Þefaðu af sítrónum til að minnka stress

Grein þýdd frá www.gizmag.com

Vísindamenn í Japan hafa sýnt fram á að lyktin af sítrónum getur haft áhrif á virkni gena og samsetningu blóðs þannig að mælanleg minnkun á stressi varð af.

Notkun ilmolía til að bæta skap og auka heilsu hefur verið til staðar síðan fornum tímum og nýlega hafa vinsældir ilmolíumeðferðar farið vaxandi innan óhefðbundinna lækninga. Eitt af vinsælli efnum sem notað er í ilmolíumeðferð til að minnka tilfinningalegt stress er linalool, efni sem finnst í sítrusávöxtum, lofnarblóm (lavender), sweet basil, birkitrjám og öðrum plöntum. Og nú hafa vísindin fundið út afhverju linalool virkar svona vel.

Vísindamennirnir settu rottur í umhverfi sem jók stress hjá þeim og létu síðan einn hóp anda að sér linalool á meðan hinn hópurinn fékk ekki að anda að sér linalool.

Í hópnum sem andaði að sér linalool lækkaði magn neutrophils og lymphocytes, sem gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfinu, nálægt eðlilegu magni og einnig minnkaði virkni yfir hundrað gena sem verða ofvirk í streituvaldandi umhverfi.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar sínar geta verið nýttar sem grunnur fyrir blóðpróf til að finna ilmefni sem geta minnkað stress.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of Agricultural and Food Chemistry, sjá hér.

Heimildir:

Stopping to smell the lemons can help reduce stress

Stop and smell the flowers -- the scent really can soothe stress

Athugasemd höfundar

Fyrir þá sem vilja þá er hægt að lesa um ilmolíumeðferðir hér inn á Heilsusíðunnu undir "Meðhöndlun" og svo undir "meðhöndlunarupplýsingar", eða bara með að smella hér.

Ilmolíumeðferð er einstaklega hentug til að nota heima hjá sér í heimahjúkrun. Það er tiltölulega ódýrt að kaupa ilmkjarnaolíur og þær eru mjög öruggar í notkun.

Við höfum notað nokkrum sinnum eucalyptus hérna heima þegar dóttirinn hefur fengið í lungun og það er ótrúlegt hvað það virkar vel til að opna öndunarfærin og létta á hóstanum, ég ætlaði ekki að trúa þessu fyrst þegar ég sá þetta notað.

Ég veit ekki persónulega um marga staði þar sem hægt er að kaupa ilmolíur. Skipholtsapótek er með ágætis úrval, svo hef ég séð NOW ilmolíur inn í Lifandi markaði og svo er hægt að panta þær inn á www.palmarosa.is