Grein þýdd frá EurekAlert
Í nýlegri rannsókn frá Journal of the American Academy of Orthopaedic Surgeons kom í ljós að æfingar hafa jákvæð áhrif fyrir verðandi mömmu og barn. Samkvæmt þessari rannsókn hafa léttar til miðlungs erfiðar æfingar jákvæð áhrif á stoðkerfi, líkamsstarfsemi og ýmis einkenni sem fylgja meðgöngu. Æfingar eins og eróbik, lóðalyftingar og sund geta:
- Létt á bakverkjum sem og öðrum stoðkerfaverkjum
- lækkað blóðþrýsting
- minnkað bjúg
- bætt skap eftir meðgöngu og þar með haft áhrif á eftir fæðingar þunglyndi
Þessar niðurstöður styrkja fyrri niðurstöður að það sé viðeigandi að ráðleggja ófrískum konum að halda áfram að æfa eða byrja að æfa. Ekki er langt síðan að læknar almennt ráðlögðu ófrískum konum að minnka æfingar eða jafnvel sleppa þeim til að minnka álag á meðgöngu. Doktor DeMaio sem framkvæmdi rannsóknina telur að byrja að æfa á meðgöngu sé góð leið til að byrja á heilsusamlegum lífsstíl. "Þegar kona verður ófrísk þá endurhugsar hún oft sinn lífsstíl" segir DeMaio, "meðgangan er hvatning fyrir hana til að fæða heilsusamlegt barn og bæta sína eigin heilsu".
Eftirfarandi þættir eru viðeigandi þegar gefnar eru ráðleggingar í tengslum við meðgöngu:
- Fyrir fæðingu: Konur ættu að byrja á eða halda áfram að æfa með léttri eða milli erfiðari ákefð. Markmiðið er að viðhalda hreysti og aðlaga æfingar að ófrísku. Sem dæmi þá getur hlaupari fært sig yfir í að hlaupa í sundlaug á seinni stigum meðgöngu.
- Eftir fæðingu: Halda áfram að æfa með léttri eða milli erfiðari ákefð. Æfingar hafa ekki neikvæð áhrif á mjólkurbúskap móðurinnar og einnig hefur það sýnt sig að mömmur sem æfa þjást minna af eftir fæðingar þunglyndi og skapsveiflum.
- Eldri konur: Í þessu tilfelli eru æfingar jafnvel mikilvægari samkvæmt DeMaio þar sem áhættan á háum blóðþrýstingi og auknum blóðsykri eykst með aldri. Æfingar hafa sannað sig að minnka áhættuna og bæta blóðþrýsting og blóðsykurstjórnun.
- Of þungar konur: Æfingar eru kjörin leið til að minnka offitu og bæta almennt heilbrigði. Þetta er ákjósanlegt tímabil til að gera æfingar að lífsstíl og á sama tíma að vera góð fyrirmynd fyrir barnið þegar það verður eldra.
- Ófrjósemi: Þrátt fyrir að kona sé í ófrjósemismeðferð getur hún stundað æfingar í samráði við læknirinn sinn.
- Íþróttakonur: Konur sem kjósa erfiðari æfingar og vilja æfa með meiri ákefð skulu gera það undir umsjón þjálfara sem er sérmenntaður á sviði ófrísku og undir umsjón læknis.
Heimildir:
Exercise is healthy for mom and child during pregnancy. www.eurekalert.com