Fleiri virtir næringarvísindamenn bætast í hópin sem telja unnin kolvetni vera aðal vandamálið

Grein þýdd, stytt og umorðuð frá www.latimes.com

Sístækkandi hópur mikilsvirtra næringarvísindamanna kennir of miklum kolvetnum, ekki fitu, um fyrir lífsstílssjúkdómum í vestrænum ríkjum. Þeir segja að lykillinn að snúa við offitu, hjartasjúkdómum, týpu 2 sykursýki og háum blóðþrýstingi sé að minnka hlutfall kolvetna.

“Fita er ekki vandamálið” segir Dr. Walter Willett, formaður næringardeildarinnar við Harvard lýðheilsuskólann. “Ef Bandaríkjamenn gætu sleppt sykruðum drykkjum, kartöflum, hvítu brauði, pasta, hvítum hrísgrjónum og sykruðu snakki þá myndum við útrýma nánast öllum vandamálum sem við höfum með offþyngd, sykursýki og öðrum efnaskiptasjúkdómum.”

Þessi skilaboð geta verið ruglandi fyrir almenning sem hefur verið sagt til fjölda ára að fita í fæði sé fitandi og leiði til krónískra sjúkdóma. “Fita í mataræði okkar var óvinur okkar númer eitt” segir Dr. Edward Saltzman, prófessor við næringu og læknisfræði við Tufts háskólann. “Sístækkandi fjöldi sannfærandi rannsókna bendir eindregið nú að kolvetni, sérstaklega kolvetni frá unnu korni og sykri sé vandamálið.”

Bandaríkjamenn borða að meðaltali 250 til 300 grömm af kolvetnum á dag, sem er um 55% af hitaeiningainntöku þess. Neysla á kolvetni hefur aukist í gegnum árin með hjálp frá yfir 30 ára gömlum opinberum ráðum að minnka fituneyslu. Og á sama tíma hefur vandamálið með offitu, týpu 2 sykursýki og hjartasjúkdóma aukist til muna. “Opinberar ráðleggingar að borða lágfitumataræði eru að koma í bakið á okkur” segir Dr. Frank Hu, prófessor í næringar- og faraldsfræði við Harvard lýðheilsuskólann. “Áherslan á að minnka fituneyslu hefur valdið gríðarlegri neysluaukningu á kolvetnum og sykri. Þessi breyting er líkleg ástæða fyrir stærsta heilbrigðisvandamáli í Bandaríkjunum í dag.”

Megin vandamálið við að neyta svona mikils magns kolvetna og þá sérstaklega einföldum kolvetnum eins og unnu kornmeti og sykri er að það veldur offramleiðslu á insúlíni. “Fyrir heilbrigða manneskju virkar þetta til skamms tíma” segir Dr. Stephen Phinney, næringarlífefnafræðingur og prófessor við Háskólann í Kaliforníu sem hefur rannsakað kolvetni í yfir 30 ár. “En með tímanum þreytist líkami okkar að vinna úr miklu magni af kolvetnum, sem við erum ekki þróuð til að gera, og viðbrögð okkar við insúlíni breytist.”

Líkami okkar fer sívaxandi að hunsa skilaboð insúlíns og á endanum þarf brisið að auka framleiðslu sína á insúlíni til að koma sama magni af glúkósa (sykri) inn í frumurnar. Svona myndast einmitt sykursýki.

Fyrsta einkenni insúlíntregðu er ástand sem kallast efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome) sem er undanfari sykursýki og mögulega hjartasjúkdóma. Fólk er sagt vera með efnaskiptaheilkenni ef það er með 3 af 5 eftirfarandi ástöndum: há þríglýseríð í blóði (yfir 150 mg.), háan blóðþrýsting (135/85 og yfir), fitusöfnun á kviðsvæði (mittisummál yfir 100 sm. hjá körlum og 90 sm. hjá konum), lágt HDL kólesteról (undir 1 mmol/L hjá körlum og undir 1,3 mmol/L hjá konum) eða hækkaður föstu glúkósi.

Meira en einn fjórði af fullorðnum hafa 3 eða fleiri af þessum ástöndum.

“En góðu fréttirnar” segir Dr. Walter Willett “er að í dag vitum við að næstum allir geta forðast týpu 2 sykursýki. Að sneiða hjá óheilnæmum kolvetnum er mikilvægur hluti af þeirri lausn.” Fyrir þá sem eru nýlega greindir, bætir hann við, getur lágkolvetnamataræði létt á briskirtlinum áður en hann skemmist og bætt ástandið, og með því minnkað eða komið í veg fyrir þörf á insúlíni eða sykursýkislyfjum.

Heimild

A reversal on carbs

Athugasemd höfundar

Kostir lágkolvetnamataræðis og ókostir einfaldra kolvetna er greinilega að verða meira almenn vitneskja og samþykkt innan vísindasamfélagsins. Ég tel að það styttist ört í það að næringarsamfélagið viðurkenni það að það hefur vitlaust fyrir sér að þetta opinbera lágfitu – hákolvetnamataræði, eins og Lýðheilsustöð mælir með, sé gott fyrir okkur. Því fljótara sem það gerist því fljótar getum við unnið að raunverulegum lausnum við þessum algengu sjúkdómum sem hrjá samfélagið okkar. Það er bara spurning hvernig það mun viðurkenna þessi mistök sín. Ég giska á að þeir muni yfir fjölda ára færa næringarráðleggingar sínar hægt og rólega nær lágkolvetnafæði og í hroka sínum láta eins og ráðleggingar sínar á hverjum tíma séu þær einu réttu.

Ég segi það einu sinni einn hversu undrandi ég er á að lágkolvetnamataræði sé ekki ráðandi mataræði hjá okkur útfrá heilbrigðissjónarmiðum. Meira að segja hinn frægi heilsugúrú og læknir, Andrew Weil sem hefur verið lengi talsmaður lágfitumataræðis er búinn snúast í skoðun sinni og talar nú um kosti lágkolvetnamataræðis (sjá hér).