Munurinn á næringafræðingum og næringaþerapistum

Fólk leitar sér hjálpar varðandi mataræði í auknum mæli og þá kemur gjarnan upp spurningin “hvert á ég að leita?”. Eitt af þeim atriðum sem virðist rugla fólk er munurinn á næringarþerapistum og næringarfræðingum. Hver er munurinn á þessum stéttum?

Það er mikilvægt fyrir fólk að gera sér grein fyrir þeim muni sem er á þessum stéttum svo að það geti fundið sér fagmann við hæfi.

Í þessari grein verður stéttarheitið næringarfræðingur notað fyrir þá sem hafa lært hefðbundna næringarfræði frá háskólastofnun, þó svo að heiti þeirra geti verið mismunandi og orðið næringarþerapisti verður notað fyrir þá fagmenn sem vinna á sviði óhefðbundinnar næringafræði eins og það er gjarnan kallað.

Til að byrja með þá mun grein eins og þessi sem ber tvær stéttir saman og ætlar sér að skipta þeim snyrtilega í tvo kassa alltaf vera yfirfull af alhæfingum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að allir næringarfræðingar vinna ekki eins og hafa mótað sínar skoðanir á næringafræði, sama er hægt að segja um næringarþerapista. Almennt má þó segja að hugmyndafræði næringafræðinga er fastmótaðari og að næringafræðingar gefi ráðleggingar á sömu eða svipuðum nótum. Mun meiri munur er á starfsháttum næringaþerapista, einn gæti verið hrifinn af lágkolvetnafæði og gefur ráðleggingar á því sviði, annar gæti ýtt fólki í átt að grænmetisfæði á meðan þriðji næringaþerapistinn gæti aðhyllst mataræði sem miðast við að jafna út sýrustig í líkama.

Sameiginlegir þættir

Áður en farið verður í hvaða er ólíkt með hefðbundnum og óhefðbundnum næringarráðgjöfum þá er viðeigandi að benda á það sem þessar stéttir eru sammála um sem er nokkuð mörg atriði. Báðar stéttar eru sammála um að borða fjölbreytt fæði, lýsi er gott fyrir þig (þó svo að sumir næringarþerapistar eru ekki hrifnir af hvernig það er unnið), vatn er besti drykkurinn, leggja skal áherslu á grænmeti, matarneysla skal vera hófleg, hreyfing er mikilvæg og miða skal við að halda holdafari nálægt eðlilegu horfi. Þetta eru allt góð ráð sem nánast allir geta verið sammála um.

Ólíkir þættir

Í það heila liggur munurinn á þessum tveimur stéttum í því að næringarþerapistar leggja ofuráherslu á næring skuli vera náttúruleg og óunnin. Dæmi um það er að næring skal ekki vera genabreytt, ekki notast við aukaefni eða takmarka það mikið og ekki vera mikið unninn eins og t.d. Cherrios eða pakkamatur. Hefðbundnir næringafræðingar eru mun sveigjanlegri frá þessari reglu og mæla almennt ekki á móti ónáttúrulegum eða mikið unnum hlutum eins og genabreiddri fæðu eða hvítum sykri.

Án þess að gera þetta lengra þá er hægt að sjá hér fyrir neðan töflu sem tekur saman (og alhæfir) muninn á milli þessara tveggja stétta.

Samantekt á mismunandi hugmyndafræði næringafræðinga og næringaþerapista
Næringarfræðingar Næringarþerapistar
Mettuð fita er slæm fita. Kókosfita er mettuð fita og þarafleiðandi slæm

Tvær mismunandi skoðanir:

Sumir trúa að mettuð fita er slæm, en næringarþerapistar sem trúa að við eigum að borða í meiri samræmi við þróun mannsins (við sem veiðimenn) trúa að mettuð fita er okkur eðlislæg.

Næringarþerapistar trúa almennt að kókosfita hafi mjög góð áhrif á starfsemi líkamans.

Mæla með ómettuðum matarolíur í flest allt, einnig til steikingar Eru mun vandfýsnari á olíur, vilja aðeins virgin olive oil, ekki “fjöldaframleiddar” matarolíur í glærum brúsum. Kókos eða olífuolíu á að nota til steikingar
Mæla með lýsi Mæla með lýsi. Mæla einnig með öðrum olíugjöfum eins og ómega 3-6-9 blöndum og hörfræjarolíu
Aukaefni eru í lagi þar sem þau eru undir eftirliti opinberra stofnanna Næringarþerapistar andmæla mörgum aukaefnum og telja þau til sjúkdómsvaldandi efna, samanber Aspartam og MSG
Lýsa ekki yfir andstöðu sinni á genabreyttum matvælum Vilja ekki genabreytt matvæli
Örbylgjaður matur er OK Að örbylgja mat eyðileggur næringargildi hans og uppbyggingu
Allt að 10% af hitaeiningum okkar má koma frá sykri. Vandamálið við sykur er að hann er næringalaus og er slæmur fyrir tennur. Sykur er ekki ávanabindandi Forðast ber sykur þar sem hann hefur verulega óæskilega áhrif á starfsemi líkamans. Sykurneysla eykur áhættu á mörgum sjúkdómum og almennu óheilbrigði. Sykur er ávanabindandi
Fókusa á að jafnvægi sé á hitaeiningum sem við borðum (inn) og þeim sem við eyðum (út) Hugsa síður út í hitaeiningar, rétt samsetning fæðu er mikilvægari. Margir næringarþerapistar trúa ekki á hitaeiningarkenninguna í heild sinni
Mæla gjarnan með unnum mat, samanber Cherrios. Eru stuðningsmenn matariðnarins sem er að reyna að búa til “næringarríkan” mat, t.d. vítamínbættann. Aukaefni eru í lagi þar sem þau eru undir eftirliti opinberra stofnanna Matur á að vera ferskur og náttúrulegur. Ekki er hægt að bæta náttúruna
Eru ekki að styðja lífræna ræktun, eru oft talsmenn að það sé ekki munur á lífrænu og ólífrænu Trúa að lífræn ræktun hafi yfirburði yfir hefðbundna ræktun
Eru stuðningsmenn mjólkuriðnarins (mjólkurvara) Gerilsneytt mjólk er óæskileg, algengur óþolsvaldur
Fólk er verulega sjaldan með vandamál vegna glúten Fólk er gjarnan með vandamál vegna glútens
Nota ekki óhefðbundnar meðferðar samhliða, samanber grasalækningar, hómópatíu, vítamínmeðferð. Eru meira í samvinnu við hefðbundnar stéttir eins og lækna Nota óhefðbundnar meðferðir samhliða
Matur er orka, borða mikið af kolvetnum, lítið af fitu. Vítamín og steinefni í samræmi við opinbera staðla Horfa ber frekar í þau áhrif sem fæða hefur á líkama frekar en að matur sé fyrst og fremst orkugjafi
Mæla með lyfjum við sjúkdómum Vilja lækna sjúkdóma með mat
Fólk er sjaldan með óþol fyrir mat Mataróþol eru algeng og mikilvægt er að finna óþolsvalda svo að líkami fái tækifæri á að lækna sig
Fara eftir leiðbeiningum Manneldisráðs í einu og öllu Fara oft ekki eftir leiðbeiningum Manneldisráðs. Fara óhefðbundnari leiðir
Einbeita sér að næringarþætti Eru gjarnan menntuð til að hugsa um lífsstílstengda þætti svo sem streitu og svefn
Leggja ekki áherslu á meltingu. Benda gjarnan á trefjar fyrir bætta meltingu. Mæla á móti úthreinsunum Næringaþerapistar leggja mikla áherslu á meltingu. Mæla með úthreinsunum og næringu sem hefur ekki neikvæð áhrifa á meltingu
Ensímainnihald matar er ekki mikilvægt, skiptir ekki máli þótt ensím eyðileggist í vinnslu á mat, samanber gerilsneyðing Ensím eru mikilvæg heilsu. Borða skal eitthvað af mat hráum og hægt er að nota ensíma fæðubótaefni