Mikilvægi CLA fitusýru og kostir grasfætts kjöts

Grein þýdd og umorðuð frá mercola.com

Ertu að forðast rautt kjöt vegna neikvæðar umræðu um mettaðar fitur? En nautakjöt og mjólk inniheldur magnaða fitusýru sem rannsóknir hafa tengt við að halda sér grönnum og heilsuhraustum.

Þessi öfluga fitusýra heitir conjugated linoleic acid, eða CLA, og er hún í miklu mæli í nautakjöti frá nautgripum sem hafa verið aldnir upp á grasi eingöngu og ógerilsneyddri mjólk frá nautgripum sem einnig hafa einungis fengið gras (eða hey).

Eftirspurn eftir grasfæddu nautakjöti hefur aukist mikið og er fjöldi nautgripabúa að færa sig frá að fæða nautgripi með kornmeti yfir í eingöngu gras. Hlutfall þessara nautgripabúa er nú 3% af markaðnum í Bandaríkjunum og hefur aukist um 20% á nokkrum árum.

Kostir CLA fitusýru eru ótvíræðir

Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum CLA á sjúkdóma og niðurstöðurnar hafa sýnt að CLA fitusýra er öflug til að vinna á:

  • Krabbameini– Dýrarannsóknir hafa sýnt að eins lítið og hálft prósent af CLA af heildarinntöku getur minnkað æxli um og yfir 50 prósent í eftirfarandi krabbameinum, brjósta-, ristils-, lungna-, húð- og magakrabbameini.
  • Hjarta- og æðasjúkdómum.
  • Háum blóðþrýstingi.
  • Háu kólesteróli og þríglýseríðum.
  • Beinþynningu.
  • Insúlínviðnámi– Virkni CLA er svipuð og af kemískum sykursýkislyfjum. Tilraunir á músum með týpu 2 sykursýki hafa sýnt að CLA eykur virkni insúlíns og minnkar blóðsykur. Enn betra er að niðurstöður rannsókna á mannfólki hafa sýnt fram á hið sama eftir að taka inn CLA í lengur en 8 vikur.
  • Bólgum
  • Örverum
  • Fæðuónæmi
  • Grenning: Spennandi rannsóknir á fólki hafa sýnt að CLA hefur reynst gagnleg til að minnka líkamsfitu, og þá með meiri árangri hjá þeim sem sameina CLA með æfingum. Dýrarannsóknir hafa jafnvel sýnt fram á betri árangur með að minnka líkamsfitu og auka vöðvamassa.
  • Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að CLA minnkar líkamsfitu á sama tíma og hún varðveitir vöðvamassa, og jafnvel eykur brennslu. Rannsókn sem birt var í the American Journal of Clinical Nutrition sýndi að fólk sem tók 3.2 grömm af CLA á dag missti 0,2 pund á viku (sem er tæplega hálft kíló á mánuði) í samanburði við þá sem fengu lyfleysu.

Þar sem líkaminn getur ekki framleitt CLA fitusýru þá er nauðsynlegt að fá hana úr fæðu (eða fæðubótaefnum) og besta uppsprettan af CLA er frá nautakjöti frá grasfæddum nautgripum.

Hvað er málið með grasfætt nautakjöt?

Hið náttúrulega fæði jórturdýra er gras. Þegar jórturdýr fá einungis gras þá eru magn CLA þrisvar til fimm sinnum hærra heldur en hjá þeim sem fá fóðurbætir (korn). Og það er einungis byrjunin. Í sameiginlegu átaki hjá USDA og Clemson háskólanum árið 2009 þá sýndi niðurstaðan 10 atriði þar sem grasfætt kjöt er betra fyrir heilbrigði okkar en kjöt sem alið er á kornmeti.

Í samanburði þá var niðurstaðan að grasfætt kjöt var:

1.     Lægra í heildar fitumagni

2.     Hærra í beta kartótíni

3.     Hærra í E vítamíni (alpha tókóferóli)

4.     Hærra í B vítamínunum

5.     Hærra í steinefnunum kalki, magnesíum og kalíum

6.     Hærra í omega 3

7.     Betra hlutfall á milli omega 3 og 6 (1,65 á móti 4,84)

8.     Hærra í CLA (cis-9 trans-11)

9.     Hærra í vaccenic fitusýru (sem getur breyst í CLA)

10.Lægri í mettuðum fitum

Ókostir þess að gefa jórturdýrum kornmeti

Eins og flestum ætti að vera ljóst þá byggir heilbrigði mannsins á því að borða það sem honum er ætlað að borða frá náttúrunnar hendi. Sama gildir með jórturdýr (kýr, naut, hesta, lömb o.s.fr).

Þegar jórturdýr fær að velja sjálft hvað það borðar úti í náttúrunni þá velur það ekki maís, korn eða soja til að bíta í, það velur sér gras.

Þegar kú er látin borða kornmeti (sem kallast yfirleitt fóðurbætir hér á landi) til að fita hana (eða auka mjólkurnyt) breytist fitusamsetningin í henni. Hlutfall omega 3 og 6 færist yfir í óhagstæðara hlutfall þar sem hlutur omega 6 eykst umtalsvert á kostnað omega 3, auk þess sem hlutfall CLA fitusýru minnkar. Þetta hefur bein áhrif á heilsu neytandans þar sem omega 3 og CLA hefur jákvæð áhrif á heilsu á meðan of hátt hlutfall omega 6 hefur neikvæð áhrif.

Heilsufarsleg áhrif kornmetis á kýr

Annað áhyggjuefni varðandi að gefa kúm kornmeti sem fæði er skaðsamleg áhrif á velferð dýrsins, og svo í kjölfarið á þig sem neytenda afurða þess.

Vefsíðan Eatwild.com listar upp eftirfarandi neikvæðum áhrifum verksmiðjubúskapar sem byggir á ónáttúrulegu fæði (ekki gras) og þröngum, ónáttúrulegum aðstæðum:

1.     Of hátt sýrustig (acidosis). Í vömb nautgripa myndast fjöldi sýra sem bakteríur framleiða. Munnvatn hlutleysir sýruna ef dýrið er alið á grasi, en ekki ef fæðan er korn. Þetta leiðir til að meltingavegur þeirra verður súr.

Dýr sem eiga við þetta vandamál að etja fá niðurgang, vilja ekki borða, mása, framleiða of mikið munnvatn, sparka í vömbina sína og éta mold. Með tímanum getur þetta leitt til “ruminitis” (þýðist líklega sem vambarbólga) sem veldur næringarskorti.

2.     Lifrarígerð (liver abscess). 15-30% af kúm í verksmiðjubúskap greinast með lifrarígerð sökum þess að bakteríur komast út í gegnum sár á vömbinni sem enda í lifur.

3.     Uppþemba. Kýr mynda eðlilega gas við að melta fóður sitt. Þegar þær éta gras þá eiga þær létt með að ropa upp grasinu án erfiðleika. Kornfóður veldur því að þeir eiga erfitt með að losa sig við gas og þær verða uppþembdar sem í alvarlegum tilvikum getur leitt til dauða sökum köfnunar.

4.     Lömunarveiki. Hið súra umhverfi í meltingafærum sökum kornmetis veldur offramleiðslu á ensíminu “thiaminase” sem eyðileggur B-1 vítamín og á endanum sveltir heilan af orku sem veldur lömun.

Verksmiðjubúskapur gefur af sér verri mat

Fyrir utan þau atriði hér að ofan sem búið er að minnast á þá hefur verksmiðjubúskapur frekari ókosti er kemur að heilbrigði okkar.

Eitt af því er að kjöt sem alið er upp við verksmiðjubúskap er hættara á að breiða út matareitranir vegna E.coli. Þetta er verulega sjaldgæft hjá grasfæddum dýrum þar sem kýr sem éta gras viðhalda viðeigandi hlutfalli baktería í maga sínum.

Einnig getur kjöt frá hefðbundnum búskap verið hættara á að vera mengað af ýmsum eiturefnum þar sem dýrin binda í sér eiturefni úr kornfóðri sínu eins og t.d. þungamálma og skordýraeitur.

Ekki nóg með þetta heldur er umhverfismengun frá hefðbundnum landbúnaði mun meiri heldur en frá lífrænum, grasfæddum landbúnaði. Hefðbundin landbúnaður þarf að losa sig við lífrænan úrgang (skít), auk þess að kemískur áburður er notaður á graslendi. Í lífrænum, grasfæddum landbúnaði þar sem kýrnar ganga lausar eru graslendi látin hvíla sig með því að víxla beitarsvæðum og lífræn úrgangur frá dýrinu nærir jörðina.

Grasfætt er betra en lífrænt

Eitt að lokum um grasfætt kjöt. Algengur misskilningur er að halda að lífrænt kjöt þýði að það sé grasfætt, en svo þarf ekki að vera. Lífrænn landbúnaður getur gefið dýrum sínum lífrænt kornmeti (gjarnan maís) sem veldur öllum þeim sömu heilbrigðis vandamálum og lýst var hér að ofan (nema skordýraeitur í fóðri).

Best er að velja kjöt sem er grasfætt, þótt það sé ekki lífrænt vottað. Flest grasfætt kjöt er alið upp við góðar aðstæður þar sem notkun á ýmsum eiturefnum er lágmörkuð og þau fá ríkan útvistartíma.

Heimild:

Is This the World's Most Effortless Way to Slim Your Waistline?

Athugasemd höfundar

Þessi grein er sérstaklega góð þar sem hún sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt er að við veljum mat af góðum gæðum og góð gæði þýðir að breyta ekki af þeim leiðum sem viðhafðir hafa verið í náttúrunni frá örófi alda.

Það er engin spurning að notkun á kjarnfóðri eykur nyt af landbúnaðardýrum, bæði þá á mjólk og kjöti. En það er einungis kostur fyrir bóndann en ekki okkur, nema þá kannski út frá ódýrari afurðum. En þessi grein er um hvað er best til að auka heilbrigði jórturdýra sem síðan yfirfærist sem heilsusamleg fæða fyrir manninn, virðingu gagnvart jörðinni okkar og náttúrulögmálum.

Ein af þeim gagnrýnum sem kjötneysla hefur fengið á sig er að hún sé krabbameinsvaldandi. Það er eitthvað sem fyrir mér getur hreinlega ekki passað. Hvernig getur verið að matur sem við höfum borðað í margar milljónir ára sé krabbameinsvaldandi? Væri það þá ekki það sem við höfum gert við kjötið með nútíma landbúnaði og matvinnslu sem er krabbameinsvaldandi?

Loksins, fyrir ekki svo löngu síðan, kom rannsókn sem ég var búinn að bíða lengi eftir sem sýndi einmitt að það er vinnslan á kjöti og aukaefni sem veldur aukningu á krabbameinstíðni. Í þessari rannsókn voru rannsóknir skoðaðar og kjötneysla flokkuð niður í neyslu á unnu kjöti og síðan hreinum kjötafurðum og niðurstaðan var sú að hrein kjötneysla jók ekki áhættu á krabbameini á meðan neysla á unnum kjötvörum jók krabbameinstíðni. Persónulega myndi ég vilja sjá rannsókn þar sem athugað væri áhrif kjötneyslu þar sem einungis væru borðaðar hreinar kjötafurðir frá grasfæddum, lífrænum dýrum. Ég nú nokkuð viss að þá myndi kjöt þá sýna að það hefur verndandi áhrif (auðvitað sem hluti af fjölbreyttu fæði), enda sneisafullt af krabbameinsverjandi omega 3 og CLA fitusýrum.

Hér á landi höfum við gott aðgengi að lamba- og hrossakjöti sem er grasfætt kjöt. Síðan eru örfáir kúabændur sem ala upp kýr sínar eingöngu á grasi hér á landi, t.d. kýrnar frá lífræna búinu á Neðri háls.

Dæmi um síður gott kjöt er t.d. nautakjötið frá Mýrarnauti, en í bækling frá þeim þar sem þeir útlista uppeldi dýrana er sagt frá því að seinustu mánuðina fyrir slátrun eru þeir aldir upp á byggi og hrati frá bjórframleiðslu (auk grass), auk þess seinustu 3 mánuðina fyrir slátrun fá þeir orkumeira kjarnfóður. Þetta hefur einungis þann tilgang að fita dýrið og breytir fitusamsetningu þess til hins verra fyrir heilbrigði neytandans eins og útskýrt er hér að ofan. En í bókinni The untold story of milk eftir Ron Schmid (læknir og bónda) þá segir hann frá því hversu slæm áhrif hrat frá áfengisframleiðslu hafði á kýr. Ekki kjöt sem ég myndi velja mér dagdaglega.

Boðskapurinn af þessari grein gæti verið þessi. Við erum það sem við borðum og dýrin eru það sem þau borða. Og eins og við þurfum að borða hreina, ómengaða, náttúrulega fæðu þá gildir það sama um dýrin, og fyrir jórturdýr er það gras. Hreint, ómengað og næringarríkt gras. Eingöngu.