Grein þýdd frá www.sciencedaily.com
Efnaskiptaheilkenni (syndrome X eða metabolic syndrome) er samansafn af einkennum sem gefa til kynna aukna áhættu á sykursýki, heilablóðfall og hjartasjúkdóma. Öll einkenni efnaskiptaheilkennis, hár blóðþrýstingur, lágt HDL (góða) kólesterólið, há þríglýseríð, offita, hár blóðsykur og hátt insúlín magn, er hægt að bæta með lágkolvetnamataræði. Aftur á móti hafa rannsóknir sýnt að þessi einkenni bætast ekki, og í sumum tilfellum versna, á lágfitu- og hákolvetna mataræði.
Fyrri rannsóknir hafa ekki afdráttalaust litið á samtengsl lágkolvetnamataræðis og þá bætingu sem það hefur á efnaskiptaheilkenni. Almennar ráðleggingar til sjúklinga með efnaskiptaheilkenni upp að þessu hefur verið að lækka inntöku fitu í mataræði. Volek og félagar álykta í rannsókn sinni að efnaskiptaheilkenni er tengt insúlínójafnvægi. Kolvetni eru sterkasti örvandi þátturinn fyrir insúlín og að lækka hlutfall þeirra í mataræði getur haft góða virkni að koma á eðlilegri insúlín virkni. Sökum þess ættu ráðleggingar að miðast við að lækka hlutfall kolvetna í mataræði en ekki fitu, segja höfundarnir. Þetta er stutt af fyrri rannsóknum sem hafa sýnt að lækkun á kolvetnum er áhrifaríkara að bæta alla þætti efnaskiptaheilkennis heldur en að lækka fitu.
Heimild:
Low-Carb Diet Better Than Low-Fat Diet At Improving Metabolic Syndrome
Því miður mælir Lýðheilsustöð enn með hákolvetna – lágfitumataræði af bandarískri fyrirmynd. Fjöldi rannsókna hrannast upp sem benda á að þessar ráðleggingar eiga ekki við rök að styðjast. Þetta sést kannski best að í nýjustu endurskoðun á næringarráðleggingum í Bandaríkjunum er enn mælt með þessu vonlausa mataræði og þá er vitnað í rannsóknir sem í rauninni mæla á móti því sem þeir eru að segja. Þetta hefur orðið til þess að fjöldi vísinda- og fræðimanna hafa skrifað greinar um þessa vitleysu á netinu, enda er niðurstaða rannsókna ekki þessum ráðleggingum til stuðnings. Sem dæmi segir í nýju ráðleggingunum að takmarka eigi saltnotkun þar sem niðurstaða rannsókna sé sammála um að saltnotkun sé slæm þegar sannleikurinn er sá að niðurstöður stærstu samantektarrannsókna segja að í ljósi þess að rannsóknir á saltnotkun eru svo misvísandi að það er ekki hægt að segja af eða á hvort saltnotkun sé óæskileg fyrir okkur.
Dæmi um góða greinargerð sem gagnrýnir hina nýju ráðleggingar er t.d. In the face of contradictory evidence: Report of the Dietary Guidelines for Americans Committee sem birt var í fagtímaritinu Nutrition (smelltu hér til að sækja grein).
Allir sem vinna á sviði næringu ættu að lesa hana.
Hægt er að lesa sig til um lágkolvetnamataræði hérna