Grein þýdd og stytt frá vefsíðunni sustainablog.org
Center for Health, Environment & Justice, samtök sem berjast á móti umhverfishættum vegna kemískra efna gáfu nýlega út skýrslu sem sýndi að sturtuhengi gerð eru úr plasti innihalda mörg varasöm efni. Meðal þessara efna eru rokgjörn lífræn efnasambönd, phtalates og organotins sem geta haft neikvæð áhrif á tauga-, öndunar og æxlunarkerfi líkamans.
“Ég get ekki talið hversu mörg sturtuhengi ég hef notað í gegnum tíðina, en þau eru mörg. Það gleður mig að geta sagt frá því að ég skipti fyrir nokkrum mánuðum í að nota sturtuhengi úr klæðaefnum eftir að hafa talað við vin minn John Laumer frá treehugger.com um möguleg langtíma áhrif af eiturefnum úr plaststurtuhengjum” segir Kyle Weatherholtz, höfundur greinarinnar. “Lyktin sem þú tengir yfirleitt við spennuna að hafa eignast nýjan hlut er í rauninni afgösun, ferli þar sem skaðsamleg eiturefni losna frá út í loftið. Það ætti ekki að vera gleðiefni þegar við finnum þessa “nýja hlut” lykt.
Hér eru nokkrar áhugaverðar niðurstöður frá rannsókninni:
- 108 mismunandi rokgjörn lífræn efnasambönd (RLE) losnuðu frá sturtuhengjunum út í loftið á 28 dögum.
- Eftir eina viku fundust enn 40 rokgjörn lífræn efnasambönd í loftinu, eftir tvær vikur voru það 16 efnasambönd, eftir 3 vikur 11 efnasambönd og eftir 4 vikur 4 efnasambönd.
- Magn rokgjarnra lífrænna efnasambanda mældist 16 sinnum yfir ráðlögðum viðmiðunarreglum frá U.S. Green Building Council. Magn eiturefna fór yfir þessar viðmiðunarreglur í 7 daga.
- Magn rokgjarnra lífrænna efnasambanda var svo mikið í sturtuhengi frá Val-Mart að mælingatækin urðu mettuð og það þurfti að stöðva mælingar svo að tækin myndu ekki eyðileggjast.
- Öll fimm sturtuhengin sem voru mæld á fyrsta stigi innihéldu phtalat efnin DEHP og DINP sem eru bönnuð í barnaleikföngum í Kaliforníu, Washington og Evrópusambandinu.
- Mælingarnar fóru EKKI fram við aðstæður sem líktu eftir hita- og rakaaðstæðum sem væru týpískar fyrir heita sturtu. Þær aðstæður myndu líklegast auka magn þeirra efna sem plaststurtuhengi mynda losa frá sér á þeim tíma sem sturtan væri í notkun og eftir.
Samkvæmt Stephen Lester, einum af yfirmönnum rannsóknarinnar, þá eru mörg af þessum rokgjörnu lífrænu efnasamböndum sem losna frá sturtuhengjum þekkt sem hættuleg mengunarefni í lofti samkvæmt Environmental Protection Agency (sama og Umhverfisstofnun hér á landi). Phtalate og organitin efni eru notuð sem mýkingarefni í plasti.
Heimild:
Sturtuheng á Íslandi
Hægt er að kaupa sturtuhengi úr hör, hamp og bómul í staðin fyrir plast. Hör er gott efni þar sem það heldur sér vel og er betra gagnvart meiglu heldur en bómull.
Ég veit ekki hvar er hægt að fá þetta hér á landi en bæti því við greinina um leið og ég finn úr því. Fyrir það sem vilja endilega fá betri sturtuhengi geta fengið þær hér. Ég hef pantað frá Rawganique.com og þjónustan þeirra er mjög góð.
Skrifið endilega í athugasemdir ef þið vitið um góð sturtuhengi hér á landi svo það sé hægt að benda á þau.
kv
Halli Magg