Að svelta krabbamein: Ketógenískt mataræði til bjargar

Grein þýdd og stytt frá www.cbn.com

Fjölda fólks er vonsvikið yfir krabbameinslækningum eins og þær eru stundaðar í dag. Þær eru dýrar, sársaukafullar og einfaldlega virka oft ekki. En það er er ný krabbameinsmeðferð í boði sem er ókeypis, hefur nánast engar aukaverkanir og getur verið notuð samhliða öðrum krabbameinsmeðferðum.

Meðferðin byggir á að sleppa kolvetnum, sérstaklega þeim verstu, sykri.

Að drepa krabbamein

Dr. Fred Hathfield er tilkomumikill náungi, heimsmeistari í kraftlyftingum, höfundur tuga bóka og milljónamæringur. En hann mun segja þér að mesta afrek sitt sé að vinna bug á krabbameini sínu rétt áður en það náði honum.

“Læknarnir gáfu mér 3 mánuði þar sem ég hafði beinkrabba sem hafði dreift sér víða” rifjar hann upp “3 mánuðir, 3 læknar sögðu mér sama hlutinn.”

Á meðan Hathfield var að undirbúa dauða sinn þá heyrði hann af krabbameinsmataræði sem heitir Metabolic therapy. Þar sem hann hafði ekkert að tapa þá ákvað hann að prufa það og honum til óvæntrar ánægju þá virkaði það.

“Krabbameinið fór!” hrópar hann upp. “Algjörlega. Til þessa dags hefur ekki fundist tangur né tetur af því. Og það er komið yfir ár síðan.”

Að svelta slæmar frumur

Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield að borða kolvetni, sem breytast í glúkósa í líkamanum. Krabbamein elskar glúkósa og þarfnast hans sárlega. Ef þú hættir að gefa því glúkósa þá drepst krabbameinið.

“Mér þykir það furðulegt að læknavísindin eru fyrst að fatta þetta núna” segir hann.

Bati Hathfields kom reyndar ekki Dr. Dominic D’Agostino á óvart, sem rannsakar Metabolic therapy. Þegar teymi hans af vísindafólki við Háskólann í Suður Flórída fjarlægðu kolvetni úr mataræði músa þá lifðu þær af mjög slæmt krabbamein, jafnvel betur en þær mýs sem voru meðhöndlaðar með lyfjameðferð.

“Við höfum stórlega aukið lífslíkur með Metabolic therapy” segir hann. “Þannig að okkur þykir mikilvægt að koma þessum upplýsingum út.”

En árangurinn er ekki einungis bundinn við tilraunamýs. Dr. D’Agostino hefur einnig séð svipaðan árangur hjá fólki, fjöldan allann af þeim.

“Ég hef verið í skriflegu sambandi við fjölda manns” segir hann. “Að minnsta kosti 12 manns á seinasta eina og hálfa til tvö árum, og þau eru öll enn á lífi, þrátt fyrir að eiga ekki að vera það. Þannig þetta er mjög hvetjandi.”

Ketógenískt mataræði

Allar frumur, meðal annars krabbameinsfrumur, fá orku sína frá glúkósa. En ef þú tekur glúkósann frá þeim, þá skipta þær yfir í aðra orku, ketónkorn (ketone bodies).

Nema krabbameinsfrumur. Galli í þeim kemur í veg fyrir það að þær geta skipt yfir í ketónkorn sem orkugjafa og því gæta ketónkornin einungis notað glúkósa sem orku. Allar aðrar frumur geta notað glúkósa eða ketónkorn.

Fólk, eins og Hathfield, sem vill svelta frumur sínar af glúkósa og virkja þær með ketónkornum fara á mataræði sem heitir ketógenískt mataræði. Á þessu mataræði er nánast öllum kolvetnum sleppt, en áherslan sett á prótein og fitu.

Gloria, konan hans Hathfield, segir að það sé létt að matreiða þennan mat og hann sé til í öllum búðum.

“þú getur pantað uppskriftarbækur á netinu” segir hún. “Þetta er mjög hreint mataræði, enginn sykur, salt eða ruslmatur.”

Áherslan er sett á náttúruleg prótein í sínu upprunalega formi [rautt kjöt, fugl, fiskur]. Á hinn bóginn á að forðast unnar kjötvörur, eins og pylsur og ýmis kjötlíki þar sem kolvetnum hefur verið bætt við þau.

Á sama máta á að nota náttúrulegar fitur eins og olífuolíu, avókadó og hnetur. Forðist transfitur, eins og í smjörlíki og olíum sem eru fituhertar. Transfitur eru tilbúnar, manngerðar fitur.

Öryggi og heilsa

Fólk getur verið hrætt að prufa ketógenískt mataræði þar sem það telur að borða fitu eins og þetta sé slæmt fyrir hjartað. En fleiri og fleiri læknar eru orðnir sammála því að fita, svo lengi sem hún er náttúruleg, er góð fyrir þig, jafnvel mettuð fita eins og kókósfita og smjör.

“Er kólesteról aðal orsök hjartasjúkdóma” spyr hjartalæknirinn Stephen Sinatra. “Algjörlega ekki”

Í bókinni sinni The Great cholesterol myth, segir Dr. Sinatra að hin raunverulega orsök hjartasjúkdóma sé bólgumyndun. Sem kemur af því að borða of mikið af kolvetnum.

“Það þarf að fræða fólk um skaðsemi sykurs” segir hann. “En því miður er ekki verið að segja þeim frá því. Þau fá að heyra hið gagnstæða, að forðast fitu. Fita er góð fyrir þig, svo lengi sem þú forðast transfitur.”

Þannig með því að minnka við sig kolvetni og borða náttúruleg prótein og fitur, þá getur þú bætt heilbrigði hjartans og jafnvel unnið bug á krabbameini.

Frekari upplýsingar

Rannsóknir hafa sýnt að ketógenískt mataræði er árangursríkt til að meðhöndla flogaveiki. Fyrir ýtarlegri upplýsingar um það leitið til The Charlie foundation.

Hér fyrir neðan eru tenglar á frekari upplýsingar sem gagnast fyrir ketógenískt mataræði.

Heimild

Starving Cancer: Ketogenic Diet a Key to Recovery

Athugasemd höfundar

Það er löngu vitað að sykur er krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að sykur fæðir krabbameinsfrumur. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef oft talað við fólk sem er stórhneykslað á því mataræði sem sjúklingar með krabbamein fær á spítölum, kökur, brauð og annað sykurmeti, fyrir utan aðra óhollustu. Ég veit um fólk sem hefur verið að koma með mat til ástvina sinna inn á spítala því þeim stendur ekki á sama.

Það er ánægjulegt að heyra að ketógenískt mataræði virðist vera gagnlegt gegn krabbameini. Sérstaklega vegna þess að aðrar náttúrulega lausnir gegn krabbameini hafa ekki staðið til boða hér á landi. Fólk hefur verið að fara t.d. á sérstök krabbameinsmeðferðarheimili í Mexíkó. En með þessu móti getur hver sem er tekið aktífan þátt í batarferli sínu með náttúrulegum leiðum með aðferð sem er örugg, kostar verulega litla fyrirhöfn og er ódýr. Það eina sem er erfitt við hana er að komast yfir kolvetnafíknina!!!

Ef þú ætlar að koma með einhverja ókosti við þetta mataræði, þá spyr ég bara, er ókosturinn verri en að deyja úr krabbameini? Hvað er tapa? Og ef þetta virkar ekki, þá skrifaði sagan sig eins og henni var ætlað. Á þessu er bara hægt að græða.

Munið að það stendur að það sé hægt að nota þetta mataræði samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Tilgangur greinarinnar er ekki að það eigi að sleppa henni. Persónulega, EF það væri tími til stefnu þá myndi ég ávallt vilja reyna fyrst að losa mig við krabbamein á sem skaðlausasta máta áður en skaðlegri aðferðir væru notaðar. Það liggur nú eiginlega í augum uppi.

Hér er hægt að horfa á frétt um þetta efni inn á CBN fréttastofunni.