Grein þýdd frá MailonSunday.co.uk
Kona þarf að nota hreinsir, rakakrem, meik og uppáhalds varalitinn sinn til að gera sig tilbúna að takast á við daginn. En þessi daglega rútína skilur eftir sig meira heldur en snyrtilegt útlit. Þessi kona uppsogar í gegnum húð sína yfir 2 kíló af kemískum efnum árlega.
Sum af þessum manngerðu efnum hafa verið tengd við krabbamein á meðan önnur erta húðina eða jafnvel valda ótímabærri öldrun á henni. Lífefnafræðingurinn Richard Bence hefur varað við því að kemísk efni sem fyrirfinnast í dagsdaglegum snyrtivörum geta verið að valda ómældum skaða.
Richard, sem hefur eytt seinustu 3 árum að rannsaka innihald snyrtivara segir “Rannsóknum hefur fjölgað sem benda á mögulegar hættur af hefðbundnum snyrtivörum. Við þurfum að byrja að gera kröfur til þeirra vara sem við berum á húðina okkar og ekki taka því sem sjálfsögðu að efnin í þeim séu örugg fyrir okkur. Við höfum ekki hugmynd hvaða áhrif þessi efni hafa þegar þau eru blönduð saman. Áhrifin gætu verið mun meiri en samanlögð áhrif einstakra efna.”
Vörur | Efni | Möguleg áhrif |
---|---|---|
Meik, ilmvatn, háralitur | Benzyl alkahól | Húðertandi |
Rakakrem | Cocamide MEA | Húðertandi |
Barnakrem, líkamssprey, svitasprey, andlitskrem, ilmvatn, sápa, sólarvarnir, hársápa, tannkrem | Parabens | Brjóstakrabbamein og flýtir fyrir öldrun húðar |
Rakakrem og naglafjarlægir | Phthalates | Kynfæramisþroski á strákum, fæðingargallar, asmi og snemmbúinn kynþroski |
Tannkrem, hársápa, raksápa, froðubað | Sodium Lauryl sulphates | Húðertandi |
Það efni sem flestir gruna að hafi slæm áhrif eru paraben efni, rotvarnarefni sem eru mikið notuð í húð- og hárvörur, þar á meðal sjampó, sápur, svitalyktareyðir og barnakrem. Paraben efni geta stoppað vöxt baktería og jafnvel haft sambærilega virkni og kvennhormónið estrógen, sem vitað er að örvi vöxt krabbameina. Leifar af þessu efni hafa fundist í brjóstakrabbameinum en tengsl þeirra við krabbamein er mjög umdeilt.
Sodium lauryl sulphate, sem hjálpar sápum, sjampói, rakkremum, tannkremum og baðsápum til að freyða getur ert húð.
Önnur efni sem geta mögulega verið húðertandi eru benzyl alkóhól sem er lyktar- og rotvarnarefni í ilmvötnum, meiki og hárlitum. Cocamide MEA sem bindur saman innihaldsefni í mörgum rakakremum er einnig grunað um að vera húðertandi.
Richard bendir á að það sé varasamara að fá efni í gegnum húð en að gleypa þau. “Ef þú færð varalitinn þinn upp í þig þá er hann brotin niður í munnvatni og maga. En ef þau fara inn í gegnum húðina þá fara þau beint í blóðrásina og þá höfum við enga vörn gegn þeim.”
Sodium lauryl sulphate er meðal þeirra efna sem eru bönnuð í heilsu- og snyrtivörum sem bera lífræna vottun frá Soil Association.
Clio Turton, talsmaður Soil Association, segir að fólk sem notar snyrtivörur ættu að takmarka þær vörur sem þau nota á hverjum degi. “Margar konur nota yfir 20 mismunandi vörur á hverjum degi og þar með nota hundruð mismunandi efna. Er þessi augnháranæring virkilega nauðsynleg?” segir hún.
Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum nota snyrtivörur sem eru útrunnar. Gamall varalitur eða maskari getur verið gróðrarstía fyrir bakteríur.
Dr. Christopher Flower, talsmaður snyrtivöruframleiðenda segir “það er engin ástæða að hafa áhyggjur af nokkurri vöru. Þær standast allar evrópusambandsreglugerðir sem krefjast þess að þær séu öruggar. Það að kemísk efni geti haft verri áhrif ef blönduð saman er bara mýta. Við vitum hver áhrif einstakra efna er og getum áætlað hver áhrif þeirra sé við blöndun og það er tekið inn í myndina þegar öryggi vara er metið”.
Heimildir: