Beikonvafin þistilhjörtu

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

100 g beikon
1 krukka þistilhjörtu

Uppskrift aðferð
  1. Sigtið þistilhjörtun og skerið þau síðan í tvennt.
  2. Skerið beikonsneiðar í tvennt og steikið aðeins á pönnu (ekki harðsteikja).
    Þegar beikonið er orðið nógu kalt er því vafið utan um þistilhjörtun.
  3. Stingið tannstöngli í gegn og látið samskeytin snúa niður. Setjið á bökunarpappír og grillið í ofninum í 4-5 mínútur eða þar til beikonið er stökkt.
    Berið fram strax.
Flokkun uppskriftir