2 nýjar rannsóknir sýna að tvö af algengustu lyfjum í almennri notkun geta valdið hjartavandamálum. Annað eykur stórlega líkurnar á hjartaáfalli og heilablóðfalli á meðan hitt, sem er hjartalyf, flýtir fyrir þróun hjartasjúkdóma.
Algengt bólgueyðandi lyf ábyrgt fyrir þúsundum dauðsfalla
Ný samantektarrannsókn hefur sýnt að bólgueyðandi lyfið diclofenac (sem er selt hér á landi m.a. undir heitunum Voltaren, Klófen og Vóstar) er jafn skaðlegt og lyfið Vioxx sem tekið var af markaði fyrir nokkrum árum eftir að það olli a.m.k. 60 þúsund hjartaáföllum og heilablóðföllum.
Niðurstöður þessara rannsókna sýna að diclofenac eykur líkurnar á hjartaáfalli og heilablóðfalli um 40%. David Henry, einn af stjórnendum rannsóknarinnar sagði í kjölfarið að augljóslega væru þúsundir manneskja að deyja sökum notkunnar á diclofenac, en það hefur verið á markaði í hátt í 40 ár.
Hægt er að fá diclofenac í veikari útgáfu án lyfseðils sem er selt hér á landi undir heitinu Voltaren Dolo, en rannsóknin sýndi að jafnvel daufari útgáfur hefðu umtalsverða áhættu í för með sér. Rannsóknaraðilarnir gáfu út að það virðist ekki vera til nein skammtastærð af þessu lyfi sem væri nógu lág að hún myndi ekki auka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum verulega.
Hjartalyf sem veldur hjartasjúkdómum
Önnur rannsókn birtist nýlega þar sem fylgst var með 3.156 ítölskum sjúklingum með hátt kólesteról í 6 ár sem gefin voru kólesterólækkandi statínlyf. Fylgst var með virkni þess að lækka kólesteról og áhrif meðferðar fram að fyrstu spítalvist sökum kransæðavandamála. Sjúklingum var skipt í 3 hópa, þeir sem tóku lyfið samviskusamlega, þeir sem tóku það öðru hvoru og síðast þeir sem tóku það ekki inn.
Engum til furðu virkuðu lyfin vel til að lækka kólesteról hjá þeim sem tóku lyfið samviskusamlega inn en rannsakendum til meiri furðu flýtti lyfjameðferð til þess að leggja þurfti fólk inn með kransæðarvandamál hjá þeim sem voru duglegir að taka inn lyfið í samanburði við hópinn sem tók ekki lyfið inn.
Þetta er í samræmi við aðra nýlega rannsókn sem skrifað var um hér á Heilsusíðunni fyrir skömmu sem sýndi að notkun á statínlyfjum flýtir fyrir myndun á æðakölkun í heilbrigðu fólki og þeim með sykursýki.
Heimildir:
Diclofenac Causes as Many Heart Attacks as Vioxx
Statin Use Speeds Onset of Coronary Adverse Event Hospitalizations
Benefit of statins in daily practice? A six-year retrospective observational study.
Þetta er sannarlega furðulegur heimur sem við lifum í. Á sama tíma og hið opinbera ýtir undir notkun á jafn skaðlegum lyfjum sem þessum þá gerir það ekkert til að ýta undir fræðslu og notkun á náttúrulegum fæðubótarefnum sem í mörgum tilfellum væru mun meira viðeigandi. Sem dæmi þá birti ég grein fyrir stuttu hér á Heilsusíðunni sem sýndi að kúrkúmín (virka efnið í túrmerik) virkaði jafnvel og díklófenak sem bólgueyðandi meðferð fyrir fólk með gigtarsjúkdóminn iktsýki. Og ekki nóg með það að hið opinbera er ekki að ýta undir notkun á náttúrulegum, ódýrari og hættuminni lausnum, heldur í þokkabót í mörgum tilfellum jafnvel bannar það notkun þeirra. Þetta er allt gert í nafni vísinda og til verndunar almennings, eins furðulegt og það hljómar.
Fyrir þá sem hafa gaman af stærðfræði þá má segja frá því að Vioxx, sem olli u.þ.b. 60 þúsund dauðsfalla var á markaði í rúmlega 5 ár, en diclofenac sem samkvæmt þessari rannsókn er sagt vera eins varasamt hefur verið á markaði í u.þ.b. 40 ár. Og reiknið nú.
En vonandi með aukinni meðvitund almenning á þessari vitlausu stefnu þá mun almenningu ná að endurheimta þau grundvallar mannréttindi sín að fá að velja sér það meðferðarform sem hver og einn kýs, hvort sem það eru kemísk lyf eða náttúrulegar jurtir.
Megin tilgangur Heilsusíðunnar er einmitt að upplýsa almenning um málefni sem þessi, því sorglega er að svona fréttir fá ekki mikla athygli í hinum almennu miðlum. Til dæmis reyndi ég að leita af fréttum í hinum stærri erlendu miðlum að algengustu hjartalyfin (statínlyf, sem sagt er frá hér að ofan,) sem eru tekin af stórum hluta almennings, hafi í alvörunni flýtt fyrir að senda fólk með frekari hjartavandamál á spítala. Maður myndi nú halda að fréttir myndu nú ekki gerast merkilegri en það. En ég gat ekki fundið neinn fréttamiðil sem sagði frá þessum niðurstöðum nema á vefsíðum sem sérhæfa sig í náttúrulegri heilsu. Furðulegt?
Á meðan svona óréttlæti viðgengst mun ég skrifa upplýsandi greinar fyrir almenning í þeirri von að einn daginn getur almenningur haft óheftann aðgang að náttúrulegum lausnum í stað þess að vera þvinguð að nota varasöm meðferðarform. Enda ætti það flokkast undir sjálfsögð mannréttindi og valfrelsi.