Austurlenskur karrífiskur

Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald

1 kg ýsuflök
100 g rækjur
30 g smjör
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk rifin engiferrót
2 stk chilipipar, þurrkaður og mulinn
2 tsk malað cumin (ekki sama og kúmen)
2 tsk turmeric
4 tómatar, afhýddir og pressaðir
115 g kókóshnetumassi fæst t.d. í Kryddkofanum og Hagkaup
3,5 dl heitt vatn
110 g hreinn rjómaostur
Safi úr tveimur limeávöxtum
1 tsk salt

Uppskrift aðferð
  1. Hitið smjörið í þykkbotna pönnu og látið laukinn krauma í því ásamt hvítlauk, engifer, chilipipar og cumin í 10 mín.
  2. Skerið fiskinn í jafna bita. Takið laukblönduna af pönnunni og setjið fiskinn í staðinn. Látið krauma í 2-3 mín. á hvorri hlið.
  3. Takið fiskinn af pönnunni og setjið rækjurnar í staðinn og látið þær krauma í 1-2 mín. Takið þær af pönnunni. Setjið nú laukinn aftur á pönnuna, kryddið með turmeric og látið krauma í 1 mín. Setjið tómatana út á.
  4. Blandið saman kókosmassa og heitu vatni, saltið og hellið þessu út á pönnuna ásamt helmingi limesafans. Látið suðuna koma upp og bætið þá rjómaostinum út í.
  5. Látið malla þar til blandan þykknar, eða í 8-10 mín.
  6. Blandið fiski og rækjum varlega saman við sósuna . Látið hitna vel og hellið því sem eftir er af limesafanum yfir.
  7. Berið fram með brúnum hrísgrjónum og grænmetissalati.
Skammtar
4-6