Uppruni uppskriftar
kjöt.is
Uppskrift umsögn
Krafmikil og saðsöm súpa sem er full af járni, vítamínum og orku.
Uppskrift innihald
250 gr. nautakjöt – fituhreinsaður vöðvi - bitar
2 lítrar nautakjötssoð - heimatilbúið eða úr nautakrafti
1 dl. rauðbeðusaft - fæst í flöskum
1-2 laukar
100 gr. hvítkál
100 gr. sellerí
2 gulrætur
1 púrrulaukur, notið aðeins hvíta hlutann
1 rauðrófa - fersk
1/4 dl matarolía
2 tómatar
1/2 msk tómatpúrre
1/2 paprika
1dl hrísgrjón
Uppskrift aðferð
Nautakjötið er skorið í bita. Það ásamt nautakjötssoðinu og rauðbeðusaftinni, er soðið í 15 mín. Því næst er allt hitt skorið niður og því bætt út í pottinn og soðið áfram í 60 mín.
Flokkun uppskriftir