1 af hverjum 4 sjúklingum eiga við meiri stoðkerfavandamál að stríða einu ári eftir uppskurð

Grein þýdd frá eurekalert.org

Einn af hverjum sjö sjúklingum upplifir meiri sársauka, sem og líkamleg og andleg vandamál ári eftir uppskurð. Einnig hafði fjórðungur sjúklinga minna lífsþrótt. Þetta eru lykil niðurstöður rannsóknar á 400 sjúklingum sem birtist í the British Journal of Surgery.

Rannsakendur töluðu við 216 konur og 185 manns (meðalaldur 54 ára) sem hafði undirgengist skipulagðan uppskurð, sem var annað hvort lýtaraðgerð eða bæklunaruppskurður.

Þeir notuðu SF-36 heilsukönnunina til að mæla sársauka, virkni stoðkerfis, andlega heilsu og lífsþrótt fyrir aðgerð og síðan 6 og 12 mánuðum eftir aðgerð.

“Rannsókn okkar sýndi að það sé nokkuð algengt að fólk sé ekki að jafna sig eftir aðgerðir 6 og 12 mánuðum síðar sem hægt væri að útskýra að hluta til út frá mismunandi líkamlegum sem andlegum þáttum” segir Dr. Madelon Peters frá Maastricht háskóla. “Þessir þættir eru m.a. miklir verkir eftir aðgerð og kvíði fyrir aðgerð.”

Lykil niðurstöður voru eftirfarandi:

  • Meira en helmingur sjúklinga (53%) sögðu að sársaukastig væri minna 12 mánuðum eftir aðgerð og 29% sagði að sársauki væri stöðugur, en 17% sagði frá auknum sársauka.
  • Flestir sjúklingar (43%) sögðu að þeir gætu beitt sér betur, eða svipað vel (43%) 12 mánuði eftir aðgerð, á meðan 14% sjúklinga sögðu að líkamsvirkni þeirra væri skert.
  • 12 mánuðum eftir aðgerð sögðu 34% sjúklinga að andlegt ástand þeirra væri betra, 50% sagði að það væri óbreytt og 16% var við verra andlegt ástand.
  • Lífsþróttur jókst í 39% sjúklinga, var hinn sami í 37% en var verri í 24% sjúklinga 12 mánuðum eftir aðgerð.
  • Þegar kom að því að dæma heildarárangur sögðu sjúklingar að meðal bæting eftir aðgerð væri 79% eftir 6 mánuði og 82% eftir 12 mánuði. Einungis 47% sjúklinga náði fullum árangri, sem skilgreinist sem 90% bæting og yfir, eftir 12 mánuði, á meðan 15% sjúklinga sagði að árangurinn væri einungis 50% eða minni.

“Rannsókn okkar sýndi að 15% sjúklinga voru enn að kvarta yfir sársauka, og líkamlegum og andlegum vandamálum ári eftir aðgerð og 24% þeirra hafði minni lífsþrótt en fyrir aðgerð” sagði Dr. Peters.

“Sterkasti fyrirboðinn fyrir sársauka eftir aðgerð var sársauki sem sjúklingur upplifði á 4 fyrstu dögum eftir aðgerð. Því meiri sem sársaukinn var á fyrstu dögum eftir aðgerð því meiri líkur var á verri langtíma bata.”

“Við fundum einnig sterk tengsl á milli þess að vera með áhyggjur fyrir aðgerð og undir meðallagi bata.”

Mestur bati átti sér stað almennt á fyrstu 6 mánuðunum og eftir það hélst ástandið nokkuð stöðugt.

“Það er greinilega mikilvægt að fylgjast með bata sjúklings á þessum fyrstu mánuðum þar sem lélegur upphafsbati getur haft varanlegar afleiðingar.”

Heimild:

Up to 1 in 4 patients report more physical problems a year after surgery than before

Athugasemd höfundar

Ástæðan fyrir því að ég þýddi þessa grein er sú að þetta er einmitt það sem ég hef séð í vinnunni minni, þ.e. að fólk er gjarnan ekki að jafna sig eftir aðgerð og stendur sig oft verr eftir hana. En það er annað atriði sem er mun mikilvægara að segja frá.

Á þessum tæplega 10 árum sem ég hef unnið við að hjálpa fólki með stoðkerfavandamál er nokkuð algengt þegar fólk er verra eftir aðgerð að þá lokast allar dyr fyrir því að fá frekari hjálp. Það er eins og ef fólk er skorið er ætlast til að árangur skuli vera góður.

Gott dæmi um þetta er maður sem ég er að hjálpa um þessar mundir. Hann fór í aðgerð á hné fyrir 3 mánuðum síðan og hefur verið með mikla verki eftir hann, skerta hreyfigetu og nær illa að beita sér í göngu. Heimilislæknirinn hans er allur að vilja gerður að hjálpa honum en vill ekki beita sér gegn skurðlækninum, sem vill ekki skoða hnéið aftur því það á að vera koma fyrst það var skorið. Sá sem var skorinn spurði meira að segja skurðlæknirinn hvort eitthvað hafði getað farið úrskeiðis í uppskurðinum eða meinið ekki náðst að fullu og svarið var hreint út “nei”. Það gott að vita að eini fullkomni skurðlæknirinn sem hefur 100% árangur býr hér á landi. Og hann fæst ekki til að myndgreina hnéið til að meta ástandið á því eftir aðgerð.

Því miður er þessi saga ekki einsdæmi hjá mér, ég hef fengið því miður verulega marga kúnna sem eru í nákvæmlega þessu veseni.

Rannsóknir eins og þessi hér að ofan sýnir að þótt að það sé yfirleitt góður árangur af uppskurðum þá er nokkuð há prósenta þar sem árangur er ekki viðunnandi. Vonandi verður þetta til þess að fólk fær meiri skilning á vandamálum sínum eftir aðgerðir og það sé tekið alvarlega viðkomandi heilbrigðisstarfsfólki.