Er mataræði þitt að drepa börnin okkar?

Við vitum öll að neysla á óhollustu er gríðarleg í dag og að tíðni lífstílstengdra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbameins, þunglyndi og offitu er einnig í hæstu hæðum. Hinn staðlaði hugsunarháttur er að fólk getur sjálfum sér kennt, ef þú vilt heilsusamlegra líf þá skaltu ástunda heilsusamlegri lífshætti sem myndi þá samanstanda af heilbrigðu mataræði, hreyfingu og að lágmarka andlegt sem líkamlegt álag. En hvað ef sjúkdómar þínir í dag eru ekki þér að kenna heldur hvað foreldrar þínir borðuðu og foreldrar foreldra þinna?

Og það sem verra er, hvað ef óhollusta einnar kynslóðar færist yfir og bætist á þá næstu og þannig safnast upp óhollustan kynslóð eftir kynslóð? Því miður er þetta staðreynd sem er líklega hluti af útskýringunni af hverju við sem samfélag erum orðin svona hrjáð af þrálátum, lífstílstengdum sjúkdómum.

Ein af þeim meira spennandi greinum vísindanna sem eru að vaxa og þróast í dag eru rannsóknir á hvernig ytra umhverfi okkar (fæða, stress, segulsvið o.s.fr) hefur áhrif á hvernig genin okkar tjá sig og þar af leiðandi breyta líkamlegri starfsemi okkar og jafnvel framtíðar kynslóða. Þessi vísindagrein hefur verið nefnd “epigenetics”.

Eitt af því sem genafræðin hefur kennt okkur upp að þessum tíma er að við fæðumst með okkar sett af genum, sem haldast óbreytt í gegnum líf okkar þrátt fyrir lífstíl okkar, hver sem hann er, og áunnir sjúkdómar okkar og lífshættir hafa þar af leiðandi ekki áhrif á komandi kynslóð sem við ölum af okkur. Með öðrum orðum, börn okkar fæðast með hrein, óspjölluð gen óháð því hvað við sem foreldrar höfum áunnið á lífstíð okkar. En rannsóknir í dag eru að sýna að þetta er úreld og vitlaus vitneskja. Sá skaði sem við gerum líkama okkar í dag með óheilbrigðum lífsstíl getur haft áhrif nokkrar kynslóðir fram í tímann.

Ein af fyrstu vísbendingunum um að óheilbrigði færi stigvaxandi á milli kynslóða sökum nútíma, vestræns óhollustu mataræðis kemur frá rannsóknum Weston A. Price og Francis M. Pottenger frá ca. 1920 til 1940. Weston A. Price var bandarískur tannlæknir sem furðaði sig á aukningu óheilbrigðis í yngri kynslóð síns tíma og ákvað að rannsaka málið frekar. Hann ferðaðist í 10 ár um allan heim og heimsótti óspjölluð, frumstæð samfélög sem ástunduðu enn frumstætt mataræði og bar það saman við nánustu ættingja þessa fólks sem hafði flutt í nálæga vestræna bæi og lifðu á vestrænu mataræði. Niðurstaðan hans var sú að það var ófrávíkjandi regla að með vestrænu mataræði jukust lífstílssjúkdómar sem voru ekki til staðar í frumstæðu samfélögunum, og ástandið versnaði með hverri kynslóð. Fáum árum síðar tók annar bandarískur maður, Francis M. Pottenger, sem var að gera tilraunir með nýrnahettuhormón og notaði ketti sem tilraunadýr að heilbrigði kattanna var mjög háð því mataræði sem þeir voru á. Í kjölfarið gerði hann rannsóknir á mismunandi matræðum sem stóðu yfir í 10 ár og notaði hann 900 ketti til verksins. Þrátt fyrir að vankantar voru á tilraunum hans sýndi það sig að óheilbrigði dýrana fór stigvaxandi milli kynslóða hjá þeim hópum sem voru á unnu og óheilbrigðu mataræði.

Nú á síðari árum með tilkomu epigenetics og vaxandi áhuga á áhrifum umhverfis á tjáningu gena er verið að framkvæma rannsóknir sem staðfesta einmitt niðurstöður þessara frumkvöðla. Lítum á tvær þeirra.

Í rannsókn sem framkvæmd var í Georgtown University Medical Center voru rottum gefið óheilbrigt mataræði og niðurstaðan var sú að afkvæmi þeirra var líklegri til að fá brjóstakrabbamein heldur en hópurinn sem var á eðlilegu mataræði og líkurnar jukust því fleiri undanfarandi kynslóðir á undan hafði verið á óhollu mataræði. Afkvæmin voru með hærri líkur að fá krabbabeim þrátt fyrir þau væru sett á heilbrigt mataræði.

Í annari rannsókn voru rottum gefið fæði með háu hlutfalli af omega 6 fitusýrum sem er einkennandi fyrir vestrænt mataræði, en heilbrigt mataræði á að vera með jafnari hlutfall af omega 6 fitusýrum á móti omega 3. Niðurstaða þessarar rannsóknar var að efnaskipti afkvæma hópsins sem fékk óhollustuna varð sífellt verri kynslóð eftir kynslóð sem m.a. leiddi af sér að hver kynslóð varð feitari en sú sem fór á undan þrátt fyrir að vera á sama mataræði.

Eins og sjá má á þessu fáu dæmum eru þau vandamál sem ruslfæði og hið óholla vestræna mataræði sem ýtt er að okkur víðtækara en einungis að valda skaða á þeim sem borðar það.

Það er nokkuð almenn vitneskja að mataræði foreldra, og þá sérstaklega móður, er mikilvægt fyrir heilbrigði fósturs og að það hefur áhrif á framtíðar heilbrigði barnsins, og nú eru rannsóknir einnig að sýna að óhollusta getur breytt genavirkni okkar, t.d. hefur rannsókn sýnt að háfrúktósa maíssýróp, sem er algengt í flestu ruslfæði, getur ræst fitumyndandi gen í okkur. Eins slæm og þessi tvö atriði eru þá hefur viðfangsefni þessarar greinar, að núverandi lífsstíll okkar skaðar framtíðar afkvæmi okkar, því miður mun verri afleiðingar í för með sér, því ekki hefur einungis óhollusta mín áhrif á mig heldur hefur það einnig áhrif á framtíðar börn mín og barnabörn mín. Með öðrum orðum, sá skaði sem ég veld endar ekki með mér heldur verður hluti af stigmagnandi niðurbroti á heilbrigði samfélagsins, sem virðist vera óafurkræft.

Sérfræðingar eru sammála um að í þessu liggi líklegast ein útskýring af hverju (ó)heilbrigði okkar sem samfélags er eins og það er og einnig af hverju alvarlegir hrörnunarsjúkdómar eru að sjást í ávallt yngra og yngra fólki.

Heimildir

www.wikipedia.com. “Epigenetics”. Lesið 6. ágúst 2010

Pottenger's Cats: A Study in Nutrition. ISBN 0916764060

Nutrition and Physical Degenerationl. ISBN 0916764206

Rats on junk food pass cancer down the generation. Ewen Callaway. www.newscientist.com. Lesið 6. ágúst 2010

How bad fat programs future generations to be obese. Byron J. Richards. www.wellnessresources.com. Lesið 6. ágúst 2010

High fructose corn syrup activates fat producing gene. Byron J. Richards. www.wellnessresources.com. Lesið 6. ágúst 2010