Ruslfæði eins ávanabindandi og eiturlyf

Grein þýdd frá www.telegraph.co.uk

Vísindamenn hafa uppgötvað að ruslfæði er nánast eins ávanabindandi og heróín.

Mataræði sem inniheldur hamborgara, franskar, pulsur og kökur forritar heilann þinn í að þrá jafnvel meira í mat sem inniheldur mikið af sykri, salti og fitu samkvæmt nýrri rannsókn. Með tímanum mun þetta ruslfæði koma í stað hamingju og mun leiða ávanabindandi áts.

Taugavísindamaðurinn Dr. Paul Kenny framkvæmdi tilraun sem sýndi fram á hversu varasamt mataræði sem er hátt í fitu og sykri getur verið fyrir heilsu þína.
“Þú missir stjórnina. Það er skilgreiningin á fíkn” segir hann.

Rannsakendurnir trúa að þetta sé ein af fyrstu rannsóknunum sem sýna að heilinn bregst á sama máta við ruslfæði eins og fíkniefnum.
“Þetta er ein ýtarlegasta sönnunin sem við höfum sem sýnir að offita og eiturlyfjafíkn hafa sameiginlegan taugalíffræðilega grunn” segir samstarfsmaður Dr. Kenny, Paul Johnson.

Dr. Kenny, sem byrjaði rannsóknir sýnar við Guy sjúkrahúsið í London en vinnur nú við Scripps Research Institute í Flórída, skipti rottum í þrjá hópa í rannsókn sinni. Einn hópurinn fékk eðlilegt magn af heilsusamlegum mat. Annar hópurinn fékk takmarkað magn af ruslfæði á meðan þriðji hópurinn fékk ótakmarkað magn af ruslfæði sem samanstóð af ostakökum, feitum kjötvörum, ódýrum svampkökum og súkkulaði snakki.
Mataræðið hafði engin óeðlileg áhrif á fyrstu tvo hópana á meðan rotturnar í hópnum sem fengu ótakmarkað magn af ruslmat urðu fljótt feitar og byrjuðu að oféta.

Þegar rannsakendurnir örvuðu þau svæði heilans sem skynjar nautn með rafmagni þá fundu þeir að rotturnar sem átu ótakmarkað ruslfæði þurftu sífellt meiri örvun til að ná sömu nautn og dýrin á heilsusamlegri mataræðunum.

Heimildir:

Junk food as 'addictive as drugs' - Junk food is almost as addictive as heroin, scientists have found