Nudd minnkar sársauka hjá ófrískum konum, linnir meðgönguþunglyndi og bætir samband

Rannsóknarhornið með Halla Magg

Nudd á meðgöngu hefur sannað sig til að minnka þunglyndi og kvíða auk þess sem að minnka stresshormónið hýdrókortísón og minnka líkur á fyrirburafæðingu.
Tilgangur þessara rannsóknar var að meta hvort að nudd gefið af eiginmönnum (ekki fagmönnum) myndi minnka sársauka í fótum og baki á konunni auk þess hvort það myndi minnka stressálag eiginmannsins (þunglyndi, kvíða og reiði) og bæta viðhorf þeirra til sambandsins.

75 konur sem voru á öðrum þriðjungi meðgöngunnar tóku þátt í tilrauninni. Eiginmennirnir (eða makar) fengu kennslu í hvernig á átti að framkvæma nuddið og DVD disk með nuddleiðbeiningum. Þeir áttu að nudda konurnar sína tvisvar í viku í 20 mínútur í senn í 16 vikur.

Lagður var spurningarlisti fyrir og eftir þar sem konurnar og eiginmennirnir svöruðu spurningum varðandi fóta- og bakverki (konur eingöngu), þunglyndi, kvíða, reiði og viðhorf gagnvart sambandi.

Niðurstöðurnar voru að allir þættir komu betur út hjá nuddhópnum heldur en hjá viðmiðunarhópnum sem fékk ekkert nudd. Fóta- og bakverkir komu sérstaklega betur út hjá konunum sem fékk nudd sem og þunglyndi hjá bæði konum og maka.

Þessi rannsókn gefur til kynna að nudd á meðgöngu hefur ekki einungis áhrif á skap, heldur getur það einnig bætt sambandið. 

Heimildir:

Massage therapy reduces pain in pregnant women, alleviates prenatal depression in both parents and improves their relationships frá Journal of Bodywork and Movement Therapies Volume 12, Issue 2, April 2008, Pages 146-150