Aron kjötbollur að hætti ömmu

Uppskrift umsögn

Það er auðvelt að koma kjötbollum í krakka og einnig fullorðna krakka :-)

Þessi uppskrift hentar vel fyrir þá sem vilja ekki tilbúnar kjötbollur og eiga við fæðuóþol að stríða

Uppskrift innihald

½ rifinn laukur

1,5 Kg. ungnautahakk (eða hakk af eigin vali)

3 msk. beikonkurl

1 ½ bolli fínt haframjöl (glútenlaust frá Bob’s Red Mill, fæst í Kosti)

Tæplega 1msk. salt (fínt malað)

Kúfull msk. af villijurtakryddi (Pottagaldrar)

¼ tsk. af cayanne pipar

½ tsk. svartur pipar (fínt malaður)

¾ bolli möndlumjólk (eða önnur mjólk)

(eitt egg ef það þolist, og þá minni vökva í staðinn)

Uppskrift aðferð
  • Hakkblandan er hrærð vel saman í vél eða með höndum. Hræra þarf hakkið vel svo það loðir betur saman.
  • Hakkinu er hnoðað í bollur. Gott er að nota matskeið til að forma og þétta bollurnar í lófa.

  • Bollurnar eru steiktar á pönnu í olíu.

  • Hægt er að hálfsteikja pollurnar og klára steikinguna með því að sjóða bollurnar í sósu. Fyrir það er t.d. hægt að mæla með Tasty piparsósugrunn sem er án MSG og er glútenfrír (en inniheldur mjólkursykur og ger).

  • Þetta gefur af sér ca. 45 bollur sem dugar í ca. tvær máltíðar fyrir 4 manneskjur. Hentugt er að elda mikið í einu og frysta bollur eða geyma í kælir til að eiga til seinni tíðar og spara þannig tíma.

Hægt er að bera fram með góðu saladi og brúnum hrísgrjónum.