Ertu þreyttur á daginn vegna takmarkaðs svefns? Ábyggilega ekki

Grein þýdd frá fréttabréfi Nutri

Óhóflega mikil syfja á daginn og almenn þreyta er algengt vandamál og er almennt talið valdið af ónægum svefn. Nýjar rannsóknir hafa verið að sýna fram á annað.

Niðurstöður umsvifamikillar rannsóknar hefur sýnt fram á sterk tengsl við skerta efnaskipti, en ekki skort á svefn.

Ef svefnleysi er ekki sökin, hvað þá?

Tilgangur rannsóknarinnar var að finna áhættuþætti hjá 15 þúsund manneskjum sem tengdust syfju á daginn og þreytu með það í huga að finna af hverju þreyta stafar. Niðurstöðurnar sýndu, þvert á almenna trú, að svefnskortur hafði ekki nærri því eins mikil tengsl við þreytu eins og sykursýki, offita og þunglyndi.

Truflun á efnaskiptum veldur þreytu

Það sem þunglyndi, sykursýki og offita hafa sameiginlegt er að efnaskipti líkamans starfa ekki eins vel og á er kosið,  dæmi um það er truflun á hormóna- og frumuboðsefnastarfsemi. Niðurtöðurnar opna fyrir nýja sýn á þreytu og þar af leiðandi opna fyrir nýjar leiðir til að vinna á þreytu.

Heimildir

Think daytime fatigue is due to sleep loss? Think again

Athugasemd höfundar

Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Þvert á móti.

Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja við mig að eitt fyrsta sem verður betra við að bæta mataræði sitt er að það finnur fyrir aukinni orku og minni þreytu. Þess vegna hef ég litið svo á í mörg ár að þreyta og orkuleysi er ekki vegna skort á svefni, nema auðvitað þennan staka þreytudag eftir að hafa einungis náð 3 tíma svefni útaf t.d. veikindum.

Þetta á líka við mig. Í kringum 2000 var ég að drepast úr þreytu og meltingin mín var komin í algjöra hönk og ég skildi þetta ekki því að ég var að borða svo svakalega hollt, alveg eins og Lýðheilsustofnun segir til um. Ég var að borða gróft korn í tonnavís, léttar mjólkurafurðir, grænmeti, ávexti, forðaðist sykur og allt það. Nema hvað ég funkeraði ekki á þessu mataræði og það var einmitt þá sem ég, eftir rúmlega 10 ár, hætti að hafa ofurtrú á hefðbundu mataræði og snéri mér að lestri á óhefðbundnu mataræði. Lausnin mín lá í að borða meira lágkolvetnamataræði og takmarka kornmeti og ég fann strax fyrir auknum kraft og meltingin mín var orðin betri á innan viku. Ég hreinlega virka ekki á þessu hefðbundna hákolvetna, lágfitu mataræði, þó svo að það virki kannski fyrir aðra. Eftir um 1-3 tíma eftir að borða t.d. pizzu finn ég að ég er orðin þyngri yfir höfði og slappari, þetta fer reyndar eftir því hvaða pizzu er um að ræða, Dominos fer verst í mig og heimatilbúin speltpizza hjá kellu fer ágætlega í mig ef ég borða ekki of mikið. Aftur á móti ef ég borða létt steikt kjötmeti eða fisk með grænmeti og smá af sterkjuríkara kolvetnum (t.d. brún hrísgrjón eða kartöflur) þá er ég good to go næstu 4-6 tíma.

Eitt af því fyrsta sem segir mér að mataræði sé að virka fyrir einhvern er að orka hans eða hennar fer stígandi. Ef þú þarft að nota pikk me up mat eða drykki til að komast í gegnum daginn eins og kaffi, súkkulaði eða einföld kolvetni þá er svo sannarlega komin tími á að breyta um mataræði og finna hvaða mataræði hentar þér.