Brokkólísalat

Uppruni uppskriftar
kalkunn.is
Uppskrift innihald

300 g niðurskorið brokkolí
2 epli söxuð
1/2 rauðlaukur saxaður
1-2 dl rúsínur eftir smekk
2 dósir sýrður rjómi
Skvetta af ediki
1-2 tsk hlynsíróp eftir smekk

Uppskrift aðferð

Skerið niður allt grænmetið.
Hrærið saman sýrða rjómanum, edikinu og hlynsírópinu.
Hellið yfir grænmetið og blandið öllu saman.

Gott er að láta salatið standa í ísskáp smá stund áður en það er borið fram.