Uppruni uppskriftar
lambakjöt.is
Uppskrift umsögn
Mjög einföld uppskrift þar sem ódýrt hráefni er gert að hreinasta góðgæti - það er að segja fyrir þá sem langar til að naga bragðmikil og brakandi rif - það er hægt að grilla rifin hvort heldur sem er í ofninum eða á útigrillinu.
Uppskrift innihald
2 kg lambarif
Rifinn börkur og safi af 2 sítrónum
4 msk apríkósu- eða appelsínumarmilaði
4 msk tamari
4 msk tómatsósa
4 msk appelsínusafi
3 msk olía
1 msk worcestersósa
Nýmalaður pipar
Salt
Uppskrift aðferð
- Allt nema rifin sett í pott, hitað rólega og látið malla við hægan hita í nokkrar mínútur. Látið kólna alveg.
- Kryddleginum er hellt yfir rifin og þau látin liggja í kryddleginum í 2 klst eða lengur, snúið öðru hverju.
- Grillið hitað og rifin grilluð við meðalhita þar til þau eru orðin meyr, snúið oft á meðan.
- Einnig má grilla þau við óbeinan hita á lokuðu grilli.
Skammtar
4
Flokkun uppskriftir