Hormónasveiflur auka líkur á meiðslum á vissum tímum tíðarhrings

Grein þýdd frá http://news.bbc.co.uk

Það eru auknar líkur á að konur upplifi stoðkerfismeiðsli á vissum tímum tíðarhrings, samvæmt breskri rannsókn framkvæmd af breskum osteópata Dr. Sandler á Portland spítalanum í London. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er auknar líkur á meiðslum kvenna vegna eðlilegra sveifla kynhormóna yfir tíðarhringinn, sem svo hefur aftur áhrif á vöðva og liðbönd.

Bæði vöðvar og liðbönd eru berskjölduð fyrir meiðslum í miðjum tíðarhring, á meðan undir lok tíðarhringsins eru það einungis liðbönd.
Í miðjum tíðarhring, eða rétt fyrir egglos, lækkar magn kynhormónsins estrógen, sem veldur veikleika í vöðvum og liðböndum. Þar af leiðandi eru vöðvatognanir og annarskonar meiðsli líklegri rétt fyrir egglos. En estrógen gefur líkamanum aukin stöðugleika með að styrkja vöðva og liðbönd.
í lok tíðarhringsins, þá rétt fyrir tíðir, hækkar magn hormónsins relaxín. Þessu hormóni er seytt til að leyfa leghálsinum að opnast, og þá til að tíðir geti hafist. En seyti þessa hormóns þýðir líka að öll liðbönd mýkjast og þar af leiðandi aukast líkur á liðbandameiðslum.
 
Algengast var að konur kvörtuðu yfir mjóbaks- og grindarverkjum við egglos, en háls- og mjóbaksverkjum í lok tíðarhringsins. Þá sögðu 21% kvennana um að þær upplifðu verki á 12-14 degi tíðarhringsins og 17% á degi 24-26.

Heimild:

Menstrual cycle injury risk link

Athugasemd höfundar

Konur þurfa að taka tillit til sín við hreyfingu og daglegar athafnir á fyrrnefndum tímum tíðarhrings til að minnka líkur á meiðslum. Þá er mikilvægt að hlusta á líkamann og passa vel upp á líkamsbeitingu og líkamsstöðu. Misjafnt er hve langur tíðarhringurinn er hjá hverri konu og til að koma í veg fyrir meiðsli við egglos eða rétt fyrir tíðir er mikilvægt að konan þekki tíðarhringinn sinn. Með þeirri þekkingu getur kona sem hefur átt við meiðsl að stríða eða fær endurtekna bak- eða hálsverki minnkað álag í æfingum á réttum tíma.

Þá skal taka fram að við tíðarhvörf minnkar magn estrógens sem gæti þá kannski útskýrt að einhverju leyti óstöðuleika í liðum og stoðkerfismeiðsli kvenna á miðjum aldri.
Relaxín er það hormón á meðgöngu sem leyfir liðböndum og þá liðum að gefa eftir til að leg og fóstur geti stækkað.