Bakað fennel

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

1 kg fennel skorið í tvennt
4 msk smjör
1/2 bolli parmesanostur (rifinn)

Uppskrift aðferð
  1. Hitið ofninn í 200C.
  2. Sjóðið fennel í saltvatni þar til það er mjúkt en þó ekki of. Skerið hvern fennelhelming í fernt og raðið í eldfast mót.
  3. Setjið smjörklípur hist og her ofan í og stráið yfir með rifnum parmesanosti.
  4. Bakið í ofni í ca 20 mínútur.
    Berið fram strax.
Skammtar
4-6