Rannsókn bendir á að auglýsingar á morgunkorni ýta undir offitu barna

Grein þýdd og stytt frá www.abclocal.go.com

Ný skýrsla varar við að flest morgunkorn sem auglýst er til að höfða til krakka eru stútfull af sykri sem stuðlar að offitu. Niðurstöðurnar sýna að morgunkorn sem er almennt markaðssett að börnum innihaldi 85% meiri sykur, 60% meiri salt og 65% minni trefjar en það sem ætlað er fullorðnum. Rannsóknin sem gerð var við Yale háskóla opinberar næringargildi morgunkorna sem eru mest auglýst og ætlað að höfða til barna.

“Ef maður lítur á röðunina á verstu morgunkornunum þegar kemur að næringu þá er það sláandi hversu verstu morgunkornin eru auglýst hart að börnum” segir Kelly Brownell frá Yale háskólanum. Rannsakendurnir fundu það út að meðal amerískt grunnskólabarn sér 642 morgunkornsauglýsingar á ári og langflestar þeirra eru af sykruðu morgunkorni.

Höfundur rannsóknarinnar segir að þessi markaðsherferð stuðlar að vaxandi offitu faraldri barna í Bandaríkjunum.

Rannsóknin bendir á að viðleitni iðnaðarins að koma reglum á sjálfan sig hefur brugðist. Sem dæmi þá samkvæmt nýjum stöðlum þá er fjöldi af næringarlausustu morgunkornunum merkt sem “betra fyrir þig”.

Þegar ABC fréttir leitaði eftir viðbrögðum frá framleiðendum morgunkornanna, þá voru viðbrögð þeirra að þeir væru ávallt að auka næringargildi morgunkorna sem og minnka auglýsingar gagnvart börnum.

Heimild:

Study: Cereal ads fuel childhood obesity

Athugasemd höfundar

Í gegnum árin hef ég reglulega séð skýrslur sem sýna að langflest morgunkorn innihalda allt of mikið af sykri og almennt of lítið af næringu. Það er gaman að sjá að nú er til vefsíða þar sem hægt er að finna almenna næringargreiningu á morgunkornum og lista yfir bestu og verstu morgunkornin útfrá næringu. Vefsíðan er www.cerealfacts.org.

Athyglisvert er að 10 verstu framleiðendurnir eru einmitt þeir sem framleiða morgunkornið sem fylla hillurnar í búðunum og halda jafnvel fram að vörurnar þeirra sé heilsusamlegar, eins og Kellogs Special K. Reyndar þá samanstendur listinn nánast einungis af vörum frá Kelloggs og General Mills (sem framleiðir Cheerios). Hér er listinn yfir 10 verstu vörurnar.

Sæti Morgunkorn Næringargildi
1 Kellogg - Corn Pops - Chocolate Peanut putter 30
2 Quaker - Cap'n Crunch - w/Crunchberries 30
3 Kellogg - Special K - Chocolatey Delight 32
4 Kellogg - Special K - Blueberry 32
5 General Mills - Reese's Puffs 34
6 General Mills - Fiber One - Caramel Delight 34
7 Kellogg - Cocoa Krispies - Choconilla 34
8 General Mills - Golden Grahams 36
9 General Mills - Cinnamon Toast Crunch - Regular 36
10 Kellogg - Corn Pops - Regular 36

Þessi frétt sannar þumalputtareglu sem ég hef stuðst við í mörg ár sem er að því meiri sem vara er auglýst því meira skal maður forðast hana. Þessi regla klikkar nánast aldrei. Lítið bara á hversu mikið ruslfæðisstaðir, morgunkorn, tilbúnar og unnar matvörur og þess háttar er auglýstar á móti heilnæmri, ferskri vöru eins og ávöxtum, grænmeti, kjöt og lífrænni ferskri vöru frá framleiðendum með hugsjón eins t.d. Rapunzel.

Öll þau ár sem ég hef séð þessar skýrslur gefnar út um hversu léleg morgunkorn eru þá er svar framleiðenda alltaf á sama veg, þeir eru að bæta sig, vörurnar þeirra innihalda viðbætt vítamín og þær séu hollar. Framleiðendur nota sem sagt margnotuðustu leiðina þegar kemst upp um þig að þú ert að standa þig illa, segðu að þetta sé ekki rétt, beindu athyglinni á eina dæmið sem sýnir fram á að þú sért að gera eitthvað gagn (þrátt fyrir allt annað sé afhroð) og að lokum segðu að þú sért að bæta þig. Að því loknu skaltu halda áfram á sömu braut. Ef þetta væri satt hjá framleiðendum að þeir væru alltaf að bæta sig í gegnum árin þá væru hillurnar í búðunum fullar af næringarríku morgunkorni og erfitt væri að finna morgunkornin sem eru stútfull af sykri. Seinast þegar ég gáði þá var þetta ekki raunin því miður.

Það að framleiðendur skulu halda fram að vörurnar þeirra séu heilsusamlegar fyrir það eitt að þeir skulu bæta vítamínum í vörurnar sínar er verulega ósiðlegt. Hvernig er hægt að segja að vara sé heilsusamleg útaf einhverjum vítamínum þegar hún samanstendur af stórum hluta af hreinum sykri? Auk þess er líklegast ekki hægt að finna verri vítamín og þau sem eru í morgunkornum. Vítamínunum er sprautað á morgunkornið þegar það er í deigformi og áður en það er sett inn í ofn til að baka það, og hvað er það sem vítamín eru einna viðkvæmust fyrir? Hita! Það væri forvitnilegt að vita hversu mikið af þessum vítamínum komast heil í gegnum þetta ferli. Og hver eru gæði vítamínanna sem notuð eru? Ég vil efast að það sé verið að nota gæðavítamín frá einhverjum gæðaframleiðenda.

Það er einmitt önnur þumalputtaregla. Takmarkaðu að borða mat sem inniheldur viðbætt vítamín og steinefni. Ef það þarf að bæta mat því að hann er svo næringarlaus og unninn þá er líklegast best að sleppa honum og borða mat sem er ferskur og stútfullur af næringu frá náttúrunnar hendi.

Sem morgunmat er hægt að mæla með eggjum, eggjahrærum með grænmeti, hafragraut með ýmsu viðbættu hollmeti eins og hörfræ, epli, kanil, kæfu og svo framvegis. Einnig er auðvitað hægt að borða afganga af næringaríka kvöldmatnum frá kvöldinu áður, það er sú leið sem ég fer yfirleitt.