Mörg okkar eru blind gagnvart okkar sönnu þyngd

Frétt þýdd frá www.livescience.com

Á skalanum frá horuðum módelum til sjúklegra feita einstaklinga eins og við sjáum í fréttunum hvar heldur þú að þú sért á þeim skala? Getur þú með vissu sagt hversu gott holdarfar þitt er? Það eru góðar líkur á því að þú getur það ekki.

Í nýrri rannsókn flokkuðu nærri 25% af of þungum eða of feitum konum að þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar, á meðan stór hluti af kvenkyns þáttakendum sem voru í eðlilegri þyngd eða of léttar voru í megrun.

Rannsóknin sem gerð var af Dr. Abeey Berenson og félögum við University of Texas Medical Branch í Galveston. Berenson sagði meðal annars “Einstaklingar sem gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu of þungir eru minna líklegir til að borða heilsusamlega og æfa sig”. Ein af ástæðunum fyrir muninum á raunverulegri þyngd og skynjun fólksins á sjálft sig er “því fleiri of þungir einstaklingar sem umgangast þig þá er líklegra að þér finnist það vera eðlilegt ástand.”

Í rannsókninni kemur fram að 15% af hvítum konum sem voru of þungar fannst þær vera í eðlilegri þyngd eða of léttar á meðan 16% hvítra kona í eðlilegri þyngd eða sem voru of léttar fannst þær vera of þungar. Hlutfall latneskra og svartra kvenmanna sem hafði ranghugmyndir gagnvart þyngd sinni var nokkuð hærra, eða allt að 30%.

Einstaklingar sem gerðu sér ekki grein fyrir yfirþyngd sinni voru ekki eins líklegir til að borða heilsusamlega eða fara í megrun, á meðan konur í eðlilegri þyngd sem töldu sig vera of þungar voru tvöfalt líklegri að fara í megrun, sleppa máltíðum eða reykja fleiri sígarettur.

Önnur rannsókn sýndi að karlmenn hafa jafnvel meiri tilhneigingu en kvenmenn til að vanmeta þyngd sína, en nærri helmingur af of þungum karlmönnum taldi sig vera of léttir eða í eðlilegri þyngd, á meðan 12% of feitra karlmanna taldi hið sama.

Berenson telur að ljósvakamiðlar eigi hluta af sök þar sem feitir karlmenn eru líklegri til að vera í aðalhlutverkum heldur en feitar konur og bendir á að það virðist vera ásættanlegra í hugum fólks að vera feitur karlmaður frekar en feit kona.

En fullorðnir vanmeta ekki einungis sína eigin þyngd heldur virðast þeir ekki vera heldur dómbærir á þyngd barna sinna. Í rannsókn sem birtist í rannsóknartímaritinu Clinical Pediatrics var niðurstaða hennar að 71% af foreldrum fannst smábarn sitt sem var of þungt eða of feitt vera í eðlilegri þyngd eða jafnvel of létt.

Berenson leggur til að heilbrigðisstarfsfólk láti fólk vita að það sé of þungt, of feitt eða of létt, alveg eins og það myndi láta þig vita að blóðþrýstingurinn væri of hár. Með því móti gæti fólk fengið að hlutlaust álit á holdafari sínu.

Heimildir:

Many of Us Are Blind to Our True Weight

Self-Perception of Weight and Its Association With Weight-Related Behaviors in Young, Reproductive-Aged Women

Underestimation of Children’s Weight Status: Views of Parents in an Urban Community

Athugasemd höfundar

Mér þótti persónulega gaman að sjá þessa frétt því ég tek gjarnan eftir því hvað fólk hefur mismunandi álit hvað telst feitt eður ei. Persónulega tel ég að stór hluti af þessu vandamáli er að því fleiri sem eru feitir þá færist upp sá skali sem við, sem samfélag, teljum vera eðlilegt holdafar. Með öðrum orðum því fleiri sem eru mjög feitir þá verða þeir sem eru bara feitir orðnir frekar mikið norm. Þegar abnormið verður normið.

Annað atriði sem ég tók gjarnan eftir þegar ég var að fituklípa fólk sem einkaþjálfari fyrir löngu síðan er að maður fékk fólk sem æfði mikið íþróttir sem virtist vera í líkamlega flottu formi en þegar maður mældi það þá var það með þykkt fitulag utan á sér og reiknaðist með mjög háa fituprósentu þrátt fyrir að vera á æfingum allan daginn. Þegar maður spurði þetta fólk um mataræði þá var þetta undantekningarlaust fólk sem borðaði mikin ruslmat og mikið af kolvetnum. Þetta sýnir að það er auðveldlega hægt að blekkjast á útlitinu einu saman, viðkomandi getur verið mun feitari en augað segir, og ég gerði lítið annað á tímabili en að klípa og mæla fólk og samt kom það fyrir að ég skeikaði um verulega mörg fituprósent við það eitt að horfa á fólk, þó að almennt var maður nokkurn veginn með % á réttu.

Í þessu tilviki er heilbrigð sjálfsgagnrýni málið. Við gjarnan tölum um að bæta okkur sem manneskjur frá degi til dags, en af hverju ekki einnig líkamlega? Það er engin ástæða til að láta líkama sinn hraka stöðugt með hækkandi aldri. Það er mikilvægt að hafa traust og gott farartæki (líkama) til að njóta það sem þetta líf hefur upp á að bjóða.