Acetyl-l-carnitine fyrir blóðþrýstingi, blóðsykri og risvandamálum karla

Grein þýdd frá www.wellnessresources.com

Ímyndaðu þér ef það væri til lyf sem virkaði gegn of háum blóðþrýstingi, of háum blóðsykri og risvandamálum karla, allt á sama tíma og án allra aukaverkana. Án alls vafa yrði það lyf metsölulyf. En þetta er einmitt það sem rannsóknir sýna að fæðubótaefnið acetyl-l-carnitine gerir.

Nýleg ítölsk rannsókn sýndi fram á að fólk sem var með aukna áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum lækkaði blóðþrýsting og jók insúlínnæmni eftir að taka 2000 mg. á d

ag af acetyl-l-carnitine í 24 vikur. Áhugavert þótti að árangurinn hélst í þær 8 vikur sem eftirfylgni var með þáttakendunum. Sýnd var fram á að acetyl-l-carnitine jók hið mikilvæga adiponectin sem stjórnar blóðsykri. Lengi hefur verið vitað að acetyl-l-carnitine er mikilvægt efni fyrir frumur til að brenna fitu, hreinsa í burt fitu og hjálpa með lifrar tengda insúlínnæmni.

Önnur rannsókn á 60-74 ára karlmönnum sem voru látnir taka 4000 mg. af carnitine (þar af 2000 mg. í acetyl-l-carnitine formi) sýndi að þetta mikilvæga næringarefni virkaði mun beturen testósterón að bæta risvandamál og halda niðri eðlilegri aldurstengdri hnignun. Acetyl-l-carnitine endurheimti eðlilegt svefnris (nocturnal penile tumescence) sem er lykil mælieining á að kynvirkni karla sé heilbrigð.

Einnig jók acetyl-l-carnitine beint kynlíf þessara karlmanna samkvæmt umtalsverði aukningu á International Index of Erectile Function stigafjölda.

Hár blóðþrýstingur, aukinn blóðsykur og hnignandi kynvirkni er algeng hjá karlmönnum eftir fimmtugt. Blóðþrýstingslyf eru vel þekkt fyrir aukaverkanir á kynvirkni þar sem þau minnka blóðflæði til getnaðarlims. Hér er náttúruleg lausn sem virkar samtímis á 3 algeng heilsufarsvandamál sem fara gjarnan saman. Mælt er með að taka 500-1000 mg. af acetyl-l-carnitine með hverri máltíð og fyrir svefn (samtals 4 inntökur á dag). 1000 mg. af acetyl-l-carnitine fyrir þrekþjálfun eykur brennslu á fitu á meðan æfingu stendur, þá myndir þú sleppa einum skammt með máltíð í staðinn.

Heimild

Acetyl-l-carnitine for Blood Pressure, Blood Sugar, and Male Sexual Function

Athugasemd höfundar

Acetyl-l-carnitine er virkara form af l-carnitine sem var nokkuð vinsælt fyrir þó nokkur mörgum árum síðan sem fitubrennsluefni, en l-carnitine brýtur niður langar fitukeðjur í styttri og hjálpar að færa þær inn í hvatbera fruma til brennslu.

Hérna er enn ein leiðin sem heilbrigðiskerfið gæti farið til að minnka kostnað og aukaverkanir af lyfjanotkun.

Og svo er það ekki slæm aukaverkun ef maður tekur acetyl-l-carnitine fyrir t.d. of háum blóðþrýstingi að auka hallann úr 112 gráðum í 128 gráður :-)

Acetyl-l-carnitine er til í flestum heilsuvöruverslunum og apótekum ef þau eru með ágætis úrval af fæðubótaefnum.