Hættu að borða unninn og steiktan mat og líkaminn endurheimtir varnir sínar samkvæmt nýrri rannsókn

Grein þýdd og stytt frá www.naturalnews.com

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Mount Sinai School of Medicine sýndi fram á að unninn og steiktur matur er óæskilegur fyrir heilsu okkar og með því að hætta neyslu á honum er hægt að bæta marga þætti sem auka líkurnar á sykursýki, hjarta-, nýrna- og ýmsum krónískum sjúkdómum.

Rannsóknin sem birt var í október/nóvember 2009 hefti Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism skoðaði magn Advanced Glycation End products (AGEs) í heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með króníska nýrnasjúkdóma og viðbrögð þeirra við mataræði sem innihélt annað hvort mikið eða lítið af AGE.

AGE myndast þegar matur er hitaður, gerilsneyddur, þurrkaður, reyktur, steiktur eða grillaður. Síðan þegar maturinn er borðaður festist AGE við vefi líkamans, oxar þá og veldur bólgum sem í kjölfarið getur valdið ýmsum sjúkdóma. Fjöldi dýrarannsókna sem gerðar hafa verið af Helen Vlassara, lækni og prófessor við Mount Sinai læknaskólann hafa sýnt fram á hversu AGE er varasamt þar sem það eykur oxunarálag og bólgur í líkama og með tímanum eykur líkurnar á sykursýki, hjarta-, nýrna- og ýmsum krónískum sjúkdómum.

Þessi rannsókn byggði á fyrri dýrarannsóknum en nú var rannsakað hvaða áhrif AGE hefði á fólk. Þáttakendum var skipt í tvo hópa, annan sem borðaði hefðbundið vestrænt fæði sem innihélt mikið af AGE eða hóp sem var á mataræði sem innihélt einungis helming af magni AGE úr vestræna hópnum. Mataræðið sem innihélt minna AGE lagði áherslu á að sjóða, gufusjóða eða gera kássu úr mat og á sama tíma átti að forðast að baka, steikja eða grilla mat. Engar breytingar voru á hitaeiningafjölda eða hvað var borðað.

Eftir 4 mánuði á lág AGE mataræði mældist magn AGE, lipid perioxides (sem sýnir oxunarálag), bólguþættir og hjartasjúkdómsþættir allt að 60% lægra. Það sem meira er að svipuð lækkun fannst hjá nýrnasjúklingum eftir aðeins 1 mánuð.

Til viðbótar mældust jákvæðar breytingar á frumumótökurum fyrir AGE, sem heita AGER1. Það er mikilvægt þar sem hlutverk AGER1 er að fjarlægja AGE úr líkamanum. Þetta eru góðar fréttir þar sem nýrnasjúklingar hafa mikið magn af AGE, en þetta sýnir að þeir geta endurheimt fyrri virkni með því einungis að aðlaga mataræði sitt.

“þetta gefur til kynna að oxun hafi meiri virk áhrif en genin okkar að pæla niður varnir okkar sem við þurfum til að verja okkur gegn sjúkdómum. Það hefur verið sagt að krafturinn liggi í náttúrunni en umhverfi okkar leysir hann úr læðingi. Góðu fréttirnar eru að við getum stjórnað magni oxara sem við setjum í okkur þó að við getum ekki stjórnað genunum okkar og með minna eiturefnaálagi frá AGE getum við haft áhrif á sjúkdóma og öldrun” sagði Dr. Vlassara í fréttatilkynningu.

Heimildir:

Stop eating processed and fried foods and you'll restore the body's natural defenses, study finds