Grein þýdd og umorðuð frá wellnessresources.com
Ný rannsókn sýnir fram á að meltingarvandamál geta leitt til röð atburða sem leiðir beint til skemmda á skjaldkirtli. Tekið hefur verið eftir því að einstaklingar með celiacssjúkdómin (sem stafar af glútenóþoli) hafa gjarnan skjaldkirtilsvandamál. Í Nýrri rannókn komust vísindamenn að hvernig þessi vandamál tengjast saman.
Rannsóknin leiddi í ljós að sjálfsónæmis mótefni gegn transglutaminase, sem myndast hjá þeim með celiacssjúkdóminn, festir sig við skjaldkirtilsvef og keyrir upp framleiðslu á sjálfsmótefnum gegn skjaldkirtlinum sem veldur skemmdum á honum í kjölfarið.
Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið skýrt fram á þessa atburðarrás. Þetta er mikilvæg uppgötvun sem nær lengra heldur en einungis fyrir celiacssjúkdóminn, þar sem transglutaminase myndast einnig vegna ofvaxtar á candida. Hjá þeim sem eru með ofvöxt á candida þá veldur candidan bólguskemmdum á meltingarvegi, eins og illgresi sem dreifir sér á grasfleti og veldur raski á uppbyggingu flatarins. Candidan tekur dauðar frumur úr meltingarveggnum og myndar harða skel yfir sig, eins og skjaldbökuskel. Candidan tekur þessa skel og festir hana við meltingarvegginn með tengjum sem kallast transglutaminase, og með því móti felur candidan sig undan ónæmiskerfi þínu. Þegar glúten fer í gegnum transglutaminase-ið þá myndast bólguviðbrögð sem á endanum myndar celiacs lík sjálfsmótefni. Þetta á við hvort sem þú ert með celiacs eða ekki. Satt best að segja getur candida valdið celiacs með þessu móti, og á svipuðum nótum gæti ástand skjaldkirtils batnað ef tekið væri á candida vandamáli.
Heimildir:
Digestive Alert – Thyroid, Celiac, and Candida
Rannsóknin sjálf
Það er alveg ótrúlegt hvað maður heyrir af mörgum konum sem eru með vanvirkan skjaldkirtil, það mætti halda að þetta væri meira smitandi en flensan.
Ég hef lengi lesið að fólk með celicacssjúkdóm væri mun líklegra til að vera með skjaldkirtilsvandamál, auk fjölda annara sjálfsónæmissjúkdóma. Það er verulega spennandi og gaman að sjá rannsókn sem útskýrir hvernig þetta verður að veruleika. Vonandi verður þetta til að hið opinbera heilbrigðiskerfi opnar hug sinn gagnvart því að meðhöndla svona vandamál með öflugustu meðferð allra, breyttu mataræði, og hvað þá ef við myndum nota mataræði sem fyrirbyggjandi meðferð. Hvernig væri það??
Eitt af þeim grundvallaratriðum sem skilur á milli hefðbundinna næringarfræðinga og óhefðbundinna er að óhefðbundnir leggja mun meiri áherslu á mikilvægi meltingu og meltingavandamála og telja það algengari þátt í heilsufarsvandamálum en hefðbundnir. Eitthvað sem ég tel að hin hefðbundna hugmyndafræði ætti að taka sér til fyrirmyndar.
Það er gaman að sjá rannsókn sem sýnir að þessi vandamál spila öll saman eins og náttúrulæknar hafa alltaf haldið fram, það er ekki hægt að gefa eitt lyf fyrir meltingarvandamáli og halda að það lagist, eins og ónæmisbælandi lyf fyrir suma sjálfsónæmismeltingarsjúkdóma. Maður verður að laga heildarvirkni og uppbyggingu meltingarkerfisins. Fyrir suma dugar að gera einfaldar breytingar á mataræði sínu á meðan aðrir þurfa að nota mjög öflug mataræði (og einhæf) eins og GAPS mataræðið sem er eitt öflugasta meltingarmataræði sem til er.