Mikilvægi svefns fyrir vellíðan okkar

Grein þýdd og stytt frá www.vrp.com

Allir vita að svefnleysi hefur afleiðingar í för með sér. Jafnvel einungis ein nótt af litlum svefn getur þýtt að maður sé þreyttur og pirraður daginn eftir og á erfitt með að einbeita sér. En ein og ein svefnlítil nótt drepur mann varla .... er það nokkuð?

Reyndar hafa rannsóknir sýnt að svefnleysi hefur alvarlegar afleiðingar gagnvart heilbrigði okkar. Langtíma svefnleysi hefur verið tengt við fjölda alvarlega sjúkdóma, meðal annars bólgumyndun, háþrýsting, sykursýki, þunglyndi, hjartaáföll, heilablóðfall og minnkaðri virkni ónæmiskerfis. Lélegar svefnvenjur hafa einnig neikvæð áhrif á virkni leptín og ghrelín, tvö hormón sem eru ábyrg fyrir að stjórna matarlyst og orkunotkun. Afleiðingar af ójafnvægi á leptíni og ghrelíni getur leitt til aukinnar matarlystar sem getur síðan leitt til ofáts og ofþyngdar.

Svefnleysi hefur einnig neikvæð áhrif á næmi líkamans gagnvart insúlíni, sem er einn stærsti áhættuþátturinn gagnvart blóðsykuróreglu. Ein rannsókn sýndi jafnvel að einungis ein nótt af einungis fjögurra tíma svefn eða minna getur leitt til umtalsverðar aukningar á insúlínviðnámi í heilbrigðum einstaklingum.

Þannig eins og sést þá er augljóst að svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir alhliða heilbrigði.

Heimild:

Better Sleep Could Be the Secret to a Longer Life

Sjá einnig:

Ertu þreyttur á daginn vegna takmarkaðs svefns? Ábyggilega ekki.

Athugasemd höfundar

Lausnin á þessu vandamáli er vissulega einföld, fara fyrr að sofa og fá nægjanlegan svefn. En það er gjarnan einfaldara í orðum en gjörðum. Aldur, álag, sjúkdómar, örvandi efni og lyf geta gert það erfitt að ná sínum átta tímum að nóttu og verður hver maður að finna sína lausn.

Ég tel að í flestum tilfellum erum við ekki að fá nægjanlegan svefn einfaldlega vegna þess að við kjósum að forgangsraða lífinu þannig að við förum ekki að sofa fyrir ellefu. Okkur langar að horfa á þáttinn í sjónvarpinu, spjalla við vini, þetta er eini tíminn sem maður fær frí frá krökkunum til að lesa bók eða prjóna og þar á eftir götununum. Og vissulega er það réttur hvers og eins að ráðstafa sínu lífi eftir eigin behag, en eins og sést glögglega á greininni hérna að ofan þá kemur það með kostnaði að stela af svefntímanum sínum. Ég persónulega finn það með hækkandi aldri hversu minna svigrúm ég hef gagnvart því að fá ekki minn svefn.

En fyrir suma er þetta ekki spurning um val, sumir einstaklingar eiga við svefnörðuleika að stríða þar sem viðkomandi á annað hvort erfitt með að sofna eða sefur laust og vaknar í tíma og ótíma.

Áður en farið er leita til lyfjalausna, hvort sem þau eru náttúruleg eða kemísk þá tel ég það vera grundvallaratriði að fyrst breyta dagsdaglegum venjum þannig að svefn verður betri. Dr. Mercola hefur tekið saman 33 atriði sem auka líkurnar á góðum svefni, smelltu hér til að lesa um þessi atriði.

Einnig er betra að byrja að athuga hvort vægari lausnir virka ekki áður en leitað er til lyfja með þeim aukaverkunum sem þeim fylgja. Til dæmis er hægt að kaupa jurtalyf sem heitir Baldrian í apótekum sem virkar vel fyrir marga, og einnig er magnesíum þekkt fyrir að styðja góðan svefn.

Gerðu sjálfum þér greiða og settu svefn í forgang hjá þér, það mun líklegast margborga sig.

Góða nótt