Efni í matarílátum trufla heilamyndun í börnum

Grein þýdd frá EurekAlert, með viðbótum frá Wikipedia

Komið hefur í ljós að efnið Bisphenol A (skammstafað BPA) sem er algengt efni notað í matarílátum, matardósum, mjólkurfernum, vatnsleiðslum og jafnvel í tannlæknaefnum truflar virkni estrógens í heila barna sem getur haft skaðsamleg áhrif. Rannsóknarteymi frá Cincinnati háskólanum hefur birt tvær greinar í desember 2005 hefti vísindatímaritisins Endocrinology þar sem sýnt er fram á skaðsemleg áhrif BPA í magni sem var svo lítið að það kom verulega á óvart.

BPA er notað í framleiðslu á plasti og er árleg framleiðsla um 2-3 milljón tonna. Grunsemdir hafa verið síðan 1930 að BPA sé hættulegt heilsu manna og hafa yfir 100 rannsóknir síðan 1997 sýnt fram á skaðleg áhrif þess í lágu magni. BPA líkist kvenhormóninu estrógen og sökum þess truflar hormónaframleiðslu manna. Rannsóknir hafa sýnt að BPA auki vöxt brjósta- og blöðruhálskrabbameins, auk þess sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á hættu fyrir fóstur. Matarílát sem innihalda plastefnið BPA leka efninu út í mat og drykki sem eru í snertingu við plastið. Estrógen er þekktast sem kvenhormón en það hefur auk þess mikilvægt hlutverk í myndun og þroska heila hjá strák- og stelpubörnum.

í þessari tilraun voru notaðar rottur og fylgst var með þeim frá því sem samsvarar seinasta þriðjungi meðgöngu og í eitt ár eftir fæðingu. Niðurstaðan var sú að BPA hafði skaðsamleg áhrif á heila "í magni sem kom verulega á óvart" sem var 0,23 hlutar af billjón (sem er milljón milljónir) og áhrifin komu fram á nokkrum mínútum. "þessi áhrif BPA við svona lága skammta er áhyggjuefni" segir doktor Belcher, sem stýrði rannsókninni. "þetta eru mikilvægar niðurstöður í ljósi þess hve BPA er algengt í umhverfi okkar í þessum lágu skömmtum".

í lok greinarinnar bendir doktor Belcher á að þrátt fyrir að yfir 100 rannsóknir hafa verið birtar í vísindatímaritum sem sýnt hafa fram á skaðsamleg áhrif BPA hefur kemíski iðnaðurinn og opinberar eftirlitsstofnanir staðið á móti því að banna BPA í plasti sem notað er fyrir matar- og drykkjarílát þrátt fyrir að það sé til plast sem inniheldur ekki BPA.

Heimildir:

Chemical used in food containers disrupts brain development. www.eurekalert.com

Endocrinology. 2005 Dec;146(12):5388-96

Wikipedia. Bisphenol A