Lítið gagn af genarannsóknum til að spá fyrir sjúkdómum

Grein þýdd og stytt frá www.naturalnews.com

Greiningar á genum er að mestu leyti gagnslaus til að meta áhættu einstaklinga að fá krabbamein, hjartaáföll eða aðra algenga sjúkdóma samkvæmt röð athugasemda sem birtar voru í læknatímaritinu the New England Journal of Medicine.

Í kjölfar að ráðið var í genamengi mannsins árið 2003 kom flóðbylgja rannsókna sem áttu að sýna fram á hvernig frávik í genamengi mannsins gætu aukið líkur hans á ýmsum krónískum sjúkdómum, eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameinum, á seinni tímum lífsins. Síðan þá hefur fjöldi sjálfstæðra fyrirtækja byrjað að bjóða upp á genaprófanir með það í huga að meta framtíðar áhættu á sjúkdómum.

“Með aðeins fáum undantekningum þá má kalla starfsemi genafyrirtækja í dag tómstunda erfðamengjagreiningu” segir David B. Goldstein frá Duke háskólanum, höfundur einna athugasemdanna. “Upplýsingarnar hafa litla, og í mörgum tilfellum enga læknalega þýðingu.”

Fáir sjúkdómar, eins og sigðkornablóðleysi eða Tay Sachs sjúkdómurinn gerast vegna stökkbreytingu á stöku geni. Hvað sem því líður þá eru flestir sjúkdómar mun flóknari og gerast sökum samspila á umhverfisþáttum og framlags fjölda gena

Til að reikna framlag gena til sjúkdóma þróuðu erfðafræðingar aðferð sem kallast “genomwide association study” þar sem genamengi hóps af heilbrigðu fólki er borið saman við genamengi hóps af fólki sem hefur einhvern sjúkdóm. Von rannsóknarmanna hefur verið að þessi aðferð gæti bent á genamismun milli þessara tveggja hópa sem gæti síðan verið hægt að yfirfæra á áhættu á sjúkdómi.

Þrátt fyrir að genomwide greiningar hafa haft árangur að finna mismun á genamengi heilbrigðra einstaklinga og þeirra sem hafa einhvern sjúkdóm þá hafa þessar upplýsingar lítið gildi til að meta áhættur á sjúkdómum.

Byggt á hundruðum genomwide rannsókna sem hafa ekki skilað árangursríkum niðurstöðum, gerðar á þúsundum sjúklinga í mismunandi löndum leggur Goldstein fram að þetta verklag verði lagt niður þar sem það sé sóun á fjármunum. Ein genomwide greiningarrannsókn kostar margar milljónir að framkvæma.

Einnig skrifa í the New England Journal of Medicine rannsakendurnir Peter Kraft og David J. Hunter frá Harvard School of Public Health þar sem þeir eru ekki sammála Goldstein að þessar rannsóknir geta ekki gefið nytsamlegar upplýsingar. Þeir eru samt sem áður sammála honum að þær hafa ekki gefið neinar upplýsingar sem nýtast til lækninga.

Kraft og Hunter vara við því að áhættumat byggt á genagreiningum eru líklega of háar eða of lágar þar sem rannsakendur hafa ekki nægilega miklar upplýsingar varðandi framlag gena til sjúkdóma. Áhættur sem eru reiknaðar lægri en þær raunverulega eru munu líklega aldrei skila sér til sjúklinga. Þetta þýðir það að genaáhættumat sem sjúklingur fær að vita af er líklegast ofmat og er bara til að valda áhyggjum.


Heimild

Genes Have "No Clinical Relevance" in Predicting Disease, Scientists Admit