan er sú að lyf fást samþykkt án þessu að nokkur veit raunverulega hversu áhrifarík ný lyf eru eða hversu hættuleg þau eru.” Hann heldur áfram og segir “Það þarf ekki nema nokkrar grundvallarbreytingar til að auka gæði lyfjarannsókna. Með því móti vitum við raunverulega kosti og galla nýrra lyfja og þannig myndum við auka hlutfall nýrra lyfja sem hafa sannarlega kosti fyrir neytendur”
Prófessor Light notar markaðsetningu kólesteróllyfja sem dæmi um hvernig lyfjafyrirtæki selja vöru sína. Klínískar rannsóknir og greinar sem voru skrifaðar af eða fyrir hönd lyfjafyrirtækjanna bjuggu til alheimsmarkað þar sem kólesteról er stjórnað með kólesterólslyfjum. Flókið samband hjartasjúkdóma, mettaðra fita og kólesteróls var einfaldað til að mynda setninguna “kólesteról drepur þig”.
Þrátt fyrir það hafa tvær stórar rannsóknir á kólesteróllyfjum sýnt að þessi lyf minnka ekki áhættuna á hjartaáföllum. Þvert á móti sýndu þær fram á aukna heilsufarsáhættu og dauða þrátt fyrir að lækka kólesteról. Ein stór greiningarannsókn (meta-analysis) þar sem niðurstöður fjölda rannsókna voru teknar saman komst að þeirri niðurstöðu að “kólesteróllyf lækka ekki dánartíðni af öllum orsökum”. Önnur rannsókn sem framleiðandi kólesteróllyfs leiddi var stöðvuð ótímabært til að aukaverkanir kæmu ekki fram í lokaniðurstöðum.
Geðrænir sjúkdómar og sykursýki er annað gott dæmi um þetta segir prófessor Light. SSRI þunglyndislyf [t.d. Prosac] urðu til dæmis mjög vinsæl þrátt fyrir að rannsóknir sýndu skýrt fram á að þau eru litlu betri en lyfleysa fyrir meginþorra sjúklinga.
Niðurstaða prófessor Light er sú að þessi markaðssetning á nýjum lyfjum er umfangsmikil, skaðsamleg fyrir almenning og veldur svo mörgum dauðsföllum að dauði af völdum bílslysa og stríða fölna í samaburði. Þessi nýju lyf bæta ekki líf sjúklinga en á sama tíma eru ábyrg fyrir 80% af öllum lyfjakostnaði.
Heimild
Þetta er áhugaverð grein sem tekur nokkra þá þætti sem er að lyfjaiðnaðinum og í kjölfarið heilbrigðiskerfinu í dag. Ég hef lesið þó nokkuð um þetta málefni eftir að fara á fyrirlestur hjá lækni fyrir nokkrum árum þar sem hann kappkostaði að segja frá kostum lækninga og drulla eins mikið og hann gat yfir óhefðbundnar lækningar. Vissulega eru kostir og gallar við allar stéttir en þetta var svo mikil afbökun á raunveruleikanum að ég byrjaði að safna gögnum og bókum um þetta málefni sem þessi grein fjallar um. Því miður er niðurstaða lesturs míns á þessu málefni að þessi grein má teljast fegruð mynd af ástandinu. Ég hef verið að dunda mér að taka þetta efni saman og búa til fyrirlestur úr honum og vonandi verður hann einhvern tímann tilbúinn.
Sem dæmi um hversu alvarlegt þetta ástand er þá eru hérna nokkrir punktar:
- Í september 2001 gáfu ritstjórar 12 stærstu læknafagtímaritanna út sameiginlega yfirlýsingu um hversu alvarleg markaðshyggja væri í rannsóknum og vöruðu við því að trúa rannsóknum án þess að fullvissa sig um hversu réttar niðurstaða þeirra væri.
- Árið 2003 var birt rannsókn í Journal of American Medical Association (JAMA) þar sem koma fram að ef lyfjafyrirtæki gerir sína eigin rannsókn þá er 530% meiri líkur á að niðurstaðan verði fyrirtækinu í hag heldur en ef rannsókn væri framkvæmd af hlutlausum aðila.
- Rannsóknir hafa sýnt að það eru miklir hagsmunaárekstar hjá nefndarmönnum í stofnunum sem samþykkja lyfjaumsóknir þar sem þeir fá oft borganir frá lyfjafyrirtækjum og niðurstöður rannsókna sýna fram á að því fleiri nefndarmenn eru á launum fyrirtækja því meiri líkur eru á að lyf fái samþykki.
- Mér finns alltaf gott dæmi um þetta að rannsókn á aukaverkunum á sætuefninu aspartam sýndi að 100% rannsókna sem lyfjafyrirtækið sem átti aspartam gerði sýndi fram á engar aukaverkanir af aspartam á meðan nálægt 100% rannsókna hlutlausra aðila á aspartam sýndi fram á aukaverkanir.
Á endanum erum það við, neytendur, sem borgum fyrir þetta allt saman með heilsu okkar og skattpeningum þar sem heilbrigðiskerfið er rekið að einhverju leyti á fölskum forsendum, hversu umfangsmikið sem það er.
Hér er ein rannsókn sem getur gefið okkur mögulega sýn á hversu umfangsmikið þetta vandamál er. Í læknafagtímaritinu JAMA var birt opinber rannsókn á iatrogenic dauðsföllum (dauðsfall sem hægt er að tengja beint við læknismeðhöndlun) árið 2000 sem sýndi að einungis í Bandaríkjunum deyja á bilinu 230 til 284 þúsund manns á ári vegna læknismeðhöndlunar. Þú ert líklega að hugsa núna “vá hvað þeir gera mörg mistök”, en sannleikurinn er sá að mistök (í uppskurðum eða lyfjaávísunum) er lítil tala í þessari rannsókn, lang stærsta talan er vegna dauðsfalla vegna lyfjanotkunar. Síðan hafa seinni rannsóknir sýnt að þessi tala hefur aukist umtalsvert. Önnur rannsókn sýndi að 700 þúsund manns þurfa að heimsækja bráðadeildina á ári hverju í Bandaríkjunum vegna aukaverkana af lyfjum. Aðrar rannsóknir hafa staðfest að stór prósenta heimsókna á bráðadeildir er sökum aukaverkana af lyfjum.
Maður náttúrulega spyr sjálfan sig hvernig kerfi er það sem ver ekki okkur almenning fyrir svona rotnu fyrirkomulagi. Það er ekki eins og þetta gerist bakvið tjöldin, það er margbúið að nappa lyfjafyrirtækin margsinnis fyrir öll þessi brot og gefa þeim sektir fyrir, sem er dropi í hafið fyrir þau miðað við þann gróða sem þau hafa af okkur fyrir að selja okkur lyf sem, samkvæmt ofansagðri rannsókn, gera lítið gagn annað en að ræna heilsu okkar og fjármuni ríkisins. Svo er heilbrigðisstarfsfólk og læknar hissa á því að almenningur er að missa trú á þeim!!