Basilíkumajónes

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

1 eggjarauða
1 egg
Salt og nýmalaður pipar
1 bolli góð ólífuolía
1/4 bolli basilíka (söxuð)

Uppskrift aðferð
  1. Best er að nota töfrasprota þegar majónes er búið til og nota þá háa, mjóa, skál.
  2. Setjið eggin í skálina og bætið salti saman við. Þeytið þar til blandan er orðin ljós og byrjuð að þykkna. Bætið þá ólífuolíu smám saman út í eða þar til þykkt og fallegt majónes er orðið til.
  3. Blandið basilíkunni síðast saman við.
  4. Gott að nota með hvers konar kjöt- og fiskréttum, salötum og grænmeti.
Flokkun uppskriftir