Hönnunin á vinnustaðnum þínum hefur áhrif á andlegt jafnvægi, afkastagetu og slökun

Grein þýdd og stytt frá neuro-sculpting.com

Ef þú vinnur á skrifstofu með opið vinnurými þá ætti að vekja áhuga þinn að ástralskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að opin vinnurými geta haft skaðleg áhrif á andlega sem líkamlega heilsu starfsfólks.<--break->

Vísindamenn við Háskólann í Queensland, Ástralíu, hafa lýst því yfir að opin vinnurými hafa neikvæð áhrif eftir að hafa farið yfir og túlkað fjölda rannsókna sem snúa að áhrifum nútíma skrifstofuhönnunnar á líkamlega og andlega heilsu. Dr. Vinesh Oommen og samstarfsfólk hafa komist að því að hin ódýrari, opna vinnuaðstaða hefur í för með sér minnkun á vinnuafköstum og á sama tíma eykur kvíða og stress meðal starfsmanna.

Dr. Oommen segir í viðtalinu “sönnunargögnin sem við fundum voru alveg sláandi… í 90% rannsókna voru niðurstöður þeirra að opin vinnurými höfðu neikvæð áhrif og ollu m.a. miklu stressi, ágreiningi, háum blóðþrýstingi og hærri starfsmannaveltu”. Auk þess bætir hann við “Hin aukni hávaði getur fengið starfsfólk til að missa einbeitinguna sem getur leitt til minnkaðra afkasta, auk þess sem starfsfólk getur fundið sig óöruggt þar sem allir sjá hvað þú ert að gera í tölvunni eða heyrir hvað þú ert að segja í símann.”

Fyrirtæki auka hættuna á ágreiningi meðal starfsmanna við að þjappa starfsfólki saman í umhverfi þar sem það þarf að þola hávaðaáreiti sem veldur sálfræðilegum og andlegum viðbrögðum. Auk þess stuðlar það að hærri blóðþrýstingi og fjarveru vegna veikinda, sem getur smitast hratt á milli manna við þessar aðstæður.

“Ég held að flestir, eins og ég, geta tekið undir þetta” segir Dr. Oommen. “Samkvæmt þessum niðurstöðum, er það mitt álit að vinnuveitendur þurfa að endurskoða hið opna vinnuumhverfi. Rannsóknirnar fundu að hið hefðbundna skrifstofurými með litlum, lokuðum skrifstofum þar sem starfsfólk fær næði kemur betur út. Vandamálið er að verktakar eru alltaf að reyna að minnka kostnað og opið starfsmannaumhverfi sparar 20% í byggingarkostnaði.”

Heimild:

Australian Scientists Say Open-Plan Offices Making Workers Mentally & Physically Sick!

Athugasemd höfundar

Ég fann þessa grein fyrir nokkru síðan þegar kúnni leitaði til mín með ýmis vandamál. Meðal annars spurði hún mig hvort það gæti verið mögulegt að vinnuumhverfi hennar gæti haft slæm áhrif á líkama. Ég sagði við hana að í gegnum tíðina hefði ég séð nokkrar greinar að opin vinnuumhverfi gætu haft slæm áhrif á andlega sem líkamlega heilsu og í kjölfarið fann ég m.a. þessa grein fyrir hana.

Þar sem opin vinnuumhverfi eru, eða a.m.k. voru, mjög vinsæl hér á landi þá þótti mér viðeigandi að þýða þessa grein fyrir lesendur Heilsusíðunnar ef hún gæti nýst einhverjum til að bæta líðan sína. Það er nú einu sinni þannig að við eyðum stórum hluta ævi okkar í vinnunni þannig að það skiptir miklu máli að okkur líði vel þar.