Blaðlauksgratín

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

2 blaðlaukar (stórir)
2 msk smjör
4 sneiðar skinka (skorin í bita)
2 egg
1,5 dl rjómi
Salt og pipar
1 bolli rifinn ostur
Parmesanostur (rifinn)

Uppskrift aðferð
  1. Hitið ofninn í 200C.
  2. Kljúfið blaðlauk og þvoið vel. Skerið síðan í bita og sjóðið í saltvatni þar til hann er meyr. Sigtið vel.
  3. Smyrjið eldfast mót með smjörinu. Raðið blaðlauknum í það og dreifið skinkubitum yfir.
  4. Þeytið saman egg, rjóma og krydd.
    Bætið ostinum saman við og hellið blöndunni yfir blaðlaukinn. Stráið parmesanosti yfir og bakið í ofninum í 30 mínútur.